Vikan - 11.12.1969, Síða 33
r
íslenzku NORMA sokkabuxurnar
Kp Þorvaldsson & Co. heildverxlun
Grettisgötu 6 Símar 24730 — 24478
Þá hreyfst maður
frá hvirfli til ilja
Framhald af bls. 21
dæmis þau systkinin frá Gaut-
löndum, Hólmfríður og Jón
Gauti, Ingibjörg svarta og Ingi-
björg hvíta, Friðrik Rafnar og
Gunnlaugur Einarsson sem varð
læknir, og margt og margt fleira
fólk. Alveg framúrskarandi fólk.
Pabbi barðist mikið fyrir því
að skólinn fengi rétt til að út-
skrifa stúdenta, taldi að þá yrði
hinn forni Hólaskóli endurreist-
ur, en honum auðnaðist ekki að
sjá þann draum sinn rætast, ein-
ungis fékk hann því framgengt
eftir að skólinn kom til Akur-
■eyrar og bekkirnir urðu þrír, að
gagnfræðingar frá Akureyri
fengu inngöngu í fjórða bekk
Menntaskólans í Reykjavík, án
þess að taka próf syðra. Það var
svo ekki fyrr en nítján árum
eftir að pabbi tók við skólastjórn
að skólinn öðlaðist hin langþráðu
réttindi. Jónas Jónsson fráHriflu,
gamall nemandi skólans, kom
norður haustið 1927 og færði
skólanum þau gleðilegu tíðindi
að á fundi tuttugasta og annan
október 1927 hefði ráðuneytið
ákveðið að Gagnfræðaskólinn á
Akureyri skuli hér eftir hafa
heimild til að halda uppi lær-
dómsdeild eftir sömu reglum og
gilda um lærdómsdeild Mennta-
skólans í Reykjavík.
Með þeirri heimild var skólinn
gerður að stúdentaskóia, en var
þó eftir sem áður gagnfræðaskóli.
í skólanum á Akureyri var
haldið flestum þessum gömlu
jólasiðum; alltaf byrjað með því
að lesa lestur eða haldin jóla-
guðsþjónusta. Þá var séra Jónas
Jónasson á Hrafnagili kenn-
ari við skólann, og hann hélt
guðsþjónustu á sal, áður en far
ið var að neyta máltíðar. Og svo
voru allir nemendur í boði hjá
foreldrum mínum á aðfangadags-
kvöld. En eina reglu var alltaf
haldið fast við hvað dægrastytt-
ingum viðvék þetta kvöld: það
mátti aldrei spila, dansa eða tefla.
Heim í jólafríið fóru alltaf
mjög fáir, þótt kannski væri
ekki langt að fara, enda leið
nemendum vel í skólanum, þar
var nógur hiti og nóg ljós, en
hvorttveggja skorti þá oft á bæj-
unum. Þarna gátu menn líka
lesið sér til skemmtunar; þeir
höfðu bókasafnið við hendina og
þarna komu öll blöð. Eitt her-
bergið í skólanum var tekið fyr-
ir blaðastofu; þar lágu öll blöð
frammi og piltar gátu komið og
lesið, hvenær sem þeim gott
þótti. Það var mikið lesið um
jólin og geysimikið dansað. Þá
voru komin orgel og fleiri hljóð-
færi.
Fólkið í skólanum skemmti
sér mikið saman, en sótti ekki
rnikið út fyrir hann. Nemendur
máttu ekki sækja skemmtanir í
bænum, nema helzt leiksýningar,
fyrirlestra o. þ. h., en ekki dans-
samkomur. En heima var mikið
dansað og ákaflega mikið sung-
ið. Við höfðum áhugasaman
söngkennara, Magnús Einarsson,
sem orðinn var fullorðinn vel
þegar ég man eftir honum. Hann
var afskaplega söngelskur og
hafði mikinn áhuga á söng. Mig
minnir hann fengi eina krónu
fyrir að ganga út að Möðruvöll-
um á laugardaga og kenna pilt-
um söng.
A fyrstu árunum, sem ég man
eftir mér, var farið að senda
jólakort, sem mun hafa verið
nýjung. Það þótti mikil og góð
gjöf að fá fallegt jólakort.
— Þetta, að jólagjafir tíðkuð-
ust þá ekki, hefur gert að verk-
um að jólin hafa ekki verið jafn
kaupsýsluleg og nú.
— Það voru þau alls ekki.
Samt fylgdi þeim ákaflega mikil
stemning í bænum. Þá var
sveitafólkið að koma í kaupstað-
inn með smábandið sitt og taka
út á það jólavarninginn. Þessu
fylgdi dálítill vs og þys og óvenju
mörg hross voru í hestaréttun-
um. Þá voru bara opnar réttir,
sem þeir settu í hestana, meðan
þeir verzluðu, bændurnir. Það
var ekki fyrr en gamli
Schrader kom til Akureyrar,
þessi þýzki sem byggði Caroline
Rest; það var á fyrri stríðs-
árunum. Hann rak augun í
þetta þegar hann kom til Akur-
eyrar, að við svo búið mátti ekki
standa, að hrossin stæðu svona
úti í kuldanum. Hann bjó á Hót-
el Akureyri, hafði þar íbúð.
Caroline Rest tók allmarga hesta
í einu; þetta var fullkomið hest-
hús með básum í og steyptu
gólfi. Og svo var íbúð fyrir hús-
vörð í öðrum endanum. Þar voru
líka nokkur gistiherbergi, og þar
gátu bændur fengið mjög ódýra
gistingu. Þarna gerði Schrader
líka annan merkilegan hlut;
hann lét halda matreiðslunám-
skeið, sem voru þau fyrstu í
bænum. Þá var hann sérstakur
barnavinur. Um jólin hafði hann
jólatré í samkomuhúsinu og bauð
þangað öllum börnum í bænum.
Annars þekktust jólatré þá ekki
nema hjá danska fólkinu og
þeim, sem sömdu sig að siðum
þess. Til sveita þekktust þau
ekki, nema hvað einstaka heim-
ili hafði spýtutré. Sjálf sá ég
ekki jólatré fyrr en ég kom til
Akureyrar; þá vorum við boðin
til Odds lyfsala Thorarensen.
Þar var alltaf jólatré, og manni
fannst þetta ákaflega dýrlegt og
langaði til að eiga svona, en
pabbi sagði að við ættum ekkert
með að hafa jólatré fyrr en við
gætum ræktað þau sjálf. Þar
kom íslendingurinn fram í hon-
Úrval
Kemur út mánaflarlega
Gerizt áskrifendur
50. tbi. VIKAN 33