Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 41
VIPP
norski hvíldarstóllinn. —
Framleiddur á íslandi með
einkaleyfi. — Þægilegur
hvíldar- og sjónvarpsstóll. —
Mjög hentugur til tækifær-
isgjafa. — Spyrjið um VEPP
stól í næstu húsgagnaverzlun.
— Umboðsmenn um allt
land.
VIPP STÓLL Á HVERT
HEIMILI.
FRAIMLEIÐANDI: ÚLFAR GUÐJÓNSSON HF. - AUÐBREKKU 63 - KÓPAVOGI - SÍMI 41690
eða þá: „í dag er hún komin
í þann græna“. Persónurnar
fylgdu honum allan sólarhring-
inn og hann gat ekki losað sig
við þær. Af þessum sökum var
hann til dæmis oft skapstirður
og illa haldinn í veizlum og op-
inberum samkvæmum. Ég minn-
ist þess einu sinni, að hann kom
til mín í kvöldverðarboði. Ég sá
að eitthvað amaði að honum og
spurði hvað það væri. Það var
þá borðdaman hans, sem hafði
valdið honum vonbrigðum. Ibsen
hristi höfuðið ákaft og sagði við
mig:
— Hugsaðu þér bara, hún hafði
hendur Nóru, en svo þegar ég
leit framan í hana, þá var það
alls ekki Nóra . . .
Aðeins þeir sem vita, hversu
sterkt hann lifði með þeim per-
sónum, sem ímyndun hans hafði
skapað, skilja hversu fljótur Ib-
sen var að semja leikrit sín,
þegar hann byrjaði loksins að
skrifa þau. Hann notaði gjarnan
eitt ár eða hálft annað til þess
að lifa með persónum sínum. Á
þessum tíma skrifaði hann lýs-
ingar á þeim, þangað til hann
kunni þær utanað og vissi ná-
kvæmlega, hvað hver þeirra gat
og mátti gera og segja í sér-
hverri aðstöðu. Þegar þessari
undirbúningsvinnu var lokið,
mátti heita að leikritið skrifaði
sig sjálft á nokkrum mánuðum.
En stundum, sérstaklega þó
milli verka, gat hann verið ósköp
eðlilegur, ræðinn og skemmti-
legur. Við Sigurður heimsóttum
hann mjög oft og á hverjum
sunnudegi snæddum við hádeg-
isverð á heimili þeirra hjóna. Þá
skildi ég ósköp vel, að vinir Ib-
sens skyldu gera margar tilraun-
ir til þess að freista þess að fá
að hafa hann með í hópnum á
gleðimótum og njóta hinnar
fljúgandi mælsku hans. Oftast
var rætt um bókmenntir við
matborðið, en einnig sagnfræði
og stjórrimál. Stundum rifust
þau öll þrjú svo heiftarlega, að
ég hélt að þakið á húsinu myndi
hrynja. En þegar rökræðurnar
stóðu sem hæst sagði kannski
frú Ibsen allt í einu:
— Réttu mér kartöflurnar,
Ibsen!
Um leið voru þau öll þögnuð
og farin að njóta matarins, eins
og ekkert hefði í skorizt. Ör-
skömmu síðar mátti búast við að
nýjar deilur blossuðu upp með
sama hávaðanum og áður. Þótt
þau væru ósammála og ósátt
hafði það engin áhrif á sam-
skipti þeirra. Þau kunnu þá list,
sem nú þekkist varla lengur,
listina að rökræða rökræðunnar
einnar vegna — til þess að skerpa
andann og reyna að komast að
réttri niðurstöðu.
Við eitt slíkt tækifæri man
ég eftir, að þau ræddu um leik-
húsgagnrýni. Þeirri umræðu
lauk með því að Ibsen sagði:
— Þú og Sigurður eru einu
gagnrýnendurnir, sem ég tek
mark á.
Ibsen var alla tíð mjög góð-
ur við mig og sló mér stundum
gullhamra. Einu sinni, þegar ég
sat og söng fyrir frú Ibsen, kom
hann inn og spurði, hvort hann
mætti líka hlusta á. Ég varð
feimin og færðist undan, en samt
varð úr að ég söng nokkur göm-
ul ítölsk lög. Þegar því var lok-
ið sagði hann:
— Ég hlusta gjarnan á söng,
þegar sungið er eins vel og þú
gerir.
En þegar ókunnugir komu á
heimilið gat hann oft verið
duttlungafullur og einkennileg-
ur. Dag nokkurn þegar ég var
hjá þeim, var hópur kvenna í
heimsókn hjá frú Ibsen. Allt í
einu kemur Ibsen inn í stof-
una, heilsar ekki og lítur ekki
á neinn, heldur tekur sér stól,
sezt við hliðina á mér og segir:
— Ég kom bara til að heilsa
henni Bergljótu!
Hann sat dálitla stund, horfði á
mig og brosti sínu blíðasta brosi.
Allar konurnar snarþögnuðu.
Litlu seinna stóð Ibsen á fætur
og gekk út án þess að segja eitt
einasta orð.
Ég var mjög miður mín yfir
þessu, en frú Ibsen hristi bara
höfuðið, brosti og fitjaði upp á
nýju samræðuefni, eins og ekk-
ert hefði í skorizt. Hún sýndi
48. tbi. VIKAN 41