Vikan


Vikan - 11.12.1969, Síða 23

Vikan - 11.12.1969, Síða 23
Liddy vafði um hana sjalinu. Liddy var við hlið hennar og yildi hjálpa henni. Allir hinir vildu líka hjálpa henni. Gabriel , hún gat treyst þeim öllum, — öllum nema Frank. Frank hafði svikið hana. Frank hafði aldrei elskað hana. Og hún huldi andlitið í hönd- um sér og grét beizklega. Frank Troy hafði ekki augun af steinsmiðnum, eina einustu mín- útu. Hann varð að gera þetta vel, hann mátti ekki gera nokkur mis- tök. Þetta var það eina sem hann gat gert fyrir Fanny, sem hvíldi þarna í fátæklegu kistunni sinni. I köldu haustregninu rogaðist hann með legsteininn til kirkjugarðsins í Weatherbury, og setti hann upp þar. Þegar hann var búinn leit hann ekki á steininn, hann vissi svo nákvæm- lega hvernig hann var og hvað á honum stóð. Hann hafði sjálfur ákveðið hvert atriði. En eitt átti hann eftir að gera, og þar var að setja niður páskaIiIjulauka á leiðið Fannyar. Næsta vor myndu þessi blóm upprisunnar blómstra á gröf hennar, það var það eina sem hæfði henni, — henni, sem í raun og veru var eiginkona hans! Hann tók ekkert eftir regninu, sem lamdi steininn og áletrunina á honum: Frank Troy reisti þennan stein, til minningar um Fanny Robin, sem dó 9. október 1866, tvítug að aldri. Hann gróf laukana niður, og hjarta hans var þungt af sorg. — Fanny, hvíslaði hann angur- vært, — Fanny . Rödd hans var grátþrungin, og hann sá fyrir sér sorgmæddan svip- inn á andliti Fannyar, svipinn, sem hann skildi ekki. Hún varð að berj- aumi ast ein við erfiðleikana, — alein . . Þegar Frank hafði lokið við að setja niður laukana, hljóp hann upp að kirkjunni og flýtti sér inn í forkirkjuna, til að leita skjóls und- an regninu. Þar settist hann, sat grafkyrr og starði fram fyrir sig. Kinnar hans voru votar, hann vissi ekki hvort það var af tárum eða regninu, og enginn varð hans var. Hann gat ekki farið heim til Bats- hebu. Hann gat ekki snúið aftur heim í hjónasængina, eins og ekk- ert hefði skeð. í stóru dagstofunni hafði hann horft á Fanny í kistunni og barnið þeirra, hvernig gat hann gleymt þeirri sjón, ef hann átti að eyða ævinni í húsi Batshebu? Hann stóð upp, gekk aftur út í regnið og hvarf milli hæðanna í grárri morg- unskímunni. Hann vissi ekki að regnvatnið úr þakrennu kirkjunnar hafði skolað burt moldina frá laukunum, sem hann var nýbúinn að gróðursetja með svo mikilli ná- kvæmni. .. 1 % # 1 3 1 |Í| § ■■ Jpl ® 1 - :: il: r § +■' p®. |m; — Þetta verður þitt verk framvegis, sagði Batsheba. Frank hafði tekið ákvörðun. Hann fór burt, — burt frá Weatherbury. Enginn vissi hvert hann fór, og eng- inn leitaði hans. Ekki einu sinni Batsheba. Hún var að mestu leyti ein með Liddy. Legsteinninn í kirkju- garðinum hafði sagt henni það sem hún þurfti að vita. Það sá heldur enginn Frank Troy, þegar hann gekk niður hæðardrög- in að hafinu. Sólsetrið speglaðist í haffletinum, og hann stóð kyrr um stund og virti fyrir sér litadýrðina og hafið: — úfið og breytilegt, eins og mannlífið, eins og hann sjálfur Svo afklæddist hann hægt og ró- lega. Hann skildi fötin sín eftir á steini við fjöruborðið, þegar hann óð út í. Vatnið lagðist að nöktum líkama hans; þegar það náði honum upp undir hendur lagðist hann til sunds. Hann synti frá landi með rólegum en sterklegum sundtökum. Við og Boldwood bar Batshebu inn á skrifstofuna bak við korn- skemmuna. við leit hann um öxl, en hélt svo áfram. Oldurnar skullu saman yfir höfði hans, og brimniðurinn varð æ veikari. Hann kom ekki aftur til lands. Fötin hans lágu þar sem hann hafði lagt þau. Nokkur fótspor lágu niður að sjónum, engin til baka Smátt og smátt færðist lífið á búgarði Batshebu aftur í sitt gamla horf. Batsheba fór að sjá um bú- sýslu og tók á sig alla ábyrgð á búskapnum. Hún var ekki lengur kona manns, hún var einráð, réði yfir búgarði sínum og starfsfólki. Augnsvipur hennar var öðruvísi en áður, — dýpri, dekkri. Hún brosti biturlega með sjálfri sér, þegar hún einn morguninn gekk inn í kornskemmurnar, til að kaupa sáðkorn. Hún mundi eft- ir því hvernig alla hafði sett hljóða, þegar hún kom þangað í fyrsta sinn; hvernig allir karlmennirnir höfðu snúið sér við til að virða hana fyrir sér, — og hvernig reynt hafði verið að pretta hana. Nú vissu þeir hver hún var. Hún renndi fingrunum í gegnum kornið í sýn- ingarsekkjunum, og fann að því sem var slæmt að hennar áliti. Hún heyrði bændurna í kringum sig jag- ast um verðið. Hún kom auga á William Boldwood, nokkuð langt í burtu, og hún sneri sér við. Þess- vegna sú hún ekki ókunna mann- inn, sem kom inn um hliðið. — Ég er að leita að frú Troy, sagði hann lágt við einn bændanna. — Hvar finn ég hana? — Frú Troy stendur þarna, sagði maðurinn og benti með höfðinu í áttina til Batshebu. Okunni maðurin gekk til henn- ar og tók ofan barðabreiðan hatt sinn. — Frú Troy? — Já, hvað er það? Það varð allt í einu dauðaþögn í skemmunni. Nokkrir bændanna læddust nær, til að heyra betur hvað sagt væri. William Boldwood gekk nokkrum skrefum nær henni, og það var auðséð að hann beit á jaxlinn. — Ég ber yður slæmar fréttir, sagði maðurinn, jafn lágt og áður. — Það lítur út fyrir að maðurinn yðar hafi drukknað Batsheba stóð hreyfingalaus, and- lit hennar var eins og meitlað í stein. — Straumurinn hlýtur að hafa sogað hann með sér, hélt ókunni maðurinn áfram. — ég Hann þagnaði snögglega. Bats- heba var orðin föl sem nár, og rétti fram hendurnar, eins og til að leita stuðnings. Maður, sem stóð bak við hana, reyndi að styðja hana, en William Boldwood var fljótari til. — Hvað hefur komið fyrir, sagði hann. — Maðurinn hennar hefir drukkn- að, sagði ókunni maðurinn. Strand- vörðurinn fann fötin hans og skóna í fjöruborðinu. Það voru nokkur bréf í vösum hans, oq á þann hátt komst lögreglan að þvi hver hann var. Straumurinn er mjög stríður þarna við klettana. Dáinn! Frank Troy dáinn! Bold- wood lyfti Batshebu upp á arma sér. Hún !á grafkyrr og máttlaus Framhald á bls. 50.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.