Vikan - 03.07.1969, Blaðsíða 13
Þetta er nýleg mynd af Hollies. Nýjasti liðsmaðurinn, Terry Silvester, er
lengst til hægri. Trymbillinn Bobby Elliot stendur við hlið hans. Bobby
er nú búinn að fá sér hárkollu, en hárum er farið að fækka mjög á höfði
hans. Hingað til hefur Bobby haft hatt á höfðinu til þess að opinbera
ekki hárleysi sitt, en nú virðist vera séð fyrir endann á þeim raunum.
þessu lagi tekst Hollies að seiða
fram mjög skemmtilegan og sér-
kennilegan hljóm.
Lagið „Blowing In The Wind"
rekur síðan lestina á hlið I á plöt-
unni. Þetta mun vera frægasta lag
Dylans, lag sem allir þekkja. Hollies
fá til liðs við sig í þessu lagi stóra
sveit strengja og horna. Söngurinn
er dæmigerður fyrir Hollies, en frá-
vikið í millikaflanum kann hugsan-
lega að valda harðsoðnum Dylan
unnendum hugarvlli.
Á hlið númer II er fyrst lagið
„Quit Your Low-Down Ways", sem
er tiltölulega lítt þekkt. Hollies
segja sjálfir, að þeim hafi þótt ráð-
legt að láta líka fljóta með lög, sem
ekki láta kunnuglega í eyrum.
Þá kemur lagið „Just Lika A Wo-
man". Helzta skrautið þar er kirkju-
orgelspil Bern Calvart. Manfred
Mann & Co. gáfu þetta lag út á
tveggja lag plötu sem kunnugt er,
en útgáfa Hollies er gerólík. Hér
reynir á raddbönd Allans, því að
mikið raddsvið þarf til að gera lag-
inu góð skil. Allan kemst svo til
klakklaust í gegnum lagið.
Lagið „Times They Are A-Chang-
ing" hafa Hollies lengi haft á efnis-
skrá sinni á hljómleikum, og það er
líka á plötunni. Endirinn er stórbrot-
inn, og þar er orgelleik'arinn í
feikna stuði.
Kannski muna menn eftir banda-
rísku hljómsveitinni Byrds. Þessi
hljómsveit hlaut frægð fyrir að
flytja lög eftir Bob Dylan, m.a. lag-
ið „All I Wanna Do". Sú útfærsla
þótti hin ágætasta. Ekki er útgáfa
Hollies síðri.
í laginu „My Back Pages" eru tré-
blásturshljóðfæri notuð og gefa þau
góða raun.
Síðasta lagið á plötunni er hið
fræga „Mighty Quinn". Hér er mik-
ið um blástur og banjóspil. Svo
aftur sé vitnað til vísustu manna,
eins og í upphafi þessa máls, má
búast við, að þetta lag muni ná
mestum vinsældum, ásamt laginu
„Blowing in the Wind". Þá er allt
upptalið: 12 lög eftir Dylan flutt af
Hollies á einni plötu.
☆
Þannig spyrja margir og ekki að
ófyrirsynju. Hæggengar hljóm-
plötur eru fáanlegar í mono og
stereo og margar stereoplötur eru
þannig úr garði gerðar, að þær
má spila á glymskröttum, sem
aðeins eru gerðir fyrir mono-
plötur. Heita slíkar plötur
„stereo compatible“ á ensku máli.
Hvers vegna gildir ekki hiS sama
um tveggja laga plötur? Þetta
mál var til umræðu í ensku mús-
ikblaði nýlega. Blaðamaðurinn
bar sig upp við nokkra plötuút-
gefendur, fyrst EMI.
— Hér í landi eiga menn yfir-
leitt ekki svo góða plötuspilara,
að þeir þoli stereo-plötur. Þeir
eru ekki nógu margir, sem eiga
stereo-plötuspilara.
Blaðamaðurinn benti stúlkunni
sem varð fyrir svörum hjá EMI
á, að plötueigendur gætu hæglega
orðið sér úti um „hausa“ á plötu-
spiiara sína með tveim nálum,
annari fyrir mono, hinni fyrir
stereo. Þá stóð stúlkan á gati og
sagðist þurfa að ráðfæra sig við
yfirmenn sína. Að því loknu
sagði hún:
— Fólk mundi bara ekki gera
sér það ómak að skipta um nál.
Og við fengjum svo plöturnar í
hausinn með þeim ummælum, að
þær væru gallaðar. Sá, sem var
fyrir svörum hjá Decca sagði:
— Þeir, sem kaupa hæggeng-
ar hljómplötur, eiga yfirleitt
vandaðri plötuspilara en þeir,
sem kaupa tveggja laga plöturn-
ar. Það má vel vera, að tveggja
laga plötur í stereo komi í um-
ferð seinna meir, þegar plötuspil-
arar verða orðnir vandaðri. Eins
og málin standa nú er réttast að
yfirgefa hugmyndina um tveggja
laga plötur í stereo.
Þeir hjá PYE sögðu:
— Málið er undir stöðugu eft-
irliti. Við ætlum að sjá til, hvern-
ig þessi mál æxlast; hvort það
borgi sig að gefa út tveggja laga
plötur í stereo. Það er ekki víst,
að réttlætanlegt sé að gefa út
tveggja laga stereoplötur. Lögin
eru yfirleit það stutt, að það tek-
ur því ekki.
Skömmu eftir að þessi ummæli
birtust, gerðist það, að forráða-
menn eins af dótturfyritækjum
PYE, „Head Records", lýstu því
yfir, að framvegis mundu allar
tveggja lag plötur þess útgáfu
fyrirtækis verða í stereo. í yfir-
lýsingunni sagði m.a.:
—• Við erum þeirar skoðunar,
að stereo plötur séu eðlileg þróun
í hljómplötuiðnaðinum. Við ráð-
getum líka, að lögin á tveggja
laga plötum okkar verði heldur
lengri en títt er, en á þennan hátt
munum við ná til þeirra mörgu
hljómplötukaupenda, sem ein-
ungis kaupa 12 laga plötur og
hirða ekki um tveggja laga plöt-
urnar sökum þess, að þær hafa
hingað til ekki fengizt í stereo.
Hjá plötufyrirtækinu Track
Records hafa verið gerðar til-
raunir með útgáfu tveggja laga
platna í stereo. Nefna má tvær
plötur með Jimi Hendrix: „All
along the Watctower“ og „Cross-
town Traffis" og eina með Who:
„Pinball Wizard“. Þeir hjá Track
efndu til skoðanakönnunar, áður
en hafizt var handa um útgáfu
á þessum stereoplötum og þeir
segja, að engri plötu hafi verið
skilað aftur á þeim forsendum,
að hún væri gölluð. Þeir segja:
-—• Ef sýnt er, að hljómplata
verði áheyrilegri í stereo, þá gef-
um við hana út þannig. Dæmi
Framhald á bls. 36.
BARRY BG BÍUINN
Barry Ryan, söngvarinn brezki,
er nú sem óðast að ná sér á
strik eftir brunasár, sem hann
hlaut, þegar sprengingin varð í
síma, er hann sat við í auglýs-
ingaskyni fyrir þýzka unglinga-
blaðið Bravó, en frá þessum at-
burði sögðum við ekki alls fyrir
löngu. Hann hefur nú komið sér
upp skeggkraga, sem hylur sárin
og örlar því hvergi á neinum um-
merkjum eftir óhappið. Eins og
títt er um nafntogaða menn hef-
ur Barry mikið dálæti á gömlum
og fágætum bílum. Á myndinni
sjáum við Barry við gamlan og
virðulegan Mercedes-Benz, sem
metinn er á sex þúsund pund.
27. tbi. VIKAN 13