Vikan


Vikan - 11.12.1969, Qupperneq 10

Vikan - 11.12.1969, Qupperneq 10
Hjónin í Fagrahvammi, Ingimar Sigurðsson og Emelía FriSriksdóttir. Milli þeirra situr heimilisvinurnn, Kall. Sá tími er ekki langt að baki, þegar íslendingar þekktu þær rósir einar, sem kaldir fingur vetrarins drógu á gluggarúður í lágum torfbæjum, er hríðin dundi á þekjunni og stormurinn þrumaði við skjáinn. Oftast mun aðdáunin á þess- um listaverkum náttúrunnar hafa verið tregablandin, að minnsta kosti hjá þeim, sem lak- ast þoldu kulsæla daga og og erfiðast var að búa „undir rós“. Það fyllti heldur enginn rósa- ilmur gömlu torfbæina, þótt frostrósir skreyttu skjáinn. En þeir sem gátu skynjað hina köldu fegurð, þegar fölur sól- bjarmi stafaði gluggann, muna þær meðal fegurstu blóma. Gríska skáldkonan Sappho, sem var uppi á 6. öld fyrir Krist, kallar rósina „drottningu blóm- anna“ og það heiðursnafn ber hún enn í dag. Mörg fögur blóm hafa frá fornu fari verið kölluð rósir hér á landi. Ef til vill er nafnið dreg- ið af hinum rauða lit margra rósa, ekki sízt villirósa í Evrópu. Talið er að í jarðlögum í Oregon, séu rósasteingerfingar allt að 35 millj. ára gamlir. Fyrstu frásagnir um ræktun rósa eru frá þriðja árþúsundi fyrir Krist. Þá sendi Babýloníu- konungur rósatré heim í höfuð- borgina, og í höll Nebúkadnesar voru rósir málaðar sem þak- skraut. Sennilegt er, að Persía sé upp- runaland rósaræktarinnar. Pers- ar framleiddu rósavatn og fluttu til Evrópu á miðöldum. Elztu rósamyndir í Evrópu finnast á eyjunni Krít og eru taldar vera frá 1600 árum fyrir Krist. Talað er um rósir í kvið- um Hómers. Var lík Hektors smurt með rósaolíu. Á 5. öld fyrir Krist lýsir Hero- dot rósategund sem ilmi sérlega vel og beri 60 krónublöð. Um 10 VIKAN 50-tbl- svipað leyti var Anakreon uppi og orti eitthvert fyrsta kvæði, sem til er um rósir. Snemma var rósin vígð ástar- gyðjunni Afródíte og í gyðju- veizlum skreyttu menn sig með rósum henni til dýrðar. Seneca telur Rómverja eiga eins konar gróðurhús og koma þar rósarunnum i blóma í desem- ber. Með Germönum var rósin tákn og ímynd ástarinnar. Unga stúlk- an gaf unnusta sinum rósagrein sem tryggðapant. Konur gáfu mönnum sínum rósablómhnapp, þegar þeir lögðu af stað í orr- ustu, þeim til verndar. í Hildesheim vex frægur rósa- runni sem sagnir telja að Karl mikli keisari hafi gróðursett í klausturgarðinum. Ætti sá rósa- runni að vera rúmlega þúsund ára gamall. Menn efast nú um þetta, en segja hann a. m. k. fimm hundruð ára. Þessi æva- gamli runni er náskyldur glit- rósinni okkar, sem vex að Kví- skerjum í Öræfum. Á Karls dögum ritaði munkur- inn Strabó einhverja fyrstu garð- yrkjubók í Evrópu. Hún hét „Litli garðurinn“ og kallar hann þar rósina „blóm allra blóma“. Danir hafa sennilega fyrstir flutt ræktaðar rósategundir til íslands, pottablóm í fyrstu, en síðan garðrósir og gróðurhúsa- rósir. Tala rósaafbrigða er orðin geysileg. Er saga margra þeirra merkileg, t. d. friðarrósarinnar (Peace). Hana valdi Frakkinn Francis Meilland úr 800 fræjurt- um rósa í garði sínum við Lyon árið 1936. Hertoginn af Windsor sá þessa nýju rós 1940 og dáð- ist mjög af henni. En þá flæddi þýzki herinn inn í landið. Meil- land þorði ekki að bíða, heldur bjó um nokkrar greinar af rós- um og sendi vini sínum. R. Pyle í Bandaríkjunum og kom á síð- ustu stundu einkaleyfisskjölum sínum til hans. Rósin nýja fékk gullverðlaun í Frakklandi 1941, undir nafni móður Meillands, og var árið eft- ir kölluð fegursta rós Frakklands. Þjóðverjar nefndu hana Gloria Dei, þ.e. „guði til dýrðar“, ítalir „Gioia“, það er gleði. En Pyle hinn bandaríski kallaði hana „Peace“, friðarrós. Hún fékk gullverðlaun undir því nafni vestra 8. sept. 1956. Þegar hinir 49 fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna mættust í San Francisco 7. maí 1945, stóð blómavasi með „friðarrós" á borði sérhvers þeirra, og þar lá miði, sem á var ritað: „Við vonum, að friðarrósin orki á hugsanir manna til eilífs friðar“. Friðarrósin ber gul og ljósrauð litbrigði. Hin volduga kaþólska kirkja tók rósina í þjónustu sína og varð rósin blóm Maríu (flos vir- ginum). Menn stráðu rósum á hvítasunnunni, sem ímynd gjafa heilags anda. Allt frá 11. öld hefur páfinn, þann fjórða sunnu- dag í föstu, vígt hina „gullnu rós“. Bænaband kaþólskra manna — rósa kransinn — er líka kennt við rósina. í rósastríðunum ensku, voru hvítar og rauðar rósir einkenni hinna stríðandi konungsætta. Enn í dag, bera verðir Tower- kastala einkennisbúning með rósamyndum. — Rauð rós á bak en hvít á brjóst —• eins og fyrir rúmlega hálfri fimmtu öld. Þessa þætti hef ég dregið út úr ritgerð, sem Ingólfur Davíðsson, magister, birti í garðyrkjuritinu árið 1960. (Þættir úr sögu rós- anna). En hver er svo saga rós- arinnar í íslenzkum heimkynn- um og hvern sess skipar hún nú í lífssögu þjóðarinnar? Því nær allar tegundir rósa sem hér eru ræktaðar eru inn- flytjendur, en hafa nú eignast fósturland, þótt búa verði þeim önnur skilyrði til lífs og land- vistar, en jurtum, sem frá örófi alda hafa dregið næringu úr ís- lenzkri mold og óvarðar mætt öllum misviðrum. Einn haustkaldan drottins dag er ég svo staddur á heimili Ingi- mars Sigurssonar, garðyrkju- manns í Fagrahvammi í Hvera- gerði, en hann mun nú einna lengst íslenzkra manna hafa ræktað blóm undir gleri. Rækt- un í vermihúsi hóf hann fyrir 40 árum, nánar tiltekið árið 1929 og hefur síðan 1946, því nær ein- göngu ræktað rósir. Ingimar er Þingeyingur í báð- ar ættir. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Drafla- stöðum, skólastjóri við búnaðar- skólann á Hólum og síðar búnað- armálastjóri, og kona hans, Þóra Sigurðardóttir frá Fornastöðum, og því bæði úr Fnjóskadal. Ingimar fæddist 2. marz árið íbúðarhús Ingimars Óskarssonar. D Rætt við Ingimar Sigurðsson í Hveragerði

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.