Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 40
Barnabókin, sem hlaut fyrstu verðlaun í
barnabókasamkeppni dönsku
Akademíunnar
Silas og hestnrion hans
er í íslenzkri þýðingu
Lofts Guðmundssonar
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33
PÓSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
Silas ng hesturinn hans
40 VIKAN 48- tbl-
Hitinn við arininn hafði gert
hana hræðilega syfjaða. Hún
opnaði augun og sá að Kristian
brosti til hennar. Hann var svo
myndarlegur í smóking, að hún
sagði ósjálfrátt: — En hve þú
ert glæsilegur, Kristian.
— Vaknaðu, mamma, sagði
Jan og skellihló. — Þekkirðu
okkur pabba ekki í sundur?
Hún settist upp og deplaði
augunum. — En þú ert líka lif-
andi eftirmynd hans pabba þíns,
elskan. Og þið eruð bæði elsku-
leg, þú og Súsanna.
Að minnsta kosti ég, sagði
hann með stríðnislegu brosi til
systur sinnar. — Flýttu þér nú,
annars komum við of seint.
Ég hef verið tilbúin í fleiri
klukkutíma, svaraði Súsanna.
Hún stóð upp, hálf treglega, og
Elisabeth sá, að þrátt fyrir alla
málninguna, var einhver ótti í
bláum augunum.
— Ó, mamma, ef enginn býð-
ur mér nú upp!
— Þú þarft ekki að vera
hrædd um það, það vilja örugg-
lega margir dansa við þig, sagði
Elisabeth blíðlega. — Svo hef-
urðu líka Jan.
— Það verður örugglega þú,
sem gleymir bróður þínum, svo
ég fer að gráta ofan í sykurvatn-
ið, vegna þess að ég fæ enga til
að dansa við mig, sagði Jan.
Þegar bíllinn var kominn í
hvarf, sneru Kristian og Elisa-
bet frá hliðinu og gengu inn.
Hún er ekki eins örugg og
fullorðinsleg eins og 'hún vill
vera láta, sagði Elisabeth. — Ó,
Kristian, ég vona að hún verði
ekki vonsvikin.
Hún skemmtir sér örugg-
lega vel. Hún verður drottning-
in á dansleiknum, alveg eins og
mamma hennar var forðum.
— Ég! nei nú ertu að draga
dár að mér.
Jú, þú varst drottningin í
mínum augum. Ég reyndi að
hafa upp á þér allt kvöldið, og
svo vann ég þig í einhverri
keppni.
Öskubuskudansinum.
Já, ég man það vel, ég náði
í skóinn þinn.
Hún minntist auðmýkingar-
innar. þegar hún var neydd til
að fara úr lióta skónum.
En hvernig vissirðu að það
var skórinn minn?
— Ég er leynilögreglumaður
af guðs náð, vissirðu það ekki?
Eg var búinn að athuga það,
þegar þú varst að dansa við
aðra. Þá vissi ég að þú varst í
iíósum skóm, í sama lit og kjóll-
inn.
— En ég var ekki í ljósum
kiól.
- .Tú. víst varstu bað. Held-
urðu að ép muni ekki eftir þvi.
Hann var liós og allur í blúnd-
um. Hvers vegna ertu að hlæia?
Heldurðu að ég sé orðinn minn-
islaus eða kaikaður.
— Kristian, sagði hún, — þú
ert dásamlegur.... úr
SíSasta æviár Ibsen
Framhald af bls. 23
semi hans og sérvizku í dagleg-
um lifnaðarháttum. En sann-
leikurinn er sá, að í eðli sínu
var hann alls ekki þannig. Sig-
urður sagði mér einu sinni og
brosti um leið: „Bæði ég og
faðir minn erum latir að eðlis-
fari. Þess vegna verðum við að
fara snemma á fætur á hverj-
um morgni. Þetta leyndarmál
máttu alls ekki segja neinum.
Mér hefur sjálfum tekizt að
þegja yfir því þar til nú.“ Sig-
urður hafði gaman af að segja
svona nokkuð. En ég hygg, að
þetta sé engu að síður satt. Öðru
sinni sagði hann mér þetta og
jafnvel enn þá skýrar en fyrr:
„Faðir minn var kannski enn
þá latari en ég. Ég meina það
í fullri alvöru, að ef móðir mín
hefði ekki neytt hann til að setj-
ast við skrifborðið á hverjum
morgni, þá hefði kannski helm-
ingurinn af verkum hans aldr-
ei orðið til. Þess vegna er það
rétt, sem stundum hefur verið
haldið fram, að hann reyndi að
gera uppreisn gegn vilja hennar
og fara burt, til þess að geta lif-
að í friði í sínum draumaheimi.
Ég hef sérstaklega í huga fyrsta
áratug sambúðar þeirra. En ef
hann hefði í raun og veru misst
hana, þá hefði hann orðið óham-
ingjusamur maður. Hann var
gæddur snilligáfu, en hún skap-
festu og viljastyrk. Hún hafði
það til að bera sem hann skorti.
Og honum var þetta vel Ijóst,
þótt hann vildi raunar ekki við-
urkenna það, fyrr en allra sein-
ustu árin. Hún vissi þetta líka og
þess vegna kærði hún sig koll-
ótta um gagnrýni vina og kunn-
ingja Ibsens. Hún lét sig engu
skipta álit þeirra á henni. Hún
vissi, hvaða hlutverk henni hafði
verið falið í þessu lífi, og var
ákveðin í að rækja það af kost-
gæfnb Hún vissi að í einu og
öllu var hennar vilji hans vilji
— og öfugt.
En dagdraumar hans voru jú
það verkstæði, þar sem leikrit
hans voru smíðuð. Sjálfur lifði
Ibsen og hrærðist í sama lands-
lagi, sömu stofum og persónur
leikrita hans. Á Ítalíu sagði
Bergsö einu sinni, að Ibsen hefði
hugfanginn bent á víngarð og
kallað hann dýrindis humlagarð.
Þegar Bergsö benti honum á,
að honum skjátlaðist, hrökk Ib-
sen við og baðst afsökunar,
sagðist stöðugt verða að ein-
beita sér til þess að muna hvar
hann væri staddur. Hann hafði
haldið að hann væri í Noregi,
því að á þessum tíma var hann
Pétur Gautur.
Þegar hann samdi „Brúðu-
heimilið“ sagði hann frú Ibsen
hvaða kjól Nóra klæddist á
hverjum degi. „í dag er hún í
bláa kjólnum sínum‘, sagði hann,