Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 20
Byrði stórveldisins er þung.
Þótt flestar þjóðir sem einhvern-
tíma hafa axlað þá byrði minn-
ist stórveldistíðarinnar sem
dýrðlegasta tímabils sinnar sögu,
þá litu margir þeirra, sem lifðu
þau tímabil, öðruvísi á málin.
Einkenni mikilla stórvelda eru
oft köld stífni, hroki, hræsnisfull
siðavendni, skattpínsla, styrjald-
ir. Þessvegna hefur mörgum
þjóðum farið svo, að þegar þær
um síðir losnuðu við byrði stór-
veldisins, þá vörpuðu þær önd-
inni guðsfegnar og fóru að
skemmta sér. Tímar léttlyndis og
lausungar fylgja jafnan í kjölfar
stórveldistímabila. Bretland eftir
síðari heimsstyrjöld er að vissu
marki dæmi um þetta, svo og
Svíþjóð eftir dauða Karls tölfta;
þá var Bellman uppi. Og í Frakk-
landi sagði sama fyrirbrigði til
sín að Lúðvík fjórtánda liðnum.
Á tímum sólkonungsins í Ver-
sölum hafði vegur Frakklands
orðið meiri en nokkru sinni fyrr
eða síðar; sigrar Napóleons voru,
þegar allt kom til alls, aldrei
annað en örvæntingarfull tilraun
til að endurheimta fyrir Frakk-
land það, sem það þegar hafði
endanlega misst. En vegsemdin
varð þjóðinni þungur baggi. Al-
þýða manna var sárþjáð af
kvöðum og skattaálögum, sem
fóru til að standa straum að hirð-
dýrðinni í Versölum og lang-
vinnum og blóðugum landvinn-
ingastríðum sólkonungsins, sem
hann um síðir hafði lítið upp úr
nema skaðann og skömmina.
Þegar Lúðvík fjórtándi var allur,
mátti með sanni segja að Bretar
væru búnir að taka frumkvæðið
í heimspólitíkinni úr höndum
Frakka.
Frakkland var að vísu stór-
veldi áfram, en ekki jafn öflugt
og áður. Og fólkið fann til léttis,
ríkrar þarfar til að slappa af og
létta sér upp eftir alla þessa
þungu og tilgerðarlegu barok-
dýrð, sem einkennt hafði stjórn-
artíð Lúðvíks fjórtánda. Þar gekk
á undan með góðu fordæmi Fil-
ippus hertogi af Orléans, bróður-
sonur Lúðvíks, sem stýrði Frakk-
landi sem ríkisstjóri næstu árin
eftir lát föðurbróður síns, en
hinn nýji konungur, Lúðvík
fimmtándi, var þá ennþá ómynd-
ugur. Filippus þessi var næsta
ólíkur frænda sínum gamla, ær-
ingi og háðfugl sem hæddist að
trúarbrögðum og yfirleitt öllu,
sem bar svip af formfestu og
hátíðleik.
Árið 1723 varð Lúðvík fimm-
tándi myndugur, þá aðeins barn
að aldri. Sama ár hafði Filippus
hertogi orðið bráðkvaddur;
valdamesti maður ríkisins um
hríð varð nú forsætisráðherrann,
hertoginn af Bourbon, sonarson-
ur Condés, sem var einn beztu
hershöfðingja Lúðvíks fjórtánda.
Helzta afrek þessa hertoga var
að koma til leiðar hjónabandi
Madame de Pompadour í öllu sínu
veldi, er hún var einráð í rekkju
Frakkakonungs og þar með yfir
Frakklandi öllu.
k