Vikan


Vikan - 03.07.1969, Side 17

Vikan - 03.07.1969, Side 17
LögTegluskírteini Erdsteins. Þessi mynd kvað vera af hópi nasista einhversstaðar í frumskógrim Suður- Ameríku. Þar lifa þeir í eigin drauma- heimi og bíða eftir tilkomu „fjórða ríkisins". Mengele virðist hafa haft það fremur þægilegt í Suður- Ameríku. Hér er hann ásamt ungri vinkonu sinni, Karin Fiedler, Natalie Klein, sem áður var varðkona í Belsen og frú König, sem aðstoðaði Mengele við tilraunir hans á sinum tíma. kattarnef, komst að því að Men- gele ætlaði til Paragvæ, sem er jafnvel enn fasískara en Brasi- lía. Hann gerði ráð fyrir að dok- torinn færi yfir landamær- in, það er að segja Paraná- fljót, á þeim stað er saman liggja Brasilía, Paragvæ og Argentína. Erdstein lagðist þarna í launsát- ur og gekk Mengele beint í greip- ar honum. Eftir að hafa handtek- ið doktorinn fór hann með hann í bát út á mitt fljótið og hélt hon- um þar föngnum í fimm vikur heilar, unz honum hafði tekizt að þvarga argentínskum yfir- völdum til að taka við skepn- unni og framselja hann Vestur- Þjóðverjum. Gerði Erdstein þetta raunverulega í trássi við brasi- líska yfirboðara sína, sem höfðu þá skipað honum að hætta nas- istaveiðunum. Einmitt þegar Erdstein átti von á argentínskum lögreglumönn- um að sækja Mengele, dró til nokkurra tíðinda. Þeir voru báð- ir komnir upp á þilfar bátsins, fangi og fangavörður, þegar ann- ar bátur lagði að hinum, sex menn stukku um borð og hleyptu af skotum. Þetta voru ekki Ar- gentínumenn, heldur stigamenn frá Paragvæ, gerðir út til að frelsa Mengele. Þetta var um há- nótt, en Paragvæmennirnir höfðu með sér flóðljós sem lýstu upp bátana, svo að bjart varð eins og um hádag. Erdstein leitaði skjóls á bak við eitthvert drasl á þilfar- inu og skaut tveimur viðvörun- arskotum úr skammbyssu sinni. Hann hafði haft fjóra menn, sem líka voru frá Paragvæ, til hjálp- ar sér við að gæta Mengeles á bátnum, en nú flýttu þeir sér yf- ir í bátinn til landa sinna. Erd- stein hafði að vísu mútað þeim til liðs við sig, en nú töldu þeir sig geta þénað aukapening með að svíkja hann. Mengele lét tækifærið ekki heldur ónotað, og í þessari svip- an kom Erdstein auga á hann, þar sem hann var að klifrast yf- ir í paragiska bátinn. Jafn- snemma kom þriðji báturinn á vettvang á mikilli ferð; hann var argentískur og með þarlenda lögreglumenn um borð. Þeir skutu af vélbyssum í loft upp í ógnunarskyni. Þeir voru gerðir út af yfirvöldum sínum til að sækja Mengele samkvæmt samn- ingnum við Erdstein, en greini- lega töldu þeir málið ekki þess virði að fara í hart út af því. Þeir helltu að vísu skömmum yfir Paragvæmennina, sem svöruðu í sömu mynt, en annað var ekki gert. Erdstein tók þá til sinna ráða. Þegar Mengele var að klofa inn- yfir borðstokk paragiska bátsins, miðaði Erdstein á hann skamm- byssu sinni og hleypti af fjórum skotum. Mengele kipptist heift- arlega við, og Erdstein telur sig hafa hæft hann að minnsta kosti tvisvar, í síðuna og brjóstið. Hann féll fyrir borð, en fætur hans festust í kaðlaflækju, sem lafði utan á bátshliðinni, og þar hékk hann með höfuðið niður. Paragvæmennirnir biðu þá ekki boðanna og keyrðu á brott, eins og þeir ættu lífið að leysa. Ekki sá Erdstein þá bera það við að hifa doktorinn um borð. Argentínumennirnir sem komn- ir voru eftir Mengele, virtust dá- lítið vandræðalegir yfir þessu öllu saman. Einn þeirra sagði við Erdstein: „Þessi skothríð hérna á fljótinu hefur ekki átt sér stað.“ Þótt Argentínumönnum, Para- gvæmönnum og Brasilíumönnum væri áfram um að þagga málið Framhald á bls. 36. 27- tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.