Vikan - 11.12.1969, Qupperneq 4
Fátækur má ei fríða konu eiga,
né fagran hest.
íslenzkur málsháttur.
í fréttunum
Síðast þegar hún talaði um hjóna-
band á opinberum vettvangi, var
Gina Lollobrigida, sem nú er 42 ára,
á móti hjónaböndum. „Ég er ótrú
að eðlisfari," útskýrði rómverska
gyðjan, sem hefur verið á lausu
undanfarna 18 mánuði, en þá skildi
hún við eiginmann sinn. „Sennilega
er ég aðeins of mikil kona . . .“
bætti hún svo við.
En í partýi í New York fyrir
nokkrum mánuðum síðan hitti hún
þó fráskilinn Kana sem henni fannst
bersýnilega upplagður til að sannreyna sannleiksgildi eigin orða.
Samband þeirra átti auðvitað að vera leyndarmál, „ . . . en þið vit-
ið hvernig þessir hræðilegu, ítölsku blaðamenn eru,“ andvarpaði La
Lollo þegar fréttin tók að berast um Róm. Og rétt áður en hún hopp-
aði um borð í flugvél sem átti að koma henni og hinum heittelskaða,
George S. Kaufmann, til Rómar tilkynnti hún að þau ætluðu að
gifta sig í næsta mánuði.
Kaufmann er efnaður fasteignasali á Manhattan og hefur aldrei
séð eina einustu kvikmynd unnustu sinnar. „Og hún er stórsvekkt
yfir því,“ játaði hún.
Hversu lengi hefur hann þekkt
Barbru Sreisand? „Ekki nógu lengi,“
svaraði Pierre Elliott Trudeau, sá
ógifti forsætisráðherra Kanada þeg-
ar blaðamaður nokkur fann þau á
veitingahúsi í New York. Síðar fóru
þau í prívat diskótek og fengu sér
snúning og klykktu út með því að
fara í Central Park og horfa á úti-
leikhús. Kvöldið eftir endurtók
mikið til það sama sig. Er þetta al-
varlegt? „Handtakið manninn,“ hló
Trudeau og eyddi þar með talinu
á blaðamannafundi sem hann hélt í stórborginni.
Nýlega kom út, vestan hafs, bók,
sem hefur vakið töluverða athygli.
Nafn bókarinnar er „Bróðir minn,
Lyndon", og er eftir Sam Houston
Johnson, bróður fyrrverandi forseta
Bandaríkjanna, LBJ. í þessari bók
þykir Sam gefa nokkuð góða lýs-
ingu á bróður sínum, og sérlega þar
sem hann segir: „Sá sem hefði það
af að vinna fyrir bróður minn að
minnsta kosti einn mánuð, ætti að
fá æðsta heiðursmerki landsins
fyrir.“
Síðar bætir Sam við: „Ef það er eitthvað sem er sorglegt í fari
Lyndon's, þá er það, að hann hreinlega getur ekki sagt þetta ein-
falda orð: — Fyrirgefðu.“
Sam ku hafa gaman af því að fá sér í staupinu og hann segir frá
því í bókinni þegar LBJ kom eitt sinn blindfullur heim til sín (á
heimili Sam's) og vakti sig. „Sam Houston Johnson," er haft eftir
forsetanum fyrrverandi, „líttu á mig, skrattakollur! Nú vil ég að þú
sjáir mig, því ég er blindfullur og ég vil að þú munir hvernig þú
lítur sjálfur út þegar þú kemur heim til mín.“
Ingrid og dæturnar. Þeim kom ekki
saman um klæðabúnað.
Isabella og Robertino á götu í Róm.
Þau hafa erft fríðleika móðurinnar.
Nú gerum við það sem
okkur sýnist, segja
börn Ingrid Bergman
Börn Ingrid Bergman og Robertos
Rosselinis eru nú á mótmælenda-
aldrinum. Þau eru Robertino, sem
er nítján ára og tvíburarnir Isabella
og Isotta, seytján ára. Rosselini
gamli er dæmigerður italskur fað-
ir og hefur sem slíkur kúgað krakka-
ræflana gegndarlaust og vakað yfir
hverri þeirra hreyfingu, þótt með
eigin breytni hafi hann verið þeim
heldur góð fyrirmynd.
En nú hefur hann loksins látið
undan og er farinn að leyfa krökk-
unum að skemmta sér smávegis,
en fylgist þó enn með þeim eftir
beztu getu. Isabella gat raunar
lengi lítið hreyft sig vegna sjúk-
döms í hryggnum, en hefur nú
fengið fulla bót. Meðan hún var
veik, vék Isotta aldrei frá henni.
Nú ganga þær báðar í skóla hjá
nunnum og búa hjá kennslukonu
og vinnustúlku sem hafa á þeim
strangar gætur. Aður en skólinn
byrjaði, kom Ingrid mamma til
Rómar og var þar í nokkrar vikur
til að hjálpa stúlkunum að búa sig
í hann. Þá kom i Ijós að þær vildu
klæðast samkvæmt nýjustu tizku, en
það vildi Ingrid ekki leyfa, trú-
lega af ótta við að ýfa hið þröng-
sýna, kaþólska skap föðurins.
Um eitt kváðu foreldrarnir þó
hjartanlega sammála: að ekkert
barnanna feti í fótspor þeirra og
verði kvikmyndastjörnur. Þau mega
ekki einu sinni láta taka af sér
myndir. Isabella tekur sér þetta
sérlega nærri, því að hún er mik-
ið gefin fyrir leikhúsið, en hefur
verið neydd til að hafna mörgum
tilboðum um hlutverk. Og Robertino
fékk fyrir skömmu samskonar til-
boð frá leikstjóranum Franco Rosse-
lini, frænda sínum.
— Hvort sem hann er frændi okk-
ar eða ekki, argaði faðir hans, —
þá vil ég ekki hafa að þú komist
í snertingu við kvikmyndaheiminn,
sem hefur eyðilagt miklu fleira fólk
en hann hefur gert hamingjusamt.
Börnin eru frekar einmana. Fað-
ir þeirra býr með sinni indversku
familíu nokkurra mílna vegalengd
frá þeim, en snæðir með þeim há-
degisverð að minnsta kosti einu
sinni ( viku. Þeim þykir ákaflega
vænt um mömmu sína og telja
komur hennar til Rómar til stór-
hátíða.
Gerðu ávallt það sem þú
álítur réttast. Það mun
vekja velþóknun sumra,
en undrun annarra.
V__________________________;
4 VIKAN
50. tbl.