Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 5

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 5
 Bara hringja, þá kemur það í London hefur verið komið á fót merkilegri þjónustu sem heit- ir „The Mobile Secretarial Ser- vice“ eða Bílvædda einkaritara- þjónustan. Starfsstúlkur fyrir- tækisins eru alls 30 á aldrinum 20—30 ára og eru þær vopnaðar ritvél og skrifblokk í starfi sínu, sem byggist upp á því að um leið og einhver kaupsýslumaðurinn hringir í vandræðum sínum eru þær komnar á staðinn og leysa veika (eða nýrekna) einkaritar- ann af hólmi. Þegar hefur fyrir- tækið orðið sér úti um rúmlega eitt hundrað fasta viðskiptavini sem eru mjög ánægðir með þjón- ustuna. Og stúlkurnar eru ekki síður ánægðar: Þær hafa rúmar 5000 króunr ísl upp úr „krafs- inu“ á viku hverri sem er mun meira en þær myndu fá á venju- legri skrifstofu ☆ Vinnur að eigin ódauðleika Tuttugasta og annan nóvem- ber varð Charles de Gaulle 79 ára. Síðan í apríl, þegar hann var rekinn frá völdum á lýð- ræðislegri hátt en margir aðrir, hefur hann unnið 8 tíma á dag við að rifja upp daga sína í for- setastóli Frakklands. Hann er sem sagt að skrifa æviminning- ar sínar og ætlar með því að gera sjálfan sig ódauðlegan. Er gamli generállinn sagður hraustur og hress, en hann neit- ar í sífellu að taka á móti gest- um á heimili sitt í Colombey- les-deaux-É'glises, þar sem hann býr nú. Fylgir sögunni að marg- ir franskir pólitíkusar hafi ekki útilokað möguleikann á því að hann láti til sín taka í frönskum stjórnmálum á nýjan leik. ☆ Rysjótt heimilislíf hjá Þær manneskjur sem eiga fræga maka eru oft þreyttar á öllu tilstandinu í kringum eigin- manninn eða eiginkonuna, og sjaldnast er makinn nokk- uð sem hægt er að troða fram í sviðsljósið með hinum fræga. Engin undantekning frá þessu er frú Rosemeri Pelé, sem er kona þessa snillings knattspyrnunnar í Brasilíu og þó víðar væri leitað. Kvartar hún sáran yfir því að húsbóndinn sé aldrei heima og Pele sagði nýlega í blaðaviðtali: „í fjögur ár sem við höfum verið gift hefur maðurinn minn ekki verið heima nema í mesta lagi fjóra mánuði. Venjulega er hann heima þrjá daga í mánuði og þá leikur hann við litlu dótt- ur okkar, Kristínu. Og ef hann er ekki að spila fótbolta þá er hann að vasast í peningamálum eða þá að leika í sjónvarpsþátt- um.“ ☆ • vísur vikunnar Þó margt virðist frama og frægð vora hefta á fjölmennum þingum á erlendri grund þá fáum við bráðlega aðild að Efta sem eykur vort sjálfstraust og metnað um stund. Og því er víst fráleitt að fallist oss hendur þó fjármálin virðist i sjálfheldu enn fyrst erlendis njótum vér álits sem stendur sem ábyrgir þegnar og kaupsýslumenn. Eg vil meiri peninga Þessi tafla birtist nýlega í sænsku blaði og sýnir hve marga vinnudaga hinar ýmsu þjóðir nota til verkfalla. Eins og allir hljóta að vita fyrir löngu síðan urðu ítalir efstir á blaði með 837 verkfallsdaga af 1000 mögulegum og síðan Bandaríkjamenn. Ekki fylgdi sögunni hve marga daga íslenzkir launþegar notuðu í þessum tilgangi en þeir eru vafa- laust fleiri en þeir sem róleg- heitamennirnir í Þýzkalandi sátu og neituðu að vinna, enda tölu- verður munur á grysjóttu efna- hagslífi okkar hér á landi og þeirra sem búa við þýzka efna- hagsundrið. ☆ 50. tw. viKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.