Vikan - 11.12.1969, Page 25
Kvöld nokkurt skýtur nmman upp
kollinum og talar einslega við frúna
um jólagjafirnar . . .
að komast hjá að sjá þau. Amma
hefur nú alveg gengið af vitinu,
og hefur þegar komið fyrir tíu
til tólf gjöfum víðs vegar um
húsið, þar sem skínandi pappír-
inn og marglit böndin munu
vissulega vekja á sér athygli.
„Ágætt,“ segjum við síðan,
„börnin fá þá tuttugu — þrjátíu
gjafir hvert, en þar verður líka
látið staðar numið, það meina ég
að minnsta kosti,“ en fyrsta lota
er töpuð. Þér eruð örmagna og
ekki alltof öruggur um úrslit
næstu umferðar, sem gerir ráð
fyrir að kaupa þurfi gjafir handa
öllum í fjölskyldunni og vina-
hópnum. Þessi sókn hefur þó
krafizt ákveðins undirbúnings.
Litlir auglýsingabæklingar falla
inn um bréfarifuna, auglýsingar
í dagblöðum og vikuritum,
gluggaskreytingar, smá athuga-
semdir eins og: „Verið viðbúnir,
ef það kæmi óvænt gjöf frá
Láru frænku eða Pétri frænda,
og kaupið tylft af Óla Lokbrár-
kjólum okkar handa hinum
óvænta gefanda." I lok nóvem-
ber eruð þér mýkri á manninn,
og það setur að yður hroll við
þá tilhugsun, að tengdamamma
kæmi og eiga þá ekkert til end-
urgjalds, og hvað gerðist, ef ná-
granninn kæmi með gjöf? Það
hallar óðfluga undan fæti hjá yð-
„Ég hef nú aldrei á ævi minni lent í annarri eins
jólaös.“
ur. Fjarskyldur ættingi kemur
aðvífandi og segir hjartanlega,
að honum finnist að fullorðnir
ættu ekki að gefa hver öðrum
gjafir í ár. Þetta kemur eins og
þruma úr heiðskíru lofti, því að
yður hafði ekki eitt augnablik
dreymt um að gefa þessum hluta
fjölskyldunnar gjafir — hvorki
hinum fullorðnu né sjö börnum
þeirra, en nú þegar lögð er
áherzla á orðið „fullorðnir" seg-
ir það líka, að þeir búist að
minnsta kosti við gjöfum handa
krökkunum.
Það er kominn desember, og
heilaþvotturinn hefur náð há-
marki sínu. Nú má þetta fara
sínu fram, eins og vill — þér er-
uð viðbúnir hinu versta. Jafnvel
mynd í tímariti af sportbíl á
hálfa milljón við hliðina á jóla-
tré og skýringartextinn: „Komið
konu yðar á óvart um jólin,“
kemur yður til að brjóta heilann
um, hvort þér séuð virkilega
nógu aumur til að svíkja konu
yðar um þvílíkan rauðan sport-
vagn. Þér ákveðið þó að kaupa
loðfeld á tuttugu þúsund og yð-
ur finnst þér vera svo smásálar-
legur, þegar þér hafið keypt
hann, að þér skundið út aftur og
kaupið einhver dýr undirföt, svo
að henni finnist ekki alveg vera
gengið framhjá sér. Nágranninn
kemur heim með jólatréð sitt, og
þér skrifið á bak við eyrað, að
þér verðið að muna að kaupa tré,
sem er að minnsta kosti hálfum
metra hærra. Gjafir tengda-
mömmu til barnanna eru rann-
sakaðar nákvæmlega, svo að þér
getið keypt dýrari gjafir. Þér
rembizt eins og rjúpan við staur-
inn til að muna nöfn á fólkinu,
sem þér hafið ekki hitt árum
saman, og setjið þau á gjafalist-
ann til að vera í öruggri höfn.
Jólaverðlistarnir hrúgast upp og
eru athugaðir vandlega langt
fram á nætur. Fólk spjallar sam-
an í troðfullum strætisvögnum,
verður rennblautt í rigningunni,
fær regnhlíf í augað, er ávítað
af vagnstjóranum, týnir nokkr-
um pökkum á leiðinni, og þegar
verzlanirnar hafa lokað fyrir há-
tíðarnar, æðið þér um eins og
vitstola til að reyna, hvort þér
getið ekki enn skotizt einhvers
staðar inn til að festa kaup á
þeim gjöfum, sem þegar hafa
gleymzt. Að því búnu skundið
þér heim, dragið tré upp úr kjall-
aranum, það kemst ekki gegnum
dyrnar og það er of hátt til að
geta staðið í stofunni, jólaskraut-
ið síðan í fyrra er brotið, og það
er ekki nóg til af kertum. Öllu
er þó kippt í lag áður en líður á
löngu, og þér hnígið örmagna
niður; en til þess er enginn tími,
því að það eru enn gjafir, sem
ekki hefur verið pakkað inn, og
húsmóðirin hefur ekkert á móti
þvi, að henni sé rétt hjálparhönd
í eldhúsinu.
Miðdegisverðinum er lokið,
það er kveikt á trénu og börnin
steypa sér yfir þriggja metra
hátt gjafafjallið — í langan tíma
heyrist aðeins skrjáf í pappír og
böndum, sem klippt eru í sund-
ur, sem síðan er dreift í allar
áttir með villtum ópum. Það er
þvegið upp, börnunum er komið
1 rúmið um síðir, það er komið
miðnætti, og þér sitjið sem lam-
aður og reynið skjálfandi hönd-
um að kveikja í pípunni. Það er
skuggsýnt í stofunni, aðeins
nokkur kerti loga ennþá á trénu.
Leikföngin — gleymd og ef til
vill þegar brotin — liggja ein-
mana í dimmum skotum. Yður
verður litið á fjallið af litskrúð-
ugum jólapappír og böndum, en
það er ekki lengur fjall, öllu
heldur minnismerki yfir jóla-
gleði nútímans ■—- öfgafyllsta
heilaþvott, sem mannkynið hef-
ur nokkru sinni uppgötvað.
☆
50. tbi. VIKAN 25