Vikan - 11.12.1969, Qupperneq 3
31. árgangur - 50. tölublað - 11. desember 1969
í ÞESSARI VIKU
Hulda Stefánsdóttir er löngu þjóðkunn sem
einn merkasti menntafrömuður okkar úr hópi
kvenna. Hún var í fjölda ára skólastjóri
húsmæðraskólans á Blönduósi og húsmæðra-
skólanum í Reykjavík veitti hún forstöðu
fyrstu tólf ár hans. VIKAN hefur átt langt og
ítarlegt viðtal við Huldu um líf hennar
og starf, jólin í gamla daga og ýmislegt fleira.
„Undir rós" nefnist viðtal við Ingimar
Sigurðsson, garðyrkjumann i Fagrahvammi í
Hveragerði. Hann mun einna lengst
íslenzkra manna hafa ræktað blóm undir
gleri. Ingimar komst snemma í
snertingu við gróanda jarðar og kann
frá ýmsu merkilegu að segja.
Margir eru þeirra skoðunar, að jólahald
manna nú á dögum sé einber hégómi og í
algerri andstöðu við hinn upprunalega tilgang
jólanna. Einn þeirra er danski humoristinn
Hans Moser, sem skrifar skemmtilega
skopgrein um jólahald nútimans, sem hann
kallar „hinn árlega heilaþvott".
I NÆSTU VIKU
Napóleon Bonaparte er einn þessarar
ótrúlegu vígahnatta sögunnar, sem þjóta upp
á himin hennar í trássi við allar fyrirskrif-
aðar og hefðbundnar reglur. Eins og eðlilegt
er koma slíkir menn einkum fram á timum
umróts og byltinga og Napoleon er
frægastur og snjallastur þeirra allra. I næsta
blaði hefst greinaflokkur, sem Dagur
Þorleifsson hefur skrifað um Napoleon i
tilefni af 200 ára fæðingarafmæli hans.
Geir Vilhjálmsson heitir ungur sálfræðingur
sem kominn er heim frá námi og hefur
nýlega byrjað starfsferil sinn. VIKAN hefur
átt viðtal við hann um sálfræðinám,
kolkrabbaveiðar í Mexico, andlega heilbrigði
íslendinga, eiturlyfjaneyzlu og ýmislegt fleira.
Við hefjum annan greinaflokk í næsta blaði
um aðra merkispersónu, kvikmyndastjörnuna
Gretu Garbo. Greinarnar eru byggðar á
nýútkominn bók eftir Norman Zierold. Þar
kemur m.a. fram, að Greta Garbo er alls ekki
sú ráðgáta, sem stöðugt hefur verið talað
um. Þessi sögulega, sænska kvikmyndastjarna
á ennþá milljónir aðdáenda um allan heim.
Forsíðumyndin er af Huldu Stefánsdóttur ásamt dóttursyni sínum. Myndina tók Sig-
urgeir Sigurjónsson.
I FULLRI ALVÖRU
VIÐVIK TIL VIRÐINGAR
We shall live in peace some day, syngja
friðarsinnar um allan heim. En þvi miður fer því
enn víðs fjarri að friður ríki á jörðu. Á víð og
dreif um hnöttinn, í Víet-nam, Kúrdistan. Níger-
íu, Sjad, Súdan, svo eitthvað sé nefnt, geisa
styrjaldir með þeirri margvíslegu andstyggð sem
þessháttar heyrir til.
Sameinuðu þjóðirnar hafa verið næsta athafna-
litlar til útrýmingar böli þessu, og er ástæðan
einkum látin heita sú að þar sem um borgarastríð
sé að ræða, hafi þær ekki heimild til að
blanda sér í þær. Þetta felur í sér að hverri
ríkisstjórn er velkomið að fremja hverskonar
vammir og skammir, bara ef hún heldur sig með
þær innan eigin landamæra. Þesskonar viðhorf
eru siðlaus frá mannúðarsjónarmiði og síst sæm-
andi samtökum, sem kváðu hafa að aðalmark-
miði að betra þetta heimstötur okkar.
Oft er því slegið upp S.Þ. til dýrðar að á
allsherjarþingi þeirra hafi öll aðildarikin jafnan
rétt, smá og stór, öll ráði þau yfir einu atkvæði
aðeins. Hitt virðist þó oft sönnu nær að stórveldin
ráði ekki aðeins eigin atkvæðum á alþjóðasam-
kundunni, heldur og þeirra smárikja sem eru háð
þeim að meira eða minna leyti. Þegar svo er
komið, má fara að deila um gildi þess fyrir
smáríkin að eiga aðild að þessari stofnun, sem
á — í orði kveðnu — að tryggja rétt þeirra gagn-
/art sterkari og yfirgangssamari aðilum.
Á þessu mætti gjarnan verða nokkur breyting
til batnaðar. Það væri smærri rikjum heimsins
til sóma ef þau tækju sig saman um að vekja
athygli á og mótmæla glæpum, sem stöðugt eru
látnir viðgangast vegna þess að þeir koma ekki
illa við hagsmuni einhvers stórveldisins. Norður-
löndin, til dæmis, þau riki sem talin eru mestu
mannúðar- og velferðarriki heims, ættu hér að
sjá fyrir sér verðugt verkefni. Tillaga sem þau
bæru fram á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
um fordæmingu á þeim glæpum, sem herir
stjórnanna í Lagos og Bagdað vinna á Ibóum og
Kúrdum, væri vel til þess fallin að örva til að-
gerða er leitt gætu til að þessi morð hættu.
Sjálfum tillöguríkjunum gæti þetta framtak ekki
crðið nema til sóma, einkum þó því þeirra er
hefði forgöngu í því. Ef íslendingar gerðu það,
yrði það þeim til ólíkt meiri virðingar en nokkuð
annað viðvik þeirra til þessa á vettvangi S.Þ.
dÞ.
VIKAN
Utgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall-
dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensína Karls-
dóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiSsla og dreif.
ing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533.
VerS í lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverS er 475 kr.
fyrir 13 tölublöS ársfjórSungslega, 900 kr. fyrir 26
tölublöS misserislega. ÁskriftargjaldiS greiSist fyrir-
fram. Gjaldd. eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst.
50. tbi. VIKAN 3