Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 10
„Þeir ræna landi okkar,“ öskra frumbyggjar Alaska, Eskimóarnir, æSislega, fyrir framan aðsetur stjórnarinnar í Abchorage. Þeir eru óðir yfir því að ríkið hefur selt undan þeim landið, — selt það steinríkum auðkýfingum. Stjórnin í Washington seldi olíunámuréttindin í Alaska fyrir 900 milljónir dollara... Sérfræðingar segja að þess- ar olíulindir, þarna undir ísnum, séu að minnsta kosti eins auðugar og olíulindirnar í Austurlöndum nær. Einn þeirra sem keyptu var Jean Paul Getty ... Illllliil „Manhattan“ er búið öllum hugsanlegum hjálpartækjum, til að brjót- ast gegnum ísinn. Skipið er 330 metrar á lengd og byrðingurinn allur ísvarinn. -Jp- sviði var hann heppnari held- ur en með eiginkonur, að minnsta kosti hefir houum haldizt betur á auðæfunum. Það er sagt að í dag eigi hann að minnsta kosti fjóra mill- jarða dollara. Þótt hann sé svona ríkur, er hann samt mjög sparsamur, jafnvel smá- sálarlegur en gefur þó venju- lega árlega um milljón dollara til góðgerðastarfsemi. Þessi furðulegi olíukóngur talar arabisku, spænsku, grískju, ítölsku, frönsku og þýzku, fyrir utan enskuna, og hann býr í höll sinni Sutt- on Place í Englandi. Þaðan stjórnar hann hinum voldugu fyrirtækjum sínum, og er enn- ])á í fullu fjöri, þótt hann sé orðinn 76 ára. Síðasta stórbrask hans var þegar hann keypti borunar- rétt í olíuparadísinni í Alaska fyrir 72 milljónir dollara, í félagi við Amerada Hess Corporation. Það var ekki vel spáð fyrir ])essu tiltæki, að bora eftir olíu gegnum ís- inn, en nú gefur það daglega 1500 til 2000 tonn af „brúna gu]linu“, olíunni. Það er í raun og veru að- eins eitt vandamál í sambandi við jtessar olíunámur, og það eru flutningarnir, hvernig hægt sé að koma olíunni á markaðinn fyrir sem minnst fé. Styzta leiðin frá Alaska að austurströnd Bandaríkj- anna liggur vfir hinn eilífa ís Norðurpólsins. Það er sú leið sem Roald Amundsen fann og varð frægur fyrir, norð-vestur leiðin frá Atlants- hafi að Kyrrahafi. Það varð úr að þrjú olíufélög keyptu í sameiningu risatankskipið Manhattan, sem er 115.000 tonn og kostaði 39 milljónir dollara. Þetta skip er búið

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.