Vikan


Vikan - 11.12.1969, Síða 26

Vikan - 11.12.1969, Síða 26
Þegar Robert Kennedy var myrtur, stóð hann nœr tak- marki sínu en nokkru sinni jyrr. llann stefndi markvisst að því að verða forseti Banda- ríkjanna, ekki aðeins til að feta í fótspor bróður síns og rétta hlut hans, heldur fyrst og fremst til að gera hugsjónir nýrrar aldar að veruleika. Ævi Kennedy-brœðra er saga um þrotlausa baráttu þeirra fyrir fnði og réttlœti, sem lauk með hryggilegum örlögum beggja. VIKAN birtir hér stuttan kafla úr Ævisögu Ro- berts Kennedy, sem Gylfi Gröndal, ritstjói'i, hefur skrif- að. I bókinni er rakin ævi Roberts og hinnar óvenju- legu Kennedy-fjölskyldu. Lýst er beinsku hans og upp- vexti, starfi hans sem dóms- málaráðherra og síðan öld- ungadeildarþingmaður New York-ríkis. Loks er sagt ítar- lega frá œvilokum lians. •jp* John F. Kennedy forseti, og Bo- bert Kennedy, dómsmálaráðherra, á tröppum Hvíta hússins. HÆGT OG HÆGT fennti yfir blóðug spor styrjaldarinnar. Jos- eph Kennedy varð aftur sáttur við tilveruna, eftir að dauðinn hafði fyrsta sinni höggvið skarð í röð sona hans. Hann missti ekki sjónar á takmarkinu, sem hann dreymdi um, að fjölskyldan næði. Vonirnar, sem tengdar voru frumburði hans og alnafna, batt hann nú við næsta soninn í röðinni, John Fitzgerald. Fyrst Joseph yngri hafði fallið frá, átti John að taka við hlutverki hans, verða stjórnmálamaður og ná langt á því sviði. Gamli maður- inn var löngum trúr kjörorði sínu, — að sigra og verða fyrst- ur. Tilraun Roberts Kennedys til að verða þriðja stríðshetja fjöl- skyldunnar hafði farið út um þúfur. Hann sneri sér aftur að námi og settist í Harvard. En áður brá hann sér af tilviljun í skíðaferð til Mont Tremblant í Kanada, eins af sex þjóðgörðum Quebecs-fylkis. í fjallahéruðum þessum snjóar meir á vetrum en víðast hvar annars staðar, og þar eru því ákjósanleg skilyrði til skíðaiðkunar. Og á fáum stöðum verður betur notið heilnæms fjallalofts og stórbrotinnar nátt- úrufegurðar. f þessu umhverfi hitti Robert saut.ián ára gamla stúlku, Ethel Skakal. Þau vissu náin deili hvort á öðru, þótt þau hefði aldr- ei áður sézt. Kunnugleikar voru með fjölskyldum þeirra, þar sem börnin gengu í sömu skóla. Et- hel var til dæmis skólasystir og vinkona Jean, yngstu systur Ro- berts. Um skeið voru þær her- bergissystur í heimavistarskóla. Ethel var um margt óvenjuleg stúlka. Hún var þróttmikil, glað- vær og hreinskilin og hafði geysilegan áhuga á íþróttum. Hún hreifst strax af hinum al- vörugefna, tvítuga stúdent, þótt hann væri hlédrægur og feiminn og hefði aldrei litið stúlku hýru auga. Þau lifðu saman ofurlítið saklaust ævintýri í skíðaferðinni, og Ethel hét því með sjálfri sér, að þessum manni skyldi hún gift- ast og engum öðrum, hvað sem það kostaði. Ekki varð henni vel ágengt í fyrstu. Að skíðaferðinni lokinni og nokkrum stefnumótum að u mmimmmá í i* 2* *" * **m *m*£ Bfí ummummt mmmimmr. •t tmwt umwi s: ::««í saarSsi i*i mmmm rnimmitmwí *.«»,». ***** ■ ...... Z? * : mmm WnMmtm svo mætti lengi telja. Systir Roberts, Eunice Shriv- er, segir, að hann hafi verið vina- fár og einmana á unglingsárum sínum. Þrátt fyrir viljafestu og kjark, hafi hann öðrum þræði verið viðkvæmur í lund, feim- inn og innhverfur. En Ethel hafi tekizt með ástríki sínu, glað- lyndi, bjartsýni og dugnaði að draga hann út úr skel sinni og veita honum þann styrk, sem hann þarfnaðist til að atorka hans og hæfileikar fengju notið sín. Vorið 1951 lauk Robert lög- fræðiprófi frá háskólanum í Vir- giníu. Hann hafði alla tíð verið fremur lítill námsmaður og reyndist það einnig í þetta sinn. Hann varð 56. í röðinni af 125 nemendum, sem útskrifuðust. Mánuði síðar ól Ethel fyrsta barn þeirra. Það var stúlka, og var hún heitin í höfuðið á næst- elztu systur Roberts, sem fórst í flugslysi þremur árum áður. En Ethel lét ekki þar við sitja. Hún ól manni sínum ellefu börn. Fimm sinnum var gerður á henni keisaraskurður. Nöfn barnanna eru þessi í réttri aldursröð: Kath- leen Harrington, fædd 1951, Jos- eph Patrick, 1952, Robert Fran- cis, yngri, 1954, David Anthony, 1955, Mary Courtney, 1956, Mic- hael LeMoyne 1958, Mary Kerry, 1959, Christopher George, 1963, Matthew Maxwell Taylor, 1965, Douglas Harriman, 1966 og loks Rory Elizabeth. 1968. Þegar Ethel eignaðist tiunda barnið, varð Rose, móður Ro- berts, að orði: ,,Ef ég hefði vitað, að um samkeppni yrði að ræða, hefði ég eignazt miklu fleiri börn!“ 25 ára gamall hóf Robert starfsferil sinn með dágott veg- arnesti: lögfræðimenntun, millj- ónir föður síns, vaxandi álit Johns F. Kennedy á sviði stjórnmálanna, og síðast en ekki sízt trausta og góða eiginkonu við hlið sér. Skíðaferðin til Mont Trem- blant um árið reyndist honum sannkölluð heillaför. Ofurlítið ævintýri á reginfjöllum í vetrar- ríki Kanada varð upphafið að mestu hamingju hans í lífinu. ☆ 50. tw. vjkaN 27 „Þau voru sem sköpuð hvort fyrir annað“. Ethel og Robert með barnahópinn sinn. Ellefta barnið fæddist skömmu eftir að Robert var myrtur. Robert Kennedy myrtur. Kennedy-fjölskyldan. Árið 1955 bauð Georg konu sinni með sér í viðskiptaferð til Los Angeles. Þau fóru með einkaflugvél fyrir- tækisins. Frú Ann hafði ímugust á flugvélum, og ferðaðist alltaf með skipum eða járnbrautarlest- um, en brá út af venju sinni í þetta skipti. í námunda við Tulsa í Oklahoma varð sprenging í vél- inni, og allir sem með henni voru fórust. Ellefu árum síðar fórst elzti bróðir Ethel, Georg Skakel yngri, einnig í flugslysi. „Robert og Ethel voru sem sköpuð fyrir hvort annað,“ hefur Ewdard Kennedy sagt, og eru það vissulega orð að sönnu. Þau áttu ótrúlega margt sameiginlegt. Þau voru bæði alin upp við alls- nægtir í stórum systkinahópi á myndarlegu rausnarheimili. Þau höfðu bæði óslökkvandi áhuga á íþróttum og útilífi. Þau væru bæði kaþólsk og strangtrúuð, og ÆVISAGA ROBERTS KENNEDY auki, varð Robert hrifinn af eldri systur hennar, Pat. Hún var gjörólík Ethel, hæglát og bók- hneigð. í nokkra mánuði mátti Ethel horfa upp á, er Robert og systir hennar fóru út að skemmta sér hvenær sem tækifæri bauðst. Nærri má geta, hvernig henni leið, enda sagði hún síðar, að þessi tími hefði verið sem heil eilífð. En góðu heilli slitnaði upp úr sambandi Roberts og systur- innar. frskur arkitekt komst í spilið og varð hlutskarpari. Þá var Ethel fljót að grípa tækifær- ið og taka til óspilltra málanna. „Ég gerði fimm ára áætlun til að sigra hann,“ sagði hún eitt sinn hlæjandi. „Og sú áætlun stóðst, eins og allar aðrar áætl- anir, sem ég geri. Erfiðast var að fá hann til að bera upp bónorðið. Hann var svo skelfing feiminn. En það tókst með guðs hjálp og góðra ættingja." Einmitt fimm árum síðar, 17. júní 1950, giftu þau sig með pompi og pragt í kirkju heilagr- ar Maríu í Greenwich. Svara- maður var John F. Kennedy, sem þá var orðinn þingmaður ellefta kjördæmis Massachusettes í full- trúadeild Bandaríkjaþings. Et- hel vann af kappi í kosningabar- áttunni fyrir áeggjan Roberts og þurfti raunar ekki uppörvunar við. Hún dáðist mjög að John og valdi sér bók hans „Meðan Eng- land svaf“ sem verkefni til próf- ritgerðar. Árið áður hafði Ethel útskrifazt frá Manhattanville College of the Sacred Heart, en Robert var enn við laganám í háskólanum í Virginíu. Þau fóru í brúðkaupsferð til Hawaii-eyja o& eyddu þar sól- ríkum hveitibrauðsdögum undir skuggsælum pálmagreinum. Síð- an hófu þau búskap sinn í Char- lottesville. Þau voru hamingju- söm og nutu lifsins í ríkum mæli. Líklega hefur ekki hvarflað að þeim á þessum tíma, að þau væru að leggja grundvöll að fjöl- mennasta og myndarlegasta heimili Kennedy-ættarinnar. Ethel hafði aldrei difið hendi í kalt vatn og kunni því ekkert til húsverka, þegar þau byrjuðu að búa. Sérstaklega fórst henni öll matargerð illa úr hendi. Hún gerði ítrekaðar tilraunir til að baka eggjaköku en árangurinn varð jafn slæmur í öll skiptin. Eitt sinn ætlaði hún að elda kvöldverð fyrir gesti og var í fleiri klukkutíma að útbúa græn- metið, en gleymdi sjálfu kjötinu. Þá gafst Robert upp. Hann réði eldabusku á heimilið og minntist ekki á matargerð við konu sína eftir það. Þótt Ethel hafi alla tíð verið ósýnt um heimilisstörf, hefur hún frábæra skipulags- gáfu, og sá hæfileiki átti síðar eftir að koma henni að góðu gagni. Ethel Skakel Kennedy fæddist í Chicago 1928 og var næstyngst af sjö systkinum. Fjölskylda hennar var á margan hátt lík Kennedy-fjölskyldunni. Faðir hennar, Georg Skakel, var stór- auðugur iðjuhöldur, sem hafði efnazt af eigin rammleik. Hann varð fyrst ríkur á kolaverzlun, en sneri sér síðan að efnaiðnaði. Hann átti fjölda verðmætra fast- eigna, og fyrirtæki hans, Great Lakes Carbon. er enn með stærstu einkafyrirtækjum í Bandaríkjunum Hann var járn- brautarstarfsmaður, þegar hann var ungur, og gat aldrei gleymt fátæktinni og þeim bágu kjörum, sem hann bjó við í æsku. Hann hafði yndi af að barma sér, þrátt fyrir auðævi sín, og brýna fyrir fjölskyldu sinni, hversu- fallvalt veraldargengið væri. „Hver veit nema við verðum á götunni á morgun?“ sagði hann. Fjölskyld- an bjó lengst af á stóru óðals- setri í Greenwich í Connecticut. Landið var hvorki meira né minna en sextán ekrur að stærð. Georg Skakel var oft á vappi í garðinum heima hjá sér, klædd- ur gömlum og slitnum vinnuföt- um. Ókunnugir rugluðust stund- um á honum og garðyrkjumann- inum hans. Móðir Ethel var Ann Brannack og var af írsku bergi brotin. Hún vó rúmlega 200 pund og var sýknt og heilagt með spaugsyrði á vörum. Ekkert var henni heilagt, utan eitt — trúin. Hún var kaþólsk og gætti þess vandlega, að öll börn hennar væru alin upp í rammkaþólsk- um anda, þótt maður hennar væri mótmælendatrúar. Jafnan var léttur og frjálsleg- ur blær yfir heimilislífi Skakel- fjölskyldunnar Andrúmsloftið einkenndist af ærslum, fjöri og framtakssemi. Ethel var hrókur alls fagnaðar og fáir stóðu henni á sporði í leikjum og íþróttum. Hún kunni vel að meta þær glæsilegu ytri r.ðstæður, sem hún bjó við í æsku. í Greenwich var stór hópur bjónustufólks, úti- sundlaug, reiðhestar, tvær segl- skútur og ótalmargt fleira. Ævin- lega var gestkvæmt á heimilinu, og ekki óalgengt, að 25 manns settust þar að kvöldverðarborði. Skakel-fjölskyldan fór ekki varhluta af ógæfunni frekar en

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.