Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 46
STENTOFON STENTOFON kallkerfin fyrir skrifstofur og verksmiöjur. * Látiö STENTOFON kallkerfiö létta yöur störfin. Með STENTOFON kallkerfinu getur einn talað við alla og allir viö einn. Spariö tíma - Sparið sporin — Sparið peninga. * STENTOFON gerir allt þetta fyrir yöur. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar hjá STENTAFON umboðinu. Gtorg Ámundason 8 co. Sími 81180 — Box 698 — Reykjavík Úrval Kemur út mánaðarlega Gerizt áskrifendur ert út úr austurríska erfðastríð- inu, og sjö ára stríðinu við Breta og Prússa lauk með hroðalegum óförum. Frakkar misstu ítök sín í Indlandi og Kanada og her þeirra varð að athlægi í saman- burðinum við prússneska herinn og jafnvel þann austurríska. Hinsvegar skorti madömu Pompadour ekki góðar hliðar. Hún hafði prýðisgott vit á listum og varð mikill verndari þeirra. Hún lét arkitekta og listmálara landsins hafa nóg að gera, til dæmis við byggingu hallarinnar Bellevue, sem kostaði tvær og hálfa milljón livres. Og ekki setti hún skáldin hjá. Hún ráðlagði ástmanni sínum: Farðu vel með bókmenntamennina. Það voru þeir sem gáfu Lúðvík fjórtánda auknafnið hinn mikli. En áhugi hennar á bókmenntum var ekki eingöngu af hagsmunaástæðum. — Hún var, þegar allt kom til alls, ein af oss, sagði Voltaire, sem átti henni mikið upp að unna. Vandi fylgir vegsemd hverri, og fjarri fór því að líf mark- greiffrúar de Pompadour væri neinn dans á rósum. Hún varð stöðugt að vera á verði gagnvart samsærum óvina sinna og jafn- framt varð hún eilíflega að sýn- ast í góðu skapi og full af nýjum bröndurum og hugmyndum, þeg- ar konungur var nærri. Um síðir varð henni þetta hlutverk of- raun: heilsan bilaði. Konan sem stjórnaði Frakklandi (Friðrik mikli Prússakóngur kallaði sjö ára styrjöldina stríð sitt við pils- in þrjú, og átti þar mið maddömu Pompadour, Maríu Teresíu Aust- urríkisdrottningu og Elísabetu Rússadrottningu) varð fárveik og hóstaði blóði, líklega voru það berklar. Henni varð um megn að gegna hlutverki sínu sem ást- mær konungs, en ekki er að sjá að það hafi dregið úr áhrifavaldi hennar yfir honum. Þar sem hún vissi fullvel að Lúðvík hennar gat ekki kvenmannslaus verið, útvegaði hún honum góðfúslega „minni háttar“ stúlkukindur til fylgilags, svo að notað sé orða- lag sænska ambassarodsins í Par- ís, viðhaft í sendibréfi. Kóngur hitti stúlkur þessar í garðhúsi nokkru, sem sérstaklega var byggt fyrir þessi afnot. Telpurn- ar höfðu óljósa hugmynd um hver herramaður sá var er þær voru ráðnar til að þóknast, en sumum þeirra var sagt að hann væri pólskur aðalsmaður í út- legð. Þeim mátti standa á sama, því að þær fengu greiðann svo ríflega borgaðan að það dugði þeim sem heimanmundur til góðrar giftingar. En samband konungs og de Pompadour var raunar jafn náið og fyrr; þau hittust ekki sjaldnar en þrisvar til fjórum sinnum í viku og hann bar undir hana öll helztu vanda- mál sín og ríkisins. í afskiptum sínum af stjórn- málum, einkum utanríkismálum, Verkir, þreyta í baki ? DOSI bcltin hafa eytt þrautum margra. Reynið þau. Remedia h.f IAUFÁSVEGI 12 - Siml 16510 sýndi de Pompadour oft meiri klókindi en flestir höfðu trúað henni til. Hún var nógu framsýn til að hafa andstyggð á Prússum og sérstaklega Friðriki mikla, sem hún kallaði „Attilu norð- ursins“ og lagði áherzlu á að honum yrði að koma á kné. Hins- vegar reyndi hún að bæta sam- búðina við Breta og Austurrík- ismenn. Árið 1758 varð hertoginn af Choiseul mestur áhrifamaður í frönskum stjórnmálum, og upp úr því dró smátt og smátt úr völdum de Pompadour, þótt hún nyti mikillar virðingar allt til dauðadags. 1764 er dánarár þessarar fræg- ustu hjákonu sögunnar, konunn- ar sem öðrum fremur er minnst þegar viðhaft er orð Frakka yfir þessa stétt, maitresse. Lík henn- ar var flutt frá Versölum til Par- ísar, þar sem það var jarðsett. Þá var illviðri, ausandi regn og rok, sem slökkti á blysunum er borin voru með kistunni. Lúðvík konungur fimmtándi stóð úti á svölum og horfði á líkfylgdina. Nærstaddir sáu tár streyma nið- ur kinnar hans, og svo virtist sem hann tæki ekki eftir illviðr- inu. Þessi lífsleiði einvaldur var að kveðja konu, sem verið hafði hægri hönd hans og eini vinur í tuttugu ár. dþ. — Þið verðið að hlaupa þrjá hringi, það er sprungið hjá mér! 46 VIKAN 48- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.