Vikan


Vikan - 11.12.1969, Qupperneq 7

Vikan - 11.12.1969, Qupperneq 7
töldu þær hana yfirleitt vera að- eins fyrir ungar stúlkur. — En hvers vegna? Einmitt núna er buxnatízkan fjölbreyttari, klæði- legri og kvenlegri en nokkru sinni fyrr. Jaínvel eldri konur geta nú fundið buxnaklæðnað við sitt hæfi, ef þær eru grann- ar. Ég hef séð konu yfir fimm- tugt í buxnadragt og leit hún mjög vel og smekklega út. Sjálf er ég af þeirri kynslóð kvenna, sem vandist því, að líta á síðbuxur sem sjálfsagðan klæðnað í ferðalög, skólann, sveitaböll á sumrin og við ýmsa vinnu. Ættum við að hætta að ganga í síðbuxum um þrítugs- aldur? Ég er til dæmis grennri núna en þegar ég var átján ára og svipað má segja um margar jafnöldrur mínar. Hvernig eiga konur yfir þrítugt að klæða sig? í peysuföt? Er þetta almennt álit, að buxnaklæðnaður henti aðeins kornungum stúikum? Með ástarkveðju. Halla Jóns í Nesinu. P.S. Fyrirgefðu, að ég hef ekki tíma til að hreinskrifa þetta. Buxnaklæðnaður er síður en svo eingöngu við hæfi ungra kvenna, þótt þær konur, sem Vikan leit- aði álits hjá væru flestar þeirr- ar skoðunar. Það sést bezt á myndum í erlendum vikublöð- um, að kvenfólk á öllum aldri klæðist nú buxnadrögtum. Hér fyrir framan okkur er til dæmis mynd af Lady Bird, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, í ljóm- andi fallegri samkvæmis-buxna- dragt. Og ekki getur hún talizt til ungra stúlkna lengur, þótt liún beri aldur sinn vel. Einmana fólk ogfeimið Þar sem stöðugt berast bréf frá einmana fólki, sem óskar eftir bréfaskiptum, án þess að það vilji láta nafns síns getið, hefur verið ákveðið að annast milligöngu um bréfaskiptaupp- haf fyrir þetta fólk, með þeim hætti er nú skal greina: Þeir sem óska að skrifa eftir- greindu fólki, skulu láta bréf þess í lokað umslag, frímerkt án utanáskriftar, en senda það í öðru umslagi utan yfir, frí- merktu og utanáskrifuðu til Vik- unnar, pósthólf 533, Reykjavík. Með í umslaginu skulu fylgja fyrirmæli um, hverjum eigi að senda ómerkta bréfið. Athugið: Þau bréf sem gengið er frá á ófullnægjandi hátt, t. d. ekki nægilega frímerkt, lenda í ruslakörfunni. Hér koma svo upplýsingar um þá, sem óska bréfavina á þenn- an hátt: V. S. óskar eftir bréfaskiptum við konu á aldrinum 25—30 ára. Sveitapiltur. Hann vill skrifast á við stúlku á aldrinum 19—22 ára, og fer fram á að fá mynd með fyrsta bréfi. Bréfaviðskipti Thayer K. Miller, Box 48, Har- mony Pa. 16037, U.S.A., óskar eftir pennavinkonu. Hann er 39 ára Bandaríkjamaður, vel efnað- ur, 172 cm á hæð. Dr. Dario Nuvola, Caselle Pos- tale 1907, 16100 Genoa, Italia. 35 ára, ókvæntur ítali, sem skrifar ensku og frönsku, auk ítölskunn- ar. Vill skrifast á við íslendinga á aldrinum 24—35 ára. Mademoiselle Vincent, 96 Boule- vard Lafayette, 63-Clermbnt, Ferrand, France. Frönsk stúlka, sem óskar eftir pennavinum frá íslandi. Skrifar aðeins frönsku. Aðaláhugamál: Frímerkjasöfnun. Mirja Tulkki, Muijala, Finland. 16 ára finnsk stúlka sem vill komast í bréfaskipti við íslenzka unglinga. — Tómstundagaman hennar: Iþróttir, lestur og pop- músík. Peter Williams, „Rowan“, Earls Cominon, Ilimbleton, Droitwich, Worchestershire, England. Óskar eftir íslenzkum pennavinum. Bob Ernst Clary, 160 Blackburn Terrace, Pacifica, California, 94044, U.S.A. Hann er tæplega 19 ára og vill skrifast á við ísl. stúlkur, 17—18 ára. Emilienne Le Gall, 4, rue de la Resistance, 29. S. Briec de 1‘odet France. Frönsk stúlka, sem skrif- ar ensku, óskar eftir bréfaskipt- um við pilta og stúlkur. Er 17 ára. Graziella Morra, Via Vittorio Amedeo 18, 12100 Cueno, Italia. 12 ára ítöslk stúlka, sem óskar eftir ísl. pennavinum. — Skrifar ensku. Guðlaug Örlygsdóttir, Varma- landi, Borgarfirði, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrin- um 18—25 ára. Hrefna Þorvaldsdóttir, Unnur Björnsdóttir, Guðbjörg Júlíus- dóttir, Elín Hansen, Sólveig Kjartansdóttir, Elsa Jónsdóttir, Jónína Sveinbjarnardóttir, Guð- rún Guðmundsdóttir, allar i Hús- mæðraskólanum Varmalandi, — Borgarfirði, óska eftir bréfa- skiptum við pilta á aldrinum 19 —25 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Hver vill gefa mér RONSON? TILVALINN TIL JÓLAGJAFA I. GnðnundssM i Ci. hi. MlUdy gaa kvelkjari Comet ga< kvelkjarl Adonis gaa kveikjarl Empreu gaa kvetkjari Tii gefenda RONSON kvelkjan: Afylllngln tekur 5 sekúndur. og endist svo mánuSum akiftir. Og kveikjarinn. — Hann getur enzt a8 eillfu. ■ *................ . » -. Einkaumboð: Slrákurinn, tem ég er meí, gaf mér minnita kveikjara sem ég hef sé8 — svo lítinn a8 ég fa varla nógu litla steina i hann. Annar strékur gaf mér kveikjara, tem hann keypti I siglingu — honum er fleygt þegar hann er tómur. Ekki man ég, hvorn ég lét róa fyrr, kvaikjarann e8a strékinn. Ég er alltaf að kaupa eldspýtur, en þar misfarast ma8 ýmsum haatti. En eld þarf ég aS hafa. 50. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.