Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 19
og veru taumana í hendi sér. Hún
átti búgarðinn, — ekki hann. En hún
var konan hans, og ennþá var hún
hamingjusöm yfir þeirri staðreynd.
Allt í einu hrökk hún við, og
hún hallaði sér naer rúðunni. Hún
hafði komið auga á einmana veru,
sem gekk á milli stakkanna, til að
reyna að bjarga korninu undan
storminum.
Köflótta kápan flaksaðist um hana,
þegar hún hljóp yfir hlaðið.
— Gabriel, kallaði hún, — er mað-
urinn minn þarna?
— Nei, hann er ennþá inni í
hlöðunni, svaraði Gabriel stuttlega.
Vindurinn hafði náð taki á reipun-
um, sem hann hélt á, og hann átti
erfitt með að halda þeim.
Basheba greip í þau. — Hvað á
ég að gera? hrópaði hún, og reyndi
að yfirgnæfa hávaðann í storminum.
— Binda þau við stoðirnar! hróp-
aði hann.
Nú börðust þau í sameiningu móti
veðrinu, — þau börðust við angist
og örvæntingu, sem fyrir löngu
hafði gripið um sig í sál Gabriels,
en var nú fyrst að renna upp fyrir
Batshebu.
Þau voru þau einu, sem skildu
hve alvarlegt ástandið var.
Þau voru holdvot og dauðþreytt,
þegar þau höfðu gengið frá síðasta
kornstakknum, og í sömu andrá skall
þrumuveðrið á ! öllu sínu veldi. Eld-
ingu sló niður í tré, rétt hjá þeim,
og fló af því börkinn. Batsheba
hljóðaði af angist. Svo var eins og
flóðgáttir himinsins opnuðust, og
þau hlupu í skjól við einn stakkinn.
— Gabriel, stundi Batsheba. Hún
varð að koma orðum að einhveriu
af því sem henni lá á hjarta. — Gab-
riel, ég ætlaðist aldrei til að þetta
færi svona. Þegar ég fór til Bath, þá
var það ! þeim tilganai að tala við
Frank í síðasta sinn. Eg vildi ekki
gera neitt rangt, vildi vera heiðarleg.
Þú verður að trúa mér Gabriel.
— Ég veit það, sagði hann vin-
gjarnlega, þótt hann ætti erfitt með
að koma upp orði. — En nú er þetta
búið og gert, og þv! verður ekki
breytt!
Hann lagði handlegginn um axlir
hennar til að styðja hana yfir hlaðið.
Framhald á bls. 33.
aumi
Frank áfram. — Ég vil að allir séu
ánægðir, að allir fari ánægðir í hátt-
inn. Við fáum okkur ærlega koníaks-
lögg fyrir svefninn. Hvað segið þið
við því?
Anægjukliður fór um hópinn, en
Batsheba ruddi sér braut til Franks.
Hún var óróleg, hún þekkti sitt fólk.
— Frank, gerðu þetta ekki, hvísl-
aði hún að honum til viðvörunar.
— Þú mátt ekki láta þá drekka meira.
Það fer aldrei vel.
Atti hann að taka orð sín aftur,
aðeins vegna þess að konan hans
skipaði svo fyrir? Aldrei!
— En fyrst verðum við að senda
konurnar heim, svo þær geti yljað
rúmin. Þetta á líka við um þig, Bat-
shebal Svo höldum við karlmenn-
irnir áfram, einir og ótruflaðir!
— Ef hér er einhver heigull, sem
ekki þorir að halda áfram drykkj-
unni, þá skal hann hafa verra af!
Batsheba sá að hún gat ekkert að
gert. Hinar konurnar höfðu beygt
sig og gengu hikandi til dyra. Það
sem eftir var af kvöldinu heyrði
karlmönnunum til, hún gat ekki ver-
ið eftir hjá þeim. Ast og stolt barð-
ist um í sál hennar. Hún vildi ekki
láta hann senda sig svona í burtu,
en hann var eiginmaður hennar! Hún
leit á hann og sá að henni var hent-
ugast að fara.
— Á ég að syngja fyrir ykkur?
kallaði Frank. Hann gekk hærra upp
í stigann og gaf spilurunum merki.
Karlmennirnir voru fullir eftir-
eftirvæntingar, og hópuðust að hon-
um.
Konurnar flýttu sér út.
Uti var hvasst og það tók ! pils
þeirra og sjöl, svo konurnar voru
til að sjá eins og reittir fuglar, og
ómurinn af röddum karlmannanna
fylgdi þeim á leið. Enginn tók eftir
Gabriel, sem rogaðist með þunga
yfirbreiðslu ! fanginu móti veðrinu.
Hann var búinn að koma yfir-
breiðslunni á einn stakkinn, þegar
óveðrið skall á og eldingarnar leiftr-
uðu. Uti við sjóndeildarhringinn
voru skýin svört og þétt eins og
múrveggur. Hann vissi að það þýddi
ekki að treysta á hjálp vinnumann-
anna núna.
Batsheba stóð við gluggann (
svefnherbergi sínu og starði út.
Hún vissi vel hvað var ( aðsigi; —
hún vissi um hvað var að tefla, það
var uppskeran, afkoma þeirra. O, ef
allt hefði nú verið eins og áður,
þegar hún ein tók ákvarðanir. Þá
hefði enginn haft tíma til drykkju
og kjánalegra söngva. Þá hefði hún
örugglega rekið karlana áfram og
þeir hefðu hlýtt, með glöðu geði.
En nú, — hún gat ekki ! allra
áheyrn látið Frank skilja það að hún
væri sú sem stjórnaði, hefði í raun
— Góðan daginn, frú Troy, sagði
hann ....
út ! veður og vind. Það verður að
gera þetta strax.
Batsheba hefði hlustað á hann,
það vissi hann. En Troy gerði það
ekki. Gabriel sá að hann stjakaði
við Henery og hélt áfram að dansa
við Batshebu. Hann sneri við til að
fara, en nam staðar í dyrunum. Troy
hafði gefið merki um að stöðva
danshljómsveitina, og stökk upp !
stigann sem lá upp á hlöðuloftið.
Það leit út fyrir að hann ætlaði að
halda ræðu. Gat það verið að hann
hefði áttað sig?
En Frank Troy strauk sítt hárið frá
enninu og var hrokafullur á svipinn,
þegar hann leit á fólkið, sem hafði
hætt að dansa og leit upp til hans.
Þetta var hátíð hans! Hann var !
essinu sínu, og naut þess í ríkum
mæli. Hann réði yfir fólkinu, ekki
Batshebu einni, heldur yfir öllum
þessum hópi. I augum hans Ijómaði
sigurglampi.
— Vinir mínir, þetta er ekki ein-
göngu uppskeruhátíð, hrópaði hann,
— þetta er líka brúðkaupshátíð. Þið
vitið öll að það er ekki svo langt
síðan við Batsheba giftum okkur . . .
Hann horfði á Batshebu, augu þeirra
mættust, — og hún roðnaði þegar
hún brosti til hans.
— Við höldum ærlega upp á þetta
og gerum það strax í kvöld. hélt
Troy hafði gefið merki og stökk
upp ! stigann . . .