Vikan


Vikan - 11.12.1969, Page 18

Vikan - 11.12.1969, Page 18
ÞA HREIFST MAÐUR FRA HVIRFLI TIL ILJA Rætt viö frú Huldu Á. Stefánsdóttur, Texti: Dagur Þorleifsson fyrrv. skólastjóra Myndir: Sigurgeir Sigurjónsson Frú Hulda Á. Stefánsdóttir. Þeir sem leggja leið sína í hina nýju og myndarlegu verzl- un Heimilisiðnaðarfélags fslands í Hafnarstræti yfir sumartímann, sjá þar ekki einungis margt gull- fallegra muna sem vitna að enn lifir í glóðum forns þáttar menn- ingar okkar, sem mörgum er annars gleymdur hversdagslega. En viðskiptavinirnir sjá ekki ein- ungis vöruna, þeir sjá hana verða til — að nokkru leyti að minnsta kosti. Því að á efri hæð verzlun- arinnar spinnur Hulda Árdís Stefánsdóttir á rokk tvo tíma á dag. Heimilisiðnaðurinn hefur, eins og annað sem auðgar ís- lenzka menningu og þjóðlíf, alla tíð verið eitt hennar megin- áhugamála. Hulda er löngu þjóðkunn sem einn merkasti menntafrömuður okkar úr hópi kvenna. Hún var í fjölda ára skólastjóri hús- mæðraskólans á Blönduósi og húsmæðraskólanum í Reykjavík veitti hún forstöðu fyrstu tólf ár hans. Eðlilegt mátti kalla að Hulda veldi þessa braut: hún er sem alþjóð veit dóttir Stefáns Stefánssonar, kennara á Möðru- völlum og skólameistara á Ak- ureyri. Stefán skólameistari var einn þessara eldmóðugu vor- manna aldamótaáranna, sem vöktu þjóðina frá martröð margra alda, martröð erlendrar kúgunar, einokunar og menntun- arskorts. Áhugi Huldu á íslenzkum heimilisiðnaði leynir sér ekki heldur þegar komið er heim til hennar í Goðheima 26. íbúðin er öll dýrlega prýdd gömlum list- munum. Þar er kvensöðull gerð- ur árið 1871 af völundi sem hét Finnbogi Kristófersson, boginn lagður látúni með ígröfnu jurta- munstri. Þar eru líka fagurlega útskorin fjöl eftir Bólu-Hjálm- ar og askar, þar á meðal einn sem Ólöf skáldkona frá Hlöðum gaf Huldu. Askarnir eru allir með íhvolfu loki. — í það var bitamaturinn lát- inn, segir Hulda. — En spóna- maturinn, eða vætan, eins og það var kallað, í askinn sjálfan. Og hérna er lítill askur, einn af þeim sem börn borðuðu úr. Þeir voru kallaðir nóar, eða barnsnóar. — Ég er fædd á Möðruvöllum í Hörgárdal á nýjársdag 1897, segir Hulda þegar við höfum setzt við borðið í stofunni með segulband og kaffibolla á milli okkar og viðtalið hefur formlega hafizt. — Þá var faðir minn kennari á Möðruvöllum, en Jón Hjaltalín skólastjóri. Hann gegndi þeirri stöðu til 1908, er hann flutti úr skólanum, en þá varð faðir minn skólastjóri. Hversu stór var Möðru- vallaskóli þá? dítli nemendur hafi ekki verið um eitt hundrað. Skólinn var þá frekar í blóma, en stundum vegnaði honum verr. Þegar faðir minn kom í skólann, voru nemendur ákaflega fáir; sjö í efri bekk, þar af einn ný- sveinn, og enginn í neðri bekk. En þetta lagaðist, og undir lok- in var skólinn orðinn fjölsóttur. Heimavist var í skólanum og foreldrar mínir sáu um matinn. Var Kristín Jónsdóttir matráðs- kona. Séð var um þjónustu og matreiðslu fyrir nemendur, en þeir lögðu sér til. Margir piltar komu til dæmis með kindur og þeim var slátrað þarna á staðn- um. — Voru skólapiltar yfirleitt stutt að? -— Nei, nei. Þeir voru allsstað- ar að, alltaf margir úr Þingeyj- arsýslunum og Múlasýslum, en auðvitað mjög margir þarna úr nágrenninu, Eyjafirði, Skaga- firði og Húnavatnssýslum. — Hvenær var skólinn stofn- aður? Hann var stofnaður 1880. Þá var enginn framhaldsskóli á Norðurlandi nema kvennaskóli Húnvetninga, kvennaskólinn á Laugalandi var þá raunar til líka, en hann lagðist niður. Hins vegar hefur kvennaskóli Hún- vetninga alltaf haldið velli. Hann er elzti framhaldsskóli á Norður- landi. Var stofnaður 1879, varð níræður nú í haust. Upprunalega var hann stofnaður á sveitabæ, á Undirfelli í Vatnsdal, hjá pró- fastinum þar, séra Hjörleifi Ein- arssyni, föður þeirra Kvaran- anna. En aðalhvatamaðurinn að skólastofnuninni og sá sem studdi ötullegast að því máli var Björn Sigfússon á Kornsá. En svo tók kvenfóikið auðvitað þátt í þessu, prestskonur og heima- sætur; þær studdu mjög að þess- ari kvennaskólastofnun. Það mátti svo sem segja að þessi skóli væri ósköp ófullkominn til að byrja með; hann átti ekkert húsnæði og var bara í baðstofu- húsi. En yfir Möðruvallaskóla var byggt þegar í upphafi. Það var byggt yfir hann á rústum Friðriksgáfu, amtmannsstofunn- ar, sem eyðilagðist í eldsvoða, eins og skólahúsið síðar. Hólaskóli lagðist sem kunnugt er niður um aldamótin 1800, og þá var enginn skóli í Nnrðlend- ingafjórðungi. Það hefur verið upp úr því, þegar menn fóru að finna til skólaleysisins, að hafizt var 18 VIKAN 50 tbI

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.