Vikan - 03.07.1969, Page 36
"\
RAFHA-HAKA 500 er sérstak-
lega hljóðeinangruð. — Getur
staðið hvar sem er án þess að
valda hávaða.
Öruggari en nokkur önnur
gagnvart forvitnum börnum og
unglingum.
Hurðina er ekki hægt að opna
fyrr en þeytlvindan er STÖÐV-
UÐ og dælan búin að tæma
vélina.
RAFHA-HAKA 500 þvottavélin yðar mun ávallt skila yður full-
komnum þvotti ef þér aðeins gætið þess að nota rétt þvottakerfi,
þ. e. það sem við á fyrir þau efni er þér ætlið að þvo.
Með hinum 12 fullkomnu þvottakerfum og að auki sjálfstæðu
þeytivindu- og dælukerfi, leysir hún allar þvottakröfur yðar.
Þvottakerfin eru:
1. Uilarþvottur 30°
2. Viðkvæmur þvottur 40°
3. Nylon, Non-Iron 90°
4. Non-Iron 90°
5. Suðuþvottur 100°
6. Heitþvottur 60°
7. Viðbótarbyrjunarþvottur 90°
8. Heitþvottur 90°
9. Litaður hör 60°
10. Stifþvottur 40°
11. Bleiuþvottur 100°
12. Gerviefnaþvottur 40°
Og að auki sérstakt kerfi fyrir þeytivindu og tæmingu.
hreisna munina á gamla mátann og
fann þá upp auðvelda aðferð við að
ná mold og leir af þeim, með þv(
að sprauta uppleysandi efnum ( þá
með venjulegri sprautu.
Hún skrifar aldrei, meðan hún er
í leiðöngrunum. — Ég hefi aldrei
tíma til þess, ég hefi alltaf nóg að
gera við að hjálpa manninum mín-
um. Ég fæ auðvitað hugmyndir, en
þær gæti ég fengið hvar sem er.
Þessutan er ég ákaflega eftirtektar-
laus. Ég tek aldrei eftir því hvort
fólk hefir fengið sér nýja flík, eða
skipt um húsgögn, — það er oft
óþægilegt.
Baráttan milli húsmóðurstarfanna
og rithöfundarstarfanna hefir aldrei
verið neitt vandamál fyrir Agöthu
Christie, sem hefir meiri ánægju af
rithöfundarstarfinu sjálfu, heldur en
heiðursyfirlýsingum og virðingar-
votti.
En það er oft margt sem er mál-
um blandað. Þótt Agatha Christie
sé hrifin af manni sínum og starfi
hans, þá er hún ekki hrifin af ýms-
um sögum sem ganga um þau, eins
og þeirri að „fornleifafræðingur sé
bezti eiginmaður sem hægt sé að
fá, vegna þess að því eldri sem kon-
an er, því skemmtilegri sé hún, og
því meiri áhuga hafi hann fyrir
henni." Hún sver og sárt við leggur
að hún hafi aldrei sagt þetta, og
hún segist geta myrt þann slúður-
dálkahöfund sem kom þessari sögu
á kreik.
Það er nú eiginlega synd að eng-
inn fótur skuli vera fyrir þessu,
þetta hefðu verið skemmtileg og
eðlileg tilsvör frá þeirri konu sem
skapaði Hercule Poirot.... ☆
Þannig dó doktor...
Framhald af bls. 17
niður, dró það dilk á eftir sér
fyrir Erdstein. Hin fasísku yfir-
völd lands hans voru ekkert hrif-
in af einkaframtaki hans í málinu
og höfðu í hyggju að setja hann
inn fyrir vikið. Hann slapp þó
úr landi og er nú í Bretlandi.
Þar lýsti hann vígi Mengeles á
hendur sér og hefur látið hafa
eftir sér sitthvað fleira um nas-
íska flóttamenn í Suður-Amer.
íku. Meðal annars fullyrðir hann
að sá margumtalaði Bormann búi
djúpt inni í frumskógum Para-
gvæ, hafi þar um sig marglt
manna og ströng varðhöld. Þessi
fyrrvgrandi staðgengill Hitlers
kvað nú mjög farinn að heilsu,
en síður en svo þrotinn að and-
legum kröftum. Hann er sagð-
ur lifa í þeirri trú að end-
urreisn heimsveldis nasista —
stofnun fjórða ríkisins - sé að-
eins tímaspursmál. Hann er ör-
uggari en í fljótu bragði mætti
virðast því að í Suður-Ameríku
eru nasistar ekkert sérstaklega
ill séðir. Þar er margt Þjóðverja,
og Erdstein fullyrðir að margir
þeirra séu heittrúaðir nasistar og
enn fleiri hafi meiri eða minni
samúð með stefnunni.
Hann er sannfærður um að kúl-
urnar, sem hittu Mengele á Para-
ná-fljóti, hafi orðið honum að
bana en auðvitað verður það ekki
fullkomlega sannað. Mörgum
þeim, sem um sárt eiga að binda
af völdum þessa ómennis mun ef
til vill finnast að hann hafi slopp-
ið fullvel með að hljóta svo auð-
veldan dauðdaga. Þeir sem á
annað líf trúa hugga sig þá
kannski við að örlög Auschwits-
læknisins og hans líka hinum-
megin verði eitthvað á þá leið
sem í vísunni segir:
Óskapnaðar út í rið
öndin nam sér steypa,
því sjálft helvíti velgdi við
vofu slíka að gleypa.
dþ.
Hvers vegna ekki....
Framhald af bls. 13
þessa er lagið „Pinball Wizard“.
Það er hálf flatneskjulegt í mono,
en þannig heyrum við það í út-
varpinu.
Forráðamenn plötufyrirtækis-
ins „Island Records“ eru sama
sinnis og þeir hjá „Track Re-
cords“.
— Áður en langt um líður
verða allar plötur, sem við gef-
um út, í stereo, en þannig úr
garði gerðar, að þær bíða ekki
tjón, þótt spilaðar séu á plötuspil-
urum, sem ætlaðir eru fyrir mono
plötur. Á síðasta ári gáfum við
út tveggja laga plötu í stereo með
Dave Mason. Þetta gaf svo góða
raun, að við höfum ákveðið að
halda áfram á sömu braut.
Þess má geta, að ein stærsta
útvarpsstöð í Þýzkalandi hefur
þegar hafið útsendingar í stereo.
Gert er ráð fyrir, að allar út-
varpsstöðvar þar í landi muni út-
varpa í stereo, áður en þetta ár
er úti. Það gefur því auga leið,
að allar hljómplötur þar í landi
munu verða gefnar út i stereo,
hvort heldur þær eru tólf eða
tveggja laga.
☆
_ E-ég er ekki húsbóndinn, ég
er að spyrja um hann!
36 VIKAN 27 tbl-