Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 33

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 33
Fjarri heimsins giaumi Framhald af bls. 19 Hún varð að komast inn í hitann. En í dyrunum sneri hún sér við. — Þakka þér fyrir, Gabriel, sagði hún blíð- lega. — Þakka þér h|artanlega, vin- ur minn. Hann brosti til hennar, án þess að svara, en hIjóp svo heim til sín. En þrátt fyrir þreytuna var hann þakk- látur fyrir blíðleg orð hennar, þau voru honum nægileg laun. Þrumur og eldingar geysuðu fram undir morgunn, en það truflaði ekki þá sem sváfu í hlöðunni. Frank Troy hafði runnið af bekknum, og lá með höfuðið á borðbrúninni. í hálminum. við annan langvegginn hraut prest- urinn og við hlið hans Poorgrass, sem stundi hátt í svefninum. Henery lá á bakinu, með ístruna upp í loft- ið, en út í enda var Cainy Bell, og bar sig illa, hann hafði orðið veikur af drykkjunni. Enginn rumskaði, fyrr en sólargeislarnir brutust inn um rifurnar á hlöðuþakinu. Þá stauluð- ust þeir út, og voru heldur vesæld arlegir í morgunbirtunni. Sá eini sem bar timburmennina vel, var Frank Troy. Hann teygði úr sér og andaði að sér fersku morg- unloftinu. Það var greinilegt að ein- hver hafði breitt yfir uppskeruna, — það leit út fyrir að hafa verið töluvert rok. En líklega hafði það samt ekki verið neitt að ráði. Ur eldhúsinu heyrðist glamur í pottum og skvaldur í stúlkunum. Batsheba var á leið niður stigann. Hún var kuldaleg á svipinn, þeg- ar hún leit á hann. Hann greip göngustaf, sem stóð upp við stigann og heilsaði henni að hermannavísu, eins og forðum í lautinni, daginn sem hann komst að því að hún var ástfangin af honum. En Batsheba breytti ekki um svip. Augu hennar voru jafnköld og áður. En hann ætlaði ekki að láta bjóða sér það. Hann gekk upp nokkur þrep og mætti henni í miðjum stig- anum. — Góðan daginn, frú Troy, sagði hann og greip fast um handlegg hennar. Komdu .... Frú Troy! Batsheba fann að henni rann reiðin. Hún var eiginkona hans. Hún elskaði hann. Hann var alger- lega búinn að afvopna hana, — hún sneri við .... Gabriel gat ekki afborið að horfa í rauðsprengd og skömmustuleg augu vinnumannanna. Þeir voru vandræðalegir, þegar þeir gengu milli stakkanna og tíndu upp áhöld og annað, sem hafði fokið til um nóttina. Þeir reyndu eftir megni að afmá vegsummerki næturinnar. En það var ekki hátt á þeim risið. Það var jafn hljótt á búgarði Will- iam Boldwood, þegar Gabriel kom þangað. Hann vissi ekki hvað það var, sem rak hann þangað. En hann hafði óljósa hugmynd um að þeir tveir, hann og hinn ríki jarðeigandi, væru í sama báti, hefðu sömu sorg að bera, sorg sem var miklu meiri en þeir vildu viðurkenna. Vinnufólk Boldwoods var líka að hreinsa til eftir óveðrið, en Gabriel kom auga á jarðeigandann sjálfan í einum glugganna. Gabriel hikaði, vissi eig- inlega ekki hvernig hann átti að snúa sér, en Boldwood kom út á móti honum. — Hvernig gengur það? spurði Gabriel hikandi, hálf vandræðaleg- ur, þegar hann sá náfölt andlitið á eldri manninum. — Hjá mér? Þakka yður fyrir, ágætlega. Þetta var auðvitað ekki sannleik- anum samkvæmt, hugsaði Gabriel, en hann spurði einskis frekar. Hann horfði á kornstakkana og sáðkornið, sem hafði troðist niður í aurinn, og á vinnumennina, sem vissu ekkert hvernig þeir áttu að snúa sér í þessu. — Þetta er hræðilegt, sagði Gab- riel. — Já, ég get ekki reiknað með nema tíunda hluta uppskerunnar, hitt er alveg eyðilagt. En það hefir svo litla þýðingu nú. Ég hefi verið svo heimskur, og er það kannski ennþá, hélt hann áfram, og það kenndi ofsa í röddinni. — Ég veit ekki hvað ég á að gera, til að geta afborið þessi vonbrigði, — ég get ekki afborið þetta. Ég . . . . hann þagnaði og Gabriel datt ekki neitt í hug, sem gæti huggað manninn í þessari sáru kvöl. — Mér er Ijóst að þér vitið um þetta allt, hélt Boldwood áfram. — Ég er auðvitað búinn að missa alla von, ég trúi ekki einu sinni lengur á miskunnsemi drottins. Það gerði ég þó, þangað til . . . . þangað til ég missti hana .... Og nú veit ég líka að ég er orðinn hlægilegur í augum hennar. — Það held ég ekki, mótmælti Gabriel, en rödd hans hljómaði ekki sannfærandi. — Ég veit það, sagði Boldwood. — Það hefir engin kona haft slíkt vald yfir mér. En við vorum ekki trúlofuð. Hún sveik mig ekki, þótt ég hafi heyrt það utan að mér. Það hefir enginn rétt til að ásaka hana, hún sveik mig ekki. Ég vonaði að- eins...... SJÁLFVIRK BRAUÐRIST STRAUJÁRN GUFUJARN — Ég vonaði líka einu sinni, hugs- aði Gabriel, en hann gat ekkert sagt. Boldwood myndi aldrei skilja að einhver annar hefði orðið fyrir sömu kvöl og hann sjálfur. Gabriel var alvarlegur á svipinn, þegar hann kvaddi og gekk heim á leið. Þessi óveðursnótt hafði mörgu breytt. Batsheba átti erfitt með að gleyma hegðun Franks og vinnu- mannanna. Hún varð hvassyrt og eirðarlaus. Frank var oft fjarverandi, og hún vissi ekki hvert hann fór. Vissi aðeins að hann heimtaði af henni peninga. Margir menn spiluðu auðvitað upp á peninga, veðjuðu f hanaslag, og hún hafði hugboð um að Frank væri einn af þeim. Hún var jafn ein og áður um all- ar áhyggjur heimilisins. En Gabriel sá um allt utan húss og var henni stoð og stytta. Hún hafði vonað að DjúpsuSupottur * HEIMSÞEKKT VÖRUMERKI. FÆST í NÆSTU RAFTÆKJA- VERZLUN i VAÍur l’áíffOn & Co. I Snorrabraul 44 - Sfml 16242

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.