Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 39
Harirttarkai'Íir INNI OTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhhi- & 'Ktihuriir H □. VILHJÁLMBSDN RÁNARGÖTU 12 5IMI 19669 BÚSÁHÖLD LAUGAVEGI 59 SlMI 23349 ingu hjá leikklúbbnum, og þar sem hún hafði mikla kímni- gáfu, hló Claes. Hún vissi að þetta var langt frá því að vera fallegt af henni, en hún varð að láta hann taka eftir sér. Og það gerði hann reyndar; þau döns- uðu marga dansa saman. Svo dansaði einhver skógardís í sægrænum kjól framhjá þeim og leit löngunarfullum augum á Claes. ■—■ Hver er þetta, — þessi stúlka í græna kjólnum? — Hver? — já, hún. Þetta er Elsa von Holt. - Hún er afskaplega lagleg, sagði Elisabeth vingjarnlega. - Ja-á, svona nokkuð. Hann virtist ekki hafa neinn áhuga á henni. — Heyrðu, þú geymir dansinn fyrir kvöldmatinn handa mér, sagði hann, — gleymdu því ekki! Svo var hann neyddur til að dansa marga skyldudansa, en henni var alveg sama. Henni var líka sama þótt hún sæti yfir tvo dansa. Hún vissi að kvöldverðar- dansinn dönsuðu menn við þá stúlku, sem þeir höfðu áhuga á. Og Claes hafði valið hana Svo kom lúðraþyturinn. Móðir Claes sigldi út á mitt gólf og klappaði saman höndunum. Og nú, dömur mínar og herrar, kemur Öskubuskudans- inn! Herrarnir fara í röð og snúa baki við, svo taka dömurnar af sér annan skóinn og setja hann út á gólfið. Svo velja þeir skó, og dansa við eiganda hans kvöld- i'erðardansinn! Svona nú, allir herrarnir eiga að snúa sér við. Eínt! Úr skónum, stúlkur mínar! Stúlkurnar hlupu til og það varð mikið fliss og pilsaþytur. Elisabeth stóð ein. eins og stein- runnin, þetta var ægileg mar- tröð. — Eg get ekki farið úr skón- um, hugsaði hnn. Hvað átti hún að gera. Flýia? En dyrnar voru í hinum enda salarins. — Elisabeth, farðu úr skón- um! kallaði frú Gripenhjelm, ákveðinni röddu. Eins og í blindni flýtti hún sér að stúlknahópnum, lyfti fætin- um úr skónum, og reyndi að láta bera eins lítið á sér og mögulegt var; svo smeygði hún sér bak við hópinn. Og þarna á gólfinu, innan um gyllta, silfurlita og allavega lita silkiskó var skórinn hennar hryllilegur, eins og honum hefði verið fleygt þarna af vangá, eins og þetta væri gamall skór, sem bundinn hefði verið aftan í brúðarvagn. Enginn myndi taka þennan skó, allra sízt Claes, og hún myndi örugglega standa ein eftir á gólfinu! Hún gat bara hreinlega ekki viðurkennt að eiga þennan andstyggilega skó. Það myndu allir furða sig á því að nokkur stúlka gæti farið í slíka skó! — Og nú, herrar mínir, er ykkar að velja! kallaði frúin glaðlega. Elisabeth gat ekki fengið sig til að horfa á þetta. Hún sneri sér við og þóttist vera að skoða fjölskyldumálverk á veggnum. Hljómsveitin lék vals, og hún heyrði hlátur og mikinn hávaða fyrir aftan sig. Henni fannst að hún hefði staðið þarna heila eilífð, þegar sagt var fyrir aftan hana: — Er ég svo heppinn að þetta sé yðar skór? Kristian Alkman stóð með skóinn hennar í hendinni. Hún sneri sér við og kinkaði kolli, án þess að segja nokkurt orð. — Fínt, sagði hann. — Og svo getum við borðað saman í ró og næði. En ég var búin að lofa að borða með Claes, hugsaði hún. Hún leit í kringum sig og sá að Claes var að dansa við Elsu von Holt. Skórnir hennar voru úr silki og eins á litinn og kjóll- inn. Við verðum þá fjögur sam- an, hugsaði hún, — það verður að hafa það. Hljómsveitin hætti að leika og allir þyrptust að borðsalnum. Elisabeth hikaði andartak, hún ætlaði að sjá hvað Claes gerði. Hann sá hana ekki fyrr en hún rétti fram höndina, þegar hann var á leið inn í salinn. — Halló, sagði hann, um leið og hann leiddi Elsu inn. Hún leit við, og Elisabeth heyrði hann segja: Hún? Þetta er ein af ungmeyj- unum í nágrenninu. Og svo: — Drottinn minn, þvílík þrengsli. Við náum í disk- ana okkar og setjumst svo upp í stigann. Hann hafði greinilega gleymt því sem hann sagði, þegar hann dansaði við hana, fyrr um kvöld- ið. Það var allt búið, — hafði aldrei byrjað! Allar vonir henn- ar voru brostnar. — Ein af ung- meyjunum í nágrenninu! Herrann hennar tók um oln- bogann á henni og leiddi hana inn í borðsalinn. Hún var svo óhamingjusöm að hún tók ekk- ert eftir því að einhver steig of- an á hana, en Kristian Alkman tók eftir því. — Ég geng á undan og ryð okkur braut, sagði hann, —- ég vil ekki láta troða yður undir. Þá fyrst fór hún að virða hann fyrir sér. Hann er stórglæsileg- ur, hugsaði hún, og það birti svolítið yfir henni. Hann hló glaðlega, og það skein í hvítar, sterklegar tennur, og grá augun voru svo góðleg. Hún brosti á móti. — Vitið þér, sagði hann, með þessari djúpu rödd, sem svo oft átti eftir að ylja henni á kom- andi árum, — að ég er búinn að leita yðar í allt kvöld. Ég kemst ekki yfir það hve heppinn ég er, að það skyldi vera yðar skór, sem ég datt niður á, svo að við getum borðað saman.... 48. tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.