Vikan


Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 23

Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 23
GRUNNAÐFERÐ: Þvoið ávextina vel. Hlutið þá síðan til helminga og pressið saf- ann úr. Takið alla kjai na frá og látið þá í grisju, sem síðan er bund- in saman utan um þá. Hýðið er brytjað smátt, því smærra sem það er skorið, því betur vinnst úr því hleypiefnið, pectinið. Látið nú saxaða hýðið og safann — það með talinn sítrónusafa ef hann er með í uppskriftinni — í pott, ásamt vatni og grisjupokanum með kjörnunum.. Soðið við vægan hita um 2 klst. Þá á hýðið að vera orðið alveg mjúkt. Takið grisjupokann uppúr og pressið úr honum eins mikinn vökva og hægt er ofaní pottinn. Sykri bætt í og hrærið í meðan hann er að bráðna. Suða látin koma upp og bullsoðið unz hlaupstiginu er náð. Það ætti að taka 15—20 mín. Gætið þess að ekki brenni við. Veiðið alla froðu ofan af og látið síðan ávaxtamaukið kólna í 15 mín. Hrært upp og hellt í hrein, heit glös. Kringlótt stykki af vaxpappír lagt ofan á í glasið en sellofan bundið yfir þegar maukið er orðið kalt. Til þess að kanna hvort hlaupstiginu er náð er eftirfarandi að- ferð. Takið pottinn af hitanum. Látið eina skeið af mauki í skál, sem stendur í köldu vatni. Þegar hlaupið er kalt í skálinni á að vera komin skán ofaná, sem hrukkast ef ýtt er á fingri. Ef svo er ekki, þarf að sjóða maukið lengur, 5 mín ættu að duga. EINFALT APPELSÍNUMAUK 1 kg. appelsínur safi úr 1 sítrónu Soðið samkvæmt ofanskráðri aðferð mauki. APPELSÍNU- OG SÍTRÓNUMAUK 1 kg. appelsínur Vz kg. sítrónur 2% L vatn 3 kg. sykur Soðið á sama hátt, en sérkennilegt kryddbragð fæst með því að láta 1—1% matsk. kanel útí um leið og sykurinn. FÍNT APPELSÍNUMAUK Hér er notuð dálítið margbrotnari aðferð. 1 kg. appelsínur 2 1. vatn safi úr 2 sítrónum 1 Vz kg. sykur Hellið sjóðandi vatni yfir appelsínurnar, síðan eru þær afhýddar. Allt það hvíta skorið innan úr hýðinu, og hýðið fínbrytjað. Síðan er það soðið í lokuðum potti ásamt Vi 1. vatns. Suðutími allt að 2 klst við vægan hita og gætið þess að vatnið sjóði ekki niður. Ávextirnir sjálfir brytjaðir gróft og soðnir sér í potti í 1 1. vatns og sítrónusafanum. Lok sett á pottinn og sama suðutíma er krafizt og á hýðinu. Næst er soðinu af hýðinu hellt í ávaxtapottinn, en hýðið geymt. Innihaldi ávaxtapottsins helt upp í grisju, sem strengd hefur verið yfir stórt ílát (pott) og safinn síaður þannig frá. Látið síast a.mk. 15 mín. (Nota má þvottaklemmur til þess að halda grisjunni á barmi skálar eða potts). Grisjan er nú tæmd á ný í tóma pottinn, 'ík 1. sem eftir var af vatninu bætt útí og maukið soðið á nýjan leik í 20. mín. síðan síað eins og áður saman við safann sem fyrir er. Safinn mældur í pottinn, suða látin koma upp og soðið í 5 mín. Sykri bætt í, áætlið 1 kg. sykur móti 1 1. af safa, látið sykurinn bráðna við lítinn hita. Soðna hýðinu bætt útí, soðið við góðan hita um 30 mín. Gætið þess að ekki brenni við. Reynið hlaupstigið. Sé því náð er potturinn tekinn af hitanum. Froða veidd ofan af og kælt aðeins. Fyllt á glös eins og áður er frá sagt. ☆ FlJðTGERDIR EFTIRRÉTIIR ÁV AXT ARÉTTUR Hann er gerður úr 1 kg dós af blönduðum niðursoðnum ávöxt- um og má búa ahnn til í dósinni ef vilL Leggið í bleyti 5 blöð af matarlimi í kalt vatn í 5 mín. Kreistið vatnið úr og leysið blöðin upp yfir hægum hita eða vatnsbaði í litlu íláti, sem þolir hita. Þegar matarlímið er bráðið er því bland- að vandlega saman við ávextina, gott er að láta dálítinn sítrónu- safa samanvið, það skerpir bragðið. Kælt í kæliskápnum eða köld- um stað. í kæhskáp ætti 1 klst. að nægja. Hafi hlaupið verið búið til í dósinni sjálfri er botninn nú skorinn úr með dósahnífn- um og stöplinum þrýst út á disk. Skreytið í kring með appelsínu- bitum eða vínberjum og bezt er að hafa þeyttan rjóma með. EFTIRMINNILEG EPLATERTA Botnar: 4 dl. hveiti 1 matsk. edik + 4 matsk. 200 gr. smjörlíki kalt vatn sykur Fylling: 2 dl. rjómi og eplamauk Smjörlíkið mulið í hveiti svo það verður fínkorna, vökvanum bætt í og hnoðað fljótt saman. Látið deigið kólna í nokkra tíma. Flatt út í aflanga köku, stráið ögn af hveiti yfir og brjótið kökuna sam- an í 3 hluta (neðri endann uppundir miðju og efri endann ofan yfir hinn). Fletjið ögn á langveginn og brjótið eins aftur. Síðan er deigið flatt vel út og skornir út 3 botnar, þeir lagðir á plötu og pikkaðir með gaffli. Einn botninn er penslaður með vatni og sykri stráð yfir. Botnarnir bakaðir við 250° C. 5—7 mín. Rétt áður en tertan á að berast fram er rjómi þeyttur og látinn milli 2 laga þá er epla- mauk látið ofaná og efst sykraði botninn. Það fylgir sögunni að karlmenn hafi einstakt dálæti á tertunni og ekki ætti það að vera verra. SÚKKULAÐIBÚÐINGUR Uppáhaldsbúðingur barnanna. 4 eggjarauður þeyttar ásamt 80 gr. af sykri, í skál sem stendur í heitu vatni. Þeytið unz sykurinn er fullbráðinn, þá er skálin tekin af hitanum og haldið áfram að þeyta þangað til hræran er köld. í þetta er blandað 2 dl. rjóma sem hefur verið stífþeyttur og 60 gr. suðusúkkulaði, sem brætt hefur verið í 3 dl af heitu rjómablandi. 3 blöð af matarlími lögð í bleyti, undin vel upp og brædd í ögn af sjóðandi vatni. Síðan er matarlíminu blandað saman við súkkulaðihræruna. Hellt í skál eða hringmót og látið kólna og hlaupa. Borið fram með þeyttum rjóma. ☆ 2)4 1. vatn 3 kg. sykur Úr þessu fást um 4—5 kg af 27. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.