Vikan - 03.07.1969, Side 11
úr í fjölmenni. Samt gefa
Þingeyingar manninum gaum.
Þeir viðurkenna snyrti-
mennsku hans og líta gjaman
á hann sem fulltrúa sinn.
Bjartmari hefur og orðið til
framdráttar, að sveitungun-
um finnst varla taka því að
öfunda hann. Þeir hafa í
flimtingum þá tilviljun, sem
olli frægð hans og metorðum,
en láta sér hana vel líka.
Á alþingi fer næsta lítið
fyrir Bjartmari Guðmunds-
syni. Hann tekur þar sjaldan
til máls, en starfar dyggilega
í nefndum. Þó fær hann
stundum fram vilja sinn að
tjaldahaki, ef honum liggur
eitthvað á hjarta. Helzt mun
])að fyrirgreiðsla, sem vald-
hafar og stjórnarherrar álíta
sér skylt að láta meinleys-
ingjum í té. Bjartmar erfði
ekki skapsmuni og bersögli
föður síns, en kurteisi lians
og þakklæti við hefðarstand-
ið og oddborgarana. Hann
reiðist aldrei svo, að eftir sé
tekið, en líður hægt og stillt
áfram eins og fjöl á lygnu
vatni. Eigi að síður er tilfinn-
ingalíf hans frjótt, gáfurnar
dyggar og forvitnin rík, en
honum nægir löngum að sjá
og heyra. Bjartmar Guð-
mundsson ætlaði aldrei að
breyta hlutskipti landsins eða
örlögum þjóðarinnar. Honum
finnst, að þvílík ósköp hlióti
að verða þúsund ára þróun.
Hann er þannig íhaldssamur
að eðli og innræti, líkt og
gamall bóndi, sem á allt sitt
undir sól og regni.
N átt úruf egurð Þingeyjar-
sýslu cr við brugðið, og land-
gæði reynast þar mörg, þó að
misjafnt ári. Bjartmar Guð-
mundsson ann héraðinu og
kann glögg skil á sögu þess
og menningu. Faðir lians sá
úr bæ sínum fránum skáld-
augum langt lit í heim. Bræð-
ur haris fóru suður fjöll og
komust til mennta. Biartmar
fylgdist með því ævintýri. Af
því spratt skyn hans og metn-
aður. Gáfur hans voru og
nægar að láta um sig muna.
Hann vann foreldrum og
systkinum af drengskap og
skyldu, en vissi einnig sam-
tíð og veröld. Bjartmari gafst
þannig ungum öryggi og festa,
sem átti við skapgerð hans,
en hann ól jafnframt með sér
vonir og drauma og slapp við
þá lamandi minnimáttar-
kennd, sem næmlyndum ung-
lingum hættir oft við í fásinni
og einangrun. Ríki hans var
ekki aðeins dalurinn norður
við Skjálfandaflóa. Hann átti
sér auðugan hugarheim, sem
bætti honum upp veruleik-
ann. Svo kom á fund hans
sendinefndin haustið 19.59.
Jónas Rafnar og Magnús
Jónsson frá Mel þurftu í at-
kvæðaleit sinni um Norður-
landskjördæmi eystra við-
kunanlegan samferðamann,
sem rataði um Þingeyjarþing
og myndi þar sæinilega tek-
ið. Bjartmar var fús til slíkr-
ar þjónustu. Ferðin varð liins
vegar lengri en nokkurn grun-
aði, er lagt var af stað. Hún
lá í spor bræðra hans suður
til Reykiavíkur og var farin
miklu frægara erindis en
þeirra beið. Bjartmar skorti
raunar atgervi föður síns í
fundarsal og á mannamóti, en
hann þurfti sannarlega ekki
að kvarta. Forlögin trúðu
honum allt í einu fyrir því
að greiða atkvæði á Alþingi
íslendinga. Það stóð Guð-
mundi á Sandi aldrei til boða.
Þannig snýst hjól lukkunn-
ar sumum hæglátum en far-
sælum mönnum. Bjartmar
Guðmundsson virtist ekki
borinn til áhrifa eða valda,
en honum gafst samt upp-
hefð, sem var hugkvæmni
hans ríkari. Bóndinn á Sandi
átti hennar kost af því að
hann var kyrr heima í sveit-
inni sinni og beið þess, sem
duttlungagjörnum forlögum
þóknaðist að bjóða, er þau
gerðu að gamni sínu honum
í vil. Slikur maður á ekki
frumkvæði að uppreisn eða
bvltingu, en nafn hans geym-
ist eisri að síður i albingis-
mannatalinu eins og hinna,
sem ryðjast þangað af skipu-
lögðum ásetningi. Þing-
mennskan er Bjartmari eins
og kaupstaðarferð um alda-
mótin.
Lúpus.
27. tw. viKAN 11