Vikan


Vikan - 25.09.1969, Side 36

Vikan - 25.09.1969, Side 36
Hún er níu ára lifandi gyðja Framhald af bls. 19. Auga Búdda á enninu Leiðsögumaður okkar var mjög taugaóstyrkur: — Ef þið brjótið þessi óskrifuðu lög, eigið þið á hættu að lenda í fangelsi. Eða þá að myndavélin verður eyðilögð og þið kaghýdd af trúarofstækismönn- um. . . . Ég bað um leyfi til að hitta Ku- mari í helgidómnum, en fékk nei- kvætt svar: — Kumari er gyðja, — þér eruð ekkert. Kumari getur ekki yfirgefið helgidóminn, og þér getið ekki fengið leyfi til að fara þangað. Við gáfum prestinum tíu rúpíur, (tæpar 100 krónur) og andartaki síðar kom Kumari fram í glugga á annarri hæð, í fylgd með systrum sínum. Konan mín faldi sig bak við súlu, og tók þaðan myndir. Hún kom ekki til mín fyrr en hún hafði falið myndavélina. Kumari var að venju klædd purp- urarauðum fatnaði, mjög mikið máluð í andliti, svört augnastrik náðu alveg út að gagnaugum. Enn- ið var rauðmálað, með gulbláu auga upp af nefinu. Það var hið alsjáandi auga Búdda. Hún leit á okkur, eins og af skyldurækni, en var sýnilega viðutan; brosti angur- blitt og veifaði hendinni í kveðju- skyni. — En hve hún er dásamlega fög- ur, sagði konan mín. Og það var sannarlega rétt. Kumari var undur- samlega fögur. En þetta var ekki barnsandlit, hún leit út fyrir að vera 13 til 14 ára. Ég rétti poka með japönskum karamellum að bróður hennar, og sagði honum að færa hann systur sinni. Mig langaði mest til að kasta pokanum upp til hennar, en ég þorði ekki að gera það. Að öllum líkindum fengi hún ekki karamell- urnar. Gyðja borðar ekki sælgæti, og prestarnir hafa gát á því að hún verði ekki fyrir freistingum. Ef allt gengur vel fyrir Kumari sem nú er, þá á hún eftir þrjú eða fjögur ár sem gyðja. Þegar hún fær sínar fyrstu blæðingar, er heilag- leikinn úr sögunni. Hinn guðdóm- legi kraftur yfirgefur hana, þegar hún missir blóð. Þá er hún og fjöl- skylda hennar burtræk úr muster- inu, og ný Kumari verður valin. Það hefur komið fyrir að Ku- mari hefur þurft að yfirgefa must- erið fyrir venjulegan tíma. Það get- ur komið fyrir að hún meiði sig, — detti og rispi sig, þótt hennar um- hverfi sé vel bólstrað. Fólk forSast þær eins og drepsótt Þegar Kumari yfirgefur musterið fær hún 500 rúpíur (tæplega 5000 krónur). Það er töluverður pening- ur í Nepal, en ekki nægilega til að tryggja framtíðina. Sú stúlka sem hefur verið Kumari á mjög erfitt uppdráttar. Menn forðast hana, eins og hún sé haldin drepsótt. Hvaða maður vill kvænast gyðju, jafnvel þótt langt sé um liðið? Fjölskyldan snýr baki við henni, hún hefur enga menntun, það er gott ef hún kann að lesa, og þess vegna leiðast þessar stúlkur oft út í vændi. Aðeins ein þeirra stúlkna, sem einu sinni var Kumari, hefur gift sig. Við fundum hana í kofaræfli ( fátækrahverfi Katmandu, og báðum hana að segja okkur frá árunum í musterinu. Hún var eins og hræddur fugl, faldi sig bak við eiginmanninn og börnin tvö. Hann sagði: — Þið meg- ið ekki minna hana á fortíðina. Það getur engin Kumari gleymt því að hún var einu sinni gyðja. Þær ótt- ast allar hefnd guðanna. Singer verksmiSjurnar leitasf stöSugt viS aS bjóSa betri kjör og nýjungar. Einu sinni enn bjóSum viS vélar undir kjör- orSinu „Singer er spori framar". MeS Singer Golden Panoramic fylgir nú saumastóll og meS Singer 677 getiS þér saumdS sjólfkrafa 8 gerSir hnappagata. Singer Golden Panoramic gefur gullna möguleika, meSal annarra kosta: hallandi nól, frjóls armur, lórétt spóla fyrir framan nólina, sjólfvirkur nólarÞræðari, ósýni- legur faldsaumur, teygjanlegur faldsaumur, keðjuspor, „overlokspor", tveir ganghraSar, 5 ára ábyrgð, 6 tíma kennsla innifalin, auk Þess sem hún vinnur sjálfkrafa, allt frá Þræðingu upp í 8 gerðir hnappagata. Með Singer Golden Panoramic fylgir sem nýjung, saumastóll. Singer 237 er ódýrasta Singer vélin. Zig Zag vél í fösku, saumar beinan saum aftur á bak og áfram. Saumar rennilás, festir tölur, faldar, rykkir, fellir og gerir hnappagöt. Verð kr. 11.275,— Singer 670, Zig Zag vél saumar nú sjálfkrafa allt frá Þræðingu upp í 8 gerðir hnappagata. Allir, sem eiga gamla saumavél,tegund skiptir ekki móli,geta nú látið hana sem •greiðslu við kaup á nýrri Singer.Kaupum gömlu vélina á allt að 7.000.—kr. Singer sölu- og sýningarstaðir: Liverpool Laugavegi, Gefjun Iðunn Austurstræti, Rafbúð S(S Ármúla 3, Kaupfélag Borgfirðinga, Kaupfélag (sfirðinga, Kaupfélag Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga.Kaupfélag Eyfirðinga, Kaupfélag Þingeyinga, Kaup- félag Héraðsbúa, Kaupfélag Skaftfellinga,Kaupfélag Rangæinga, Kaupfélag Árnesinga, Kaupfélag Suðurnesja, Kaupfélag Hafnfirðinga. 36 VIKAN 39- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.