Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 16
farnir að byggja þessar skemmur þarna niður frá,“ segir Þuríður. „Það er eins og hvergi sé hægt að setja skemmur og verksmiðjur nema á fallegustu staðina í bænum.... Æ, erum við ekki komin út fyrir efnið? Já, svo kom ég fram stuttu seinna á Skemmtun unga fólksins í Austurbæjarbíói, og leið hræðilega. Mér finnst alveg hræðilegt að syngja á hljómleikum, þar sem allir sitja og láta ekkert á sér hæra. Það er allt öðruvísi að syngja á dansleikjum, þar sem alltaf er einhver hreyf- ing. Mér gekk nú samt ágæt- lega á þessari skemmtun, og stuttu síðar var mér boðið að syngja inn á plötu með Lúdó-sextett Þar var Guð- laugur Bergmann aftur að verki; hann var umboðsmað- ur fyrir hljómsveitina þá, og vildi endilega koma mér á framfæri. Svo ég söng eitt lag þarna inn á plötuna, sem var fjögurra laga. Þá fannst mér hörmulegt að heyra i sjálfri mér í út- I>aS er ekki laust við að þetta | portrait af Þurxði minni mann ör- lítið á Julie Christie. Jú, stundum iangar mig að ciga kvöldin og næturnar fyrir mig sjálfa. í horninu er ævaforn Búddisk stytta: Hönd Guðs. varpi og á plötu, og finnst enn; vil helzt ekki hlusta á það. Reyni að leiða það hjá mér ef ég mögulega get.“ Eins og áður er sagt, hef- ur frekar lítið borið á Þur- iði undanfarin ár. . . . „Það er vegna þess, að ég hef alltaf verið á sama stað, og því ekki náð til nema ákaflega takmarkaðs hóps. Jú, að vísu hef ég sungið inn á þrjár plötur, en það er aldrei eins lifandi. Ég hef svo sem fengið HetOMi at aO Pára áblat tilhoð um að koma í hinar og þessar hljómsveitir, það er að segja hljómsveitir sem eru meira með músik fyrir unga fóllcið, en mér líkar hara svo vel á Röðli og með hljómsveit Magnúsar Ingi- marssonar, að ég sé ekki beina ástæðu til að hætta. Ég er nú húin að vera með honum i tvö ár, og hef ekki yfir neinu að kvarta. Þetta er skemmtilegt starf — en ég get ekki neitað því, að það kemur fyrir að mig 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.