Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 8
LAUGAVEGI 59 SÍMI 18478 llrval EINA TfMARITIÐ SINNAR TEGUNDAR HER Á LANDI Bókin í nóvemberheíti Úrvals er óvenju skemmtileg. Hún heitir „Skjótið honum ekki á loft — ég á hann“ og er um að ræða frásögn eiginkonu starfsmanns geimrannsóknarstofnun- ar Bandaríkjanna af sambúðinni við mann sinu. Þarna kynnumst við þeirri hlið geimævintýris- ins mikla, sem snýr að heimili, eiginkonu og börunm. Það er kannski hversdagslegasta hlið- in, en áreiðanlega sú skemmtilegasta. MIG DREYMDI Hjólalausa flugvélin Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig einkennilegan draum, sem mig dreymdi fyrir nokkru. Hann er talsvert langur og svolítið flókinn, en ég vona að þú þreytist ekki á að lesa hann og ráðir hann fyrir mig, en fleyg- ir honum ekki samstundis í ruslakörfuna. Áður en ég hef frásögnina vil ég taka fram, að ég hef ekki flugpróf og hef aldrei haft neinn áhuga á flugi. Eg hef víst ekki nema þrisvar sinnum á ævinni stigið upp í flugvél. Mig dreymdi, að ég var að flækjast út á Keflavíkurflugvelli. Ég hafði laumast framhjá verð- inum við hliðið og hlaupið lengi í náttmyrkri- Mér var ekki ljóst, hversvegna ég var að þessu, en mér fannst ég verða að gera þetta einhverra hluta vegna. Mér leið illa, því að ég vissi, að vopn- aðir verðir hlytu að' vera víða innan vallarins og því afar senni- legt, að ég yrði tekinn fastur og settur í fangelsi fyrir tiltækið. En þetta var nú bara byrjunin, því að ég átti ákveðið erindi inn á völlinn, að mér fannst. Eg ætl- aði mér að stela flugvél og fljúga síðan til útlanda. Ég hafði engar áhyggjur af því. að ég gæti ekki flogið vélinni. „Þetta er enginn vandi,“ hugs- aði ég með mér. „Ég hlýt að geta þetta eins og allir aðrir. Þetta er ekki meira en að keyra bíl“. Þarna stóð ég í myrkrinu og var að hugsa þetta og var tals- vert hræddur. Eg var með ákaf- an hjartslátt, en ekkert gat samt hindrað það, að ég reyndi að stela flugvélinni og komast af landi brott. í sama bili kemur til mín her- maður og verð ég þá heldur en ekki hræddur. En svo undarlega bregður við, að hann er hinn vin- gjarnlegasti við mig, býður mér gott kvöld og spyr mig, hvort hann geti ekki aðstoðað mig eitt- hvað. Ég svara því neitandi og segist geta bjargað mér sjálfur. En þá tekur hann upp úr vasa sínum bréfmiða, sem á er letrað eftir- farandi: „Þetta tekst aðeins með minni hjálp. Mér hefur verið falið að sjá um, að áform þín heppnist “ Síðan leiddi hann mig að stórri herflugvél- Við hlupum að hurð- inni. Hún var opin og við brugð- um okkur inn í logandi hvelli. Tvö sæti voru fremst í flugvél- inni. Mér fannst hún vera gríð- arlega stór, en annars man ég lítið hvernig hún leit út að innan. Hjálparmaður minn settist í ann- að sætið, en ég í hitt. „Þú verður að fljúga,“ sagði hann. „Ég kann það ekki.“ Ég setti hreyflana í ganga, og fyrr en varði var flugvélin kom- in á loft. Þegar við höfðum flogið góða stund, segi ég við hjálparmann minn: „Hvert eigum við að fara? Og hvar eigum við að lenda?‘“ Hann glottir og svarar illgirn- islega: „Þessari flugvél getur enginn lent. Það vantar á hana hjólin!“ Mér þótti þetta kynlegt svar og spurði hann á móti, hvers vegna hann hefði komið til mín og viljað taka þátt í þessu ævin- týri mínu. Þá fór hann að skellihlæja, og ég heyrði hann segja slitrótt milli hláturkviðanna: „Þér er nær! Þú stóðst ekki freistinguna, og það verður þér að falli. En það er allt í lagi með mig. Ég er nefnilega með fallhlíf á bakinu.“ Lengri varð draumurinn ekki. En ég hef mikið hugsað um hann og miklu meira en aðra drauma, sem mig hefur dreymt. Álítur þú, kæri draumspekingur, að hann tákni eitthvað eða eru þetta að- eins hugarórar og tómt rugl? Eg vona, að þú svarir mér sem allra fyrst- Með kveðju, H.D. Þetta er nokkuð skemmtilegur draumur og býsna vel sagður. Hann er með köflum eins og Dýrlingurinn eða Harðjaxlinn í sjónvarpinu. Kannski þig hafi dreymt þetta eftir að þú hafðir horft á einhvern slíkan þátt? Ef hann táknar nokkuð, þá mundi það helzt vera áform, sem þú gerir, en er of djarft og hættu- legt til þess að það takist vel. Þú skalt því til öryggis varast að leggja út í nein ævintýri á næst- unni. En ef þig dreymir oft svona skemmtilega drauma, ætt- irðu að skrifa okkur oftar. Þú hefur góða frásagnargáfu og ert ágætlega ritfær, en það verður því miður ekki sagt um alla þá, sem senda okkur frásagnir af draumum sínum. 8 VIKAN 48. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.