Vikan - 03.07.1969, Qupperneq 47
„Hann hlýtur að vera hér í ná-
grenninu ennþá,“ sagði lögreglu-
maðurinn. „Það er einkennilegt
að hann skyldi leggja bílnum hér.
Hann virðist leyfa sér sitt af
hverju. Hann hefði átt að leggja
bílnum úti á götunni.“
„Sjálfsagt fer hann héðan
bráðum,“ sagði Mona. „Var það
.... er það eitthvað sérstakt?"
„Gæti ég kannski fengið vatns-
sopa, frú Rope?“
„Hva.... ha, jú auðvitað.“
Hún fór með hann inn í eldhús,
hissa á þessari bón, og lét renna
í glas handa honum. Hann drakk,
þakkaði henni fyrir og gekk svo
út um aðaldyrnar. Hann leit enn
einu sinni á bílinn á afleggjar-
anum. „Viljið þér kannski að ég
hafi upp á þessum sölumanni og
láti hann færa bílinn?“
„Nei,“ sagði Mona, og henni
leið eins og hún væri að springa.
„Nei .... það er .... allt í lagi
þótt hann sé þarna.“
„Jæja þá. Góða nótt, Frú Rope.
Við sjáumst fljótt aftur.“
„Góða nótt, liðþjálfi."
Hún sá hann ganga að bílnum
á afleggjaranum. Hann lauk upp
dyrunum, leit á skrásetningar-
skírteini bílsins, fór síðan út á
götuna og horfði til beggja handa.
Loks steig hann inn í svartan
fólksbíl og ók á brott.
Hún átti aðeins um eitt að
velja. Hún varð að aka á brott
frá húsinu. Ef liðþjálfinn væri
einhversstaðar á höttunum eftir
manninum, myndi hann ekki
veita henni eftirför. Hann yrði
kyrr og hefði auga með bílnum
á afleggjaranum. Jæja, hennar
vegna mátti hann bíða alla nótt-
ina. Bíllinn frá leigunni yrði auð-
vitað ekki færður, og á morgun
myndi hún halda fast við fram-
burð sinn. Sölumaður hafði lagt
á afleggjaranum hjá henni, sölu-
maður hafði kvatt dyra hjá henni
hún hafði vísað sölumanninum á
bug; hún hafði gert ráð fyrir að
hann hefði ætlað að kveðja dyra
hjá nábúunum, en hversvegna
hann hafði ekki náð í bílinn vissi
hún ekki.
Mona bakkaði blæjubílnum út
úr skúrnum, komst framhjá bíln-
um á afleggjaranum með því að
bakka yfir garðinn og var komin
götuna á enda þegar svartur
fólksbíll mjakaði sér í veg fyrir
hana og neyddi hana til að
hemla.
Banks lögregluliðþjálfi kom til
hennar að opnum glugganum.
„Hvar er vinur yðar, frú Rope?“
spurði hann, andlit hans hart sem
steinn.
Hún hélt sér af alefli í stýris-
hjólið. „Liðþjálfi.... þér .... ég
veit ekki við hvað þér eigið.“
„Það er sölumannslaust með
öllu hér í nágrenninu, frú Rope.
Og bíllinn á afleggjaranum hjá
yður er frá bílaleigu. Ég hygg að
maður hafi verið falinn í húsinu
hjá yður. Framhjáhald er ekki
stundað af karlmönnum ein-
göngu, eins og þér kannski vit-
ið. Er það hugsanlegt að þér
hafið haft elskhuga um langt
skeið? Er ef til vill einnig hugs-
anlegt, að þér og elskhugi yðar
hafið bruggað eiginmanni yðar
banaráð? Er hugsanlegt að elsk-
hugi yðar hafi komið þeirri fyrir-
ætlun í framkvæmd? Þessar
spurningar liggja mér mjög á
hjarta, frú Rope.“
„Liðþjálfi," sagði hún með
andköfum, „þér ofbjóðið mér al-
veg! Ég get hringt í yfirmann yð-
ar! Ég get......“
„Já, frú Rope,“ tók hann fram
í, „það getið þér gert. Þér skuluð
hringja í Poling lautinant og
segja honum ....“
„Ó, liðþjálfi, þetta er hrein
fjarstæða!" Hún kom út úr bíln-
um.
„Verið svo góðar að lána mér
bíllyklana yðar.“
„Hvað þá?“ hrein Mona tryll-
ingslega uppyfir sig.
Banks liðþjálfi virti blæjubíl-
inn fyrir sér sem vandlegast, og
hjarta Monu barðist ákaft. Skyldi
leka blóð úr farangurshólfinu?
Hún mundi ekki til þess að Fred
Taylor hefði blætt....
„Lyklana, frú Rope.“ Banks
liðþjálfi rétti út hönd með opn-
um lófa og beið.
Mona vissi ekki hvað til bragðs
skyldi taka. Hún hristi höfuðið.
„É'g .... ég skil ekki ....“
„Það er hugsanlegt að þér sé-
uð að lauma vini yðar frá hús-
inu,“ sagði hann. „Hann gæti
verið í felum í hólfinu. Síðar
gæti hann komið eftir bílnum.“
Mona veinaði og tók á sprett,
en Banks var snar í snúningum.
Hann náði taki á úlnlið hennar,
skellti henni upp að bílnum og
hélt henni þar með þunga sínum.
Síðan rétti hann lausu höndina
inn um opinn gluggann, rykkti
lyklinum út úr kveikilásnum og
dró Monu með sér aftur fyrir
bílinn. Hann fann lykilinn að
hólfinu og stakk honum í skrána.
Hann bölvaði þegar lokið
hrökk upp, en Mona féll saman
á götuna.
☆
Orion og Sigrún
Framhald af bls. 12
ney) við texta Eysteins Jónasson-
ar, bassaleikara hljómsveitarinn-
ar, og „Litla lagið“ (La-la song,
upphaflega flutt af Cliff Rich-
ard). Ómar Ragnarsson hefur
gert ágætan texta við „Litla lag-
ig“, texta sem er um nákvæm-
lega ekki neitt eða eins og segir
á einum stað: er „ekki baun í
bala“. Frumtextinn er í sama
andanum, og því skal Ómari ekki
legið á hálsi fyrir andleysi! f
þessu lagi tekur barnakór mjög
hressilega undir með Sigrúnu í
viðlaginu.
Auk ofangreindra laga eru tvö
til viðbótar flutt af hljómsveit-
inni að viðbættu aðstoðarliði með
diverse hljóðfæri: Stef úr kvik-
myndinni „The Family Way“ eft-
ir Paul McCarteny og „Þriðji
maðurinn" (Harry Lime Þemaið).
Lögin eru vel útfærð og flutt en
tæpast líkleg til vinsælda.
Hljóðritun annaðist Pétur
Steingrímsson og hefur honum
oft tekizt betur upp. *
27. tbi. VIKAN 47