Vikan


Vikan - 25.09.1969, Side 41

Vikan - 25.09.1969, Side 41
ir þú að fara að koma þér í rúm- ið. Vertu nú skynsöm, svo þú verðir ekki grútsyfjuð á morgun. — Jæja þá, sagði Vibeke fýlu- lega. — En ég er að skrifa í dag- bókina mína. Ég er átta dögum eftir tímanum. — Átta dögum! Þú verður að bíða með það til morguns. — Ó, mamma, þetta tekur að- eins nokkur augnablik. Ég hefi ekkert sérstakt að skrifa. Þetta hefir verið svo venjuleg vika. — Venjuleg vika! Aðeins venjuleg vika! hugsaði frú Hjort. — Lítur hún þannig á þetta? Jú, auðvitað, í hennar augum .... Og allt í einu fannst henni að vikan, sem var nýliðin, svo örlítið brot af lífi þeirra beggja, hefði slitnað úr samhengi, eins og á- þreyfanlegur hlutur, svifi nú í loftinu, og að þær skoðuðu hann, hvor frá sinni hlið.... Það er þetta sem gerir allt svo erfitt, í þessu lá hættan, hugs- aði hún. Ef ég gæti þess nú, að við fjarlægjumst ekki hvor aðra, hefi gát á því sem sameinar okk- ur, og því sem aðskilur okkur, munum við eflaust vera færar um að víkka sjónmálið, líta á hlutina frá báðum hliðum. Hún brosti til dóttur sinnar og sagði: — Já, það er rétt hjá þér, vina mín. Þetta hefir vejrið ósköp venjuleg vika.... ☆ Kvöldið fyrir brúðkaupið Framhald af bls. 21 Klukkan var sex að kvöldi. Birtu var tekið að bregða og úti á götunum kviknaði á ljósastaur- um og auglýsingaskiltum. — Það þýðir þó ekki, að þeir liggi ekki undir grun, hélt hann áfram. — Hver þeirra getur haft einhvern í vitorði með sér, sem sér um viðskiptin við ungfrú Rogers. Hann gekk að gríðarlega stækkaðri loftmynd af gatnamót- um Fimmta strætis og Cranston. — Ungfrú Rogers leggur biln- um hér og bíður eftir fyrirmæl- um. Við verðum með fimm hreyfanlegar einingar á þessum stöðum. Hann benti með priki á stað- ina, og stöðvaði það síðan á ákveðnum bletti: — Og hér verður ein eining enn, sem á að reyna að finna á hvaða rás maðurinn sendir, og síðan hvort mögulegt er að miða hann út. Sé hann á fæti, er það vitaskuld mjög illgerlegt. Þar að auki ber að skýra frá því, að okkur hefur ekki lukkazt að fá unnusta ungfrú Rogers, Frank Mitchell, til að halda sig fjarri staðnum. Við höfum myndir af honum. Hann rétti Barney bunka af myndum til að dreifa um salinn. — Skjöti hann upp kollinum, hafið þá hendur í hári hans og sjáið til þess, að hann verði ekki fyrir þar til þessu líkur. Hann reyndi að núa þreytuna úr augunum. Vinnudagurinn hafði verið langur. Hann fann, að hann átti ekki að leggja í fyrir- tæki sem þetta, eins og komið var fyrir honum. Lúinn gat haft sljóvgandi áhrif á dómgreind hans. Hann hélt áfram: — Helzta markmið okkar, og það mikil- vægasta, er að vernda líf ung- frú Rogers. Við ættum að geta myndað um hana öryggishring "\ NÝTT! HRÍFANDI * NÝTT! Jane H ELIEN'S „NYSILVER“ varalitir: 101 Ettan 102 Tvaan 103 Trean 104 Fyran Einhver þessara giæsilegu varalita mun hæfa ySur: 59 CARNABY 60 WHITE PEARL 61 COME ON BOYS 62 SUNNY & SHEER 63 FIFTY-FIFTY 64 CHELSEA ROSE 65 TWIGGY BROWN 66 GO-ON HONEY 67 TOP ZOOM 68 LAST CHANGE 69 KISS ME CLYDE 70 TENDER TRAP 71 HYPNOTIC PINK 72 GIPSY GOLD 73 BIBA GOLD * AÐEINS RR.: 92.- Einnig fyrirliggjandi: NýrJane Hellen „Eye Shadow“ 5 BLUE 7 TURKOS 18 WHITE 19 GOLDBEIGE 20 OLIVE JANE’S EYE SHADOW STICKS: Blue, Turkos, Guld, Argent Blue, Argent Green. JANE’S Cake Eve Liner: Black, Blk-brown, Grey. JANE’S Make up í túbu: Attitude, Fashion, Success. Cace Mascara. HIÐ BEZTA FYRIR HÁR YÐAR .... Jane’s Shampoo Blondering Jane’s Blonde Tone Jane’s London Set Jane’s London Gel Jane’s Hair Balsam. „JANE HELLEN“ er systurfyrirtæki „PIERRE ROBERT" Það tryggir gæðin. ISLENZK- cAm&riókci p Kirkjuhvoli. Pósthólf 129, Reykjavík. Sími 22080. V 39. tw. VIKAN 41

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.