Vikan


Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 27.11.1969, Blaðsíða 22
í lok ársins 1894 skrifaði Sig- urður grein, þar sem hann lagði til, að sett yrði á stofn prófessors- embætti í þjóðfélagsfræði við Háskólann í Kristíaníu. Þetta var sérgrein Sigurðar og í þeim háskólum þar sem hann hafði stundað nám, var þetta sjálfstæð námsgrein. Hann áleit það óhæfu að þjóðfélagsfræðinni, sem fjall- ar um mikilvægustu vandamál líðandi stundar, skyldi ekki sá sómi sýndur, að hún væri kennd sem sérstakt fag við háskólann. Til þess að svo mætti verða, varð stórþingið að taka ákvörðun og gera nauðsynlegar ráðstafanir. Henrik Ibsen tók lifandi þátt í máli þessu og barðist með oddi og egg til þess að koma því í kring. Málinu lauk á þann hátt, að þingið samþykkti að veita fé til þess að unnt yrði að halda nokkra fyrirlestra í þjóðfélags- fræði til reynslu veturinn 1896— 97. Sigurður var eini umsækj- andinn og féllst á að flytja fyrir- lestrana. En stjórnmál blönduð- ust inn í mál þetta og óeiningin, sem ríkti innan flokks Sigurðar sjálfs, vinstri flokksins, var svo mikil, að ógerlegt var að segja fyrir, hvernig færi. Starfsbræð- ur eru einnig keppinautar, og margir af samherjum Sigurðar voru ekkert of hrifnir af því, að vegur hans og völd færu vaxandi. Sigurður hafði ekki minnstu hugmynd um þessa moldvörpu- starfsemi. Hann var nýkominn heim frá Monsummano, þar sem hann hafði dvalizt með móður sinni á heilsuhæli. Þár hafði hann samið fyrirlestrana og hóf flutning þeirra um haustið. Hverju sinni var viðstödd dóm- nefnd, sem fimm prófessorar áttu sæti í, og þeir skyldu dæma um það, hvort Sigurður væri hæfur til starfsins. Ef svo reyndist, átti að stofna nýtt prófessorsembætti í þjóðfélagsfræði, en annars ekki. En hvaða prófessorar voru í dómnefndinni? Nokkrir þeirra höfðu til að bera nægilega þekk- ingu til að dæma fyrirlestra Sig- urðar, en aðrir alls ekki. Þeir voru valdir í dómnefndina af pólitískum ástæðum. í þeirra augum var Sigurður of frjáls- lyndur og róttækur. Gífurleg aðsókn var að fyrir- lestrunum, og mikil eftirvænt- ing lá í loftinu. Ég fór alltaf með Sigurði, en enginn gaf sig á tal við okkur, hvorki þegar við kom- um eða fórum. Við vorum skelf- ing utangátta og einangruð. Þegar S;gurður hafði flutt fyrir- lestra sína allan veturinn, kvað dómnefndin upp úrskurð sinn 29. apríl 1897: „Dr. Sigurði Ibsen hefur ekki í fyrirlestrum sínum tekizt að sýna þá kunnáttu og hæfileika, að nefndin telji sér fært að mæla með því, að honum verði veitt prófessorsembætti í þjóðfélags- fræði við háskólann.“ Sigurður fór af landi brott þegar í stað. Hann fór til Ítalíu, en hvar sem hann kom á leið sinni þangað, og opnaði dagblöð, blöstu við honum fyrirsagnir eitthvað á þessa leið: „Dr. Sig- urður Ibsen er ekki hæfur til að vera prófessor". Þetta stóð í blöð- um í Svíþjóð, Danmörku, Þýzka- landi og víðar. Sigurður skrifaði mér: „Frá því að ég sagði upp stöðu minni í þjónustu ríkja- sambandsins, hefur mér ekki lið- ið eins illa og nú.“ Þessi málalok voru mikið áfall fyrir Henrik Ibsen. Hann hafði verið viðstaddur alla fyrirlestr- ana, setið þar stoltur af syni sín- um og lýst við hvern þann sem var aðdáun sinni á hugmyndum hans og framsetningu. Hann var æfur af reiði og háskólinn fékk vissulega að vita af því. Þegar Ibsen var síðar boðið til háskóla- hátíðar, svaraði hann rektornum á þessa leið: „f skóla yðar mun ég aldrei stíga fæti.“ Bæði innan háskólans og í þinginu fengu menn samvizku- bit út af þessum aðgerðum. Christian Collin, síðar prófessor, reið á vaðið og skrifaði varnar- grein fyrir Sigurð í „Verdens Gang“. Hann sagði þar meðal annars, að ekki yrði með orðum lýst því ranglæti, sem Sigurður hefði verið beittur. Öllum, sem til þekktu, væri ljóst, að enginn maður í þessu landi væri betur hæfur til starfsins en einmitt hann. Eftir þessa grein tóku margir í sama streng og Henrik Ibsen skrifar konu sinni um þetta leyti: „Flestir sem ég tala við eru reiðir og hneykslaðir yfir úr- skurði dómnefndarinnar. Pró- fessor Blix kom til mín og ræddi lengi um málið, kallaði það reg- inhneyksli og heimsku og trúði mér fyrir því, að hann og fleiri vildu blanda sér í málið áður en það kæmi fyrir stórþingið. Blaðið „Intelligensen“, sem ég er áskrifandi að, og sömuleiðis „Dagbladet“ hafa birt greinar, þar sem veitzt er harkalega að dómnefndinni fyrir úrskurð- inn. Fær Sigurður daglega þessi blöð? Ef ekki, þá skal ég senda honum þau, þegar eitthvað markvert birtist í þeim. Hægri- blöðin hafa hingað til þagað. Ég hef ekki séð eitt einasta orð dómnefndinni til varnar í þeim blöðum sem ég les, og hin hafa varla birt neitt að ráði.“ Faðir minn hafði tekið sér mjög nærri það ranglæti, sem Sigurður var beittur. Þess vegna skrifar hann Henrik Ibsen og bíður honum að koma til sín og ræða málið. Ibsen svarar á þessa leið: „Kæri vinur: Ég þakka þér hjartanlega fyrir boð þitt um að koma og sjá Aulestad. En því miður á ég ekki með nokkru móti heimangengt eins

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.