Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 21
milli konungs, sem þá var aðeins
fimmtán ára að aldri, og Maríu
Leszczynsku, dóttur Stanislásar
þess Leszczynskis, sem Karl tólfti
hafði gert að kóngi í Póllandi,
eftir að hann hafði flæmt Ágúst
sterka af Saxlandi þar frá ríkj-
um. En það varð skammgóður
vermir fyrir Stanislás aumingj-
ann, því að eftir ósigur Karls í
Norðurlandaófriðnum mikla urðu
þau feðgin að flýja land, og
bjuggu nú við armóð á niður-
níddu landssetri í Elsass. Bónorð
sjálfs Frakkakonungs var þeim
auðvitað sem sending af himn-
um, en enginn var ánægðari en
Bourbonhertogi sjálfur. Hann
gerði ráð fyrir að þessi unga,
bláfátæka og landflótta drottning
yrði honum svo þakklát að hún
yrði þægt verkfæri hans í einu
og öllu, og ætti hann þá hægt
um hönd að stjórna konungi og
ríki í gegnum hana. Þetta mis-
heppnaðist þó, því að Lúðvík litli
komst fljótt að raun um fyrir-
ætlun hertogans og steypti hon-
um þá úr ráðherrastóli.
smátt tók konungur að láta meira
að sér kveða. Sjálfur hafði hann
þó mjög takmarkaða gleði af
völdunum og ábyrgðinni. Hann
var veikgeðja, taugaóstyrkur og
þunglyndur, og sannfærðist fljót-
lega um að hann væri enginn
maður til að stjórna ríkinu. Hann
tók sér þetta nærri, og frekar en
að drepast alveg niður úr von-
leysi og hugarvíli, brá hann á
það ráð að slá öllu saman upp í
kæruleysi, láta skyldur sínar við
land og þjóð lönd og leið og
ætla hverjum degi sina þján-
ingu. Varð þessi ráðabreytni til
að draga mjög úr vinsældum
konungs, sem framan af hafði
verið ofurvinsæll með þjóðinni
og af því lilefni auknefndur le
Bien-Aimé, hinn heittelskaði.
Framan af voru dýraveiðar að-
alskemmtun konungs, en þar
kom að hann fékk smekk fyrir
annarskonar bráð. Þótt sambúð
þeirra Maríu Leszczynsku væri
þolanleg framan af, allavega ekki
verri en svo að þau eignuðust
saman fjölda barna, þá var þar
AÐ RÍKJA í REKKJU
FR AKKAKONUN GS
VAR SAMA OG AÐ
DROTTNA YFIR FRAIvK-
LANDI ÖLLU — OG
ÞETTA TÓKST ÓFÁUM
FRÖNSKUM HEFÐAR-
KONUM UM LENGRI
EÐA SKEMMRI TÍMA.
EN ENGRILENGUR OG
BETUR EN MADAME DE
POMPADOUR, KONIJ
AF MIÐUR ÞOKKAÐRI
BORGAR AF J ÖLSKYLDU,
SEM ÁTTI HUG OG
HJARTA KONUNGS SÍNS
JAFNVEL LÖNGU
EFTIR AÐ HÚN HÆTTI
AÐ BYGGJA REKKJU
HANS.
DAGUR ÞORLEIFSSON
TÖK SAMAN
borginni. En að sjálfsögðu var
það ekki framhjáhaldið sjálft,
sem hneykslaði neinn, nema þá
kannski aumingja Maríu drottn-
ingu, sem var guðhrædd og hafði
andstyggð á léttúð og hundingja-
legum hugsunarhætti franska að-
alsins. Það hafði lengi verið mik-
ill siður franskra konunga að
hafa hjákonur, en til svo viður-
hlutamikilla hlutverka höfðu til
þessa aðeins valizt konur af aðli.
En því var ekki svo varið um
hina nýju maitressu.
Faðir hennar vann í banka og
hét Poisson, en það heiti hafa
Frakkar yfir fisk. Til að drýgja
tekjur sínar hafði hann gengið í
einhverja sjóði í ríkiseigu og orð-
ið að flýja land af þeim sökum.
Móðir Jeanne litlu Antoinette -
þau voru skírnarnöfn dótturinn-
ar — þótti svo mikil á ferðinni að
orð var á gert. Engu að síður
tókst þeim hjónakornunum að
veita dótturinni sæmilegt upp-
eldi. Telpukornið þótti þegar á
barnsaldri stórlaglegt, og ein-
hverntíma kvað móðir hennar
HJAKONA ALLRA ALDA
Konungsvald Lúðvíks var þó
takmarkað lengi framan af, og
eftir daga hertogans af Bourbon
var Fleury kardínáli lengi vold-
ugasti maður ríkisins. En smátt og
aldrei um mikinn kærleik að
ræða af konungs hálfu. María
var ekki úr hófi fögur, barneign-
irnar slitu henni snemma út, og
henni var mjög ósýnt um þá
bráðnauðsynlegu kvenlegu list að
bæta upp á það, sem náttúran
hafði gefið henni. Ofan á þetta
allt var hún sjö árum eldri en
eiginmaðurinn.
Það má Lúðvík eiga að hann
dró óvenjulengi að hafa með öðr-
um konum jafnframt drottning-
unni, allavega þegar miðað er
við hátterni franskra konunga
yfirleitt í þeim efnum. En þeg-
ar hann fór af stað, þá munaði
um það. Kvenhylli hafði hann
eins og bezt varð á kosið, því fyr-
ir utan þau hlunnindi sem hin
hátignarlega staða hans veitti, þá
var hann með afbrigðum fríður
sýnum og glæsilegur álitum; var
haft fyrir satt að hann væri feg-
ursti Frakki sem þá var uppi.
Framan af lét hann ekki neitt
verða sér við hendur fast lengi,
en þar kom að hann komst í
kynni við kvenmann, sem hafði
á hann slík áhrif að upp frá
því urðu honum engar konur
aðrar kærar, svo nokkru næmi.
Árið 1745 eða þar um bil var
kona að nafni Madame d'Etioles
orðin eitt helzta umræðuefni
manna í París. Kvenmaður þessi
hafði þá komizt í kynni við kon-
unginn og náð hylli hans svo
Jeannc Antoinette Poisson, síðar
markgreifafrú de Pompadour, þótti
óvenju falleg þegar á barnsaldri, og
á fullorðinsaldri þótti naumast nokkur
hennar jafni.
Hún vakti athygli konugns á sér í
fyrsta sinn með þvi að þeysa í veg
fyrir hann og hirðmcnn hans, er þeir
voru á dýraveiðum.
skjótt og algerlega, að naumast
þótti einleikið. Þótt undarlega
kunni að virðast í fljótu bragði
vakti þetta gífurlegu hneykslan
meðal heldra fólksins í höfuð-
hafa komizt svo að orði að hún
væri hverjum kóngi boðleg. Og
spákona ein sagði Jeanne litlu
eitt sinn að hún ætti eftir að
Framhald á bls. 45