Vikan


Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 34

Vikan - 11.12.1969, Blaðsíða 34
um, eins og í svo mörgu öðru. Ef ég gæti sótt jólatré hérna upp í hlíðina, þá myndi ég gera það, en ekki til útlanda, sagði hann. — Þú varst við nám í Kaup- mannahöfn. — Já. Ég bjó hjá Valtý Guð- mundssyni á Amagerbrogade 1916 -—‘17, og 1919—‘20. Þá tók tím- ann sinn að komast milli landa; þegar ég fór út í fyrsta sinn, með gamla Goðafossi, vorum við þrjár vikur á leiðinni. Bretar tóku þá skipið í hafi og fóru með það til Lerwick á Hjaltlandi, til rann- sóknar, býst ég við. — Kaupmannahöfn hefur lík- lega verið talsvert öðruvísi þá en hún er nú orðin. — Hún hefur auðvitað breytzt, en þegar ég kom þangað fyrir skömmu, þá virtist mér miðborg- in enn sjálfri sér lík. Þarna voru þá margir íslendingar, eins og löngum fyrr og síðar. Ég man að við heimsóttum Jón Stefánsson listmálara; hann var þá þegar farinn að vekja athygli. Hann var ákaflega hógvær maður og allt að því feiminn; það var sagt að hann sneri við myndum eftir sjálfan sig, sem hann hafði uppi- hangandi heima, ef von var á gestum. Síðan var ég í húsmæðraskóla í Vordingborg. Það var góður skóli, en strangur og mikil áherzla lögð á sparsemi. fig var eini íslendingurinn þar, auðvit- að, og þótti sem slík nokkuð for- vitnileg í upphafi, því að enginn í skólanum hafði áður séð fs- lending og allir héldu að þeir væru allt öðruvísi en aðrir. En ég kunni vel við mig þarna að mörgu leyti og eignaðist vinkon- ur, sem ég hef samband við enn þann dag í dag. Tal okkar Huldu berst svo aft- ur út til íslands, til Húnaþings, en árið 1923 giftist hún Jóni S. Pálmasyni, bónda á Þingeyrum, og varð þar húsmóðir á stórbúi, þar sem ekki voru færri en tutt- ugu manns í heimili. 1932 tók hún við skólastjórn húsmæðra- skólans á Blönduósi og gegndi þeirri stöðu í fimm ár. — Mér hefur alltaf þótt gaman af að kenna, segir Hulda. Enda var það svo, að eftir að hún hætti skólastjórn, tók- hún unglinga til sín í skóla heim að Þingeyrum, og skyldi maður þó ætla að starfsdagur hennar á því stórbúi hefði verið fullerfiður fyrir. fslenzkur heimilisiðnaður, einkum tóvinna, hefur alltaf verið meðal aðaláhugamála Huldu, enda var móðir hennar, Steinunn Frímannsdóttir, mikil tóskaparkona. ■— Eg vildi gera tó- vinnuna að skyldunámsgrein í húsmæðraskólunum, segir hún. — Þar er að vísu kennt að vefa, en hvergi að spinna á rokk. Ég lagði mikla áherzlu á þetta bæði í skólanum fyrir norðan og hér syðra. Auk tóvinnunnar kenndi ég stúlkunum að gera íslenzka skó. Þegar húsmæðraskólinn í Reykjavík var stofnaður, tók Hulda við forstöðu hans og var skólastjóri þar tólf ár. En hún er Norðlendingur í húð og hár og 1953 flutti hún aftur norður og tók á ný við skólanum á Blönduósi, sem hún stjórnaði til haustsins 1967. Nú á hún heima í Reykja- vík hjá Guðrúnu dóttur sinni og tekur drjúgan þátt í starf- semi Heimilisiðnaðarfélags fs- lands. Hún hefur kennt tóvinnu á námskeiðum félagsins frá upp- hafi þeirra. — Heimilisiðnaðurinn er snar þáttur í menningu okkar, segir Hulda, — og við megum ekki við því að missa þann þátt. Það er ekki einungis það að þessi iðnaður hafi látið eftir sig fjöl- marga dýrlega listmuni, heldur fylgir honum orðaforði, sem nú er því miður mörgum gleymdur, tungu okkar til tjóns. Ég legg alltaf áherzlu á að kenna nem- endum réttu, gömlu orðin, sem notuð voru um vinnuaðferðir og efni. Reykvísk stúlka, sem var hjá mér á tóvinnunámskeiði, sagðist hafa lært þar fimmtíu og fjögur ný orð á einni viku. Það vildi ég að sem flestar af jafn- öldrum hennar gerðu. Timinn líður og ég skilst nauð- ugur við þessa greindu, fjölfróðu konu, sem í bernsku var vitni að einum merkasta þættinum í endurvakningu þjóðar okkar og hefur sjálf á starfsferli sínum verið í fylkingarbrjósti meðal skólafrömuða hennar. Hulda kann frá mörgu að segja og ger- ir það skemmtilega, frá mönnum og málefnum nyrðra og syðra, fyrr og nú, og hún fylgist vel með hverju því er gerist í mennta- og þjóðfélagsmálum. Á tíðarandann lítur hún hvössum gagnrýnisaugum. — Ég felli mig ekki við þessa múgmennsku, sem mér virðist fylgja nútíðinni, segir hún. — Eða klíkuskapinn, sem nú sýnist vera allt í öllu. Menntun og hæfi- leikar virðast ekki skipta neinu, þegar um það er að ræða að öðl- ast eitthvað, heldur hitt að vera í réttum klikum, þekkja þennan, vera skyldur hinum. Piltur sem á áhrifamikinn föður þarf ekki annað sér til ágætis til að kom- ast í þægilega stöðu; hann þarf ekki annað en koma til föður síns og segja: pabbi, hér er ég. Og svo er eins og alls stáðar sé ríkjandi sá andi er segir fólki að hugsa aðeins um sig. Pabbi var vanur að segja: Ekkert er ofgert fyrir landið. Þegnskapur- inn lá þeim í blóðinu, honum og samtímamönnum hans. Nú er eins og allir haidi að ríkið sé til þess eins að plokka það. Það er eins og fólk hafi gleymt því að ríkið er það sjálft, og að enn krefjast tímarnir þess að fslend- ingar standi saman og sýni þegn- skap, ef ekki á verr að fara. Undir það getum við víst tek- ið með Huldu, þótt sjáifsagt verði ekki allir á einu máii um hvernig þegnskapur verði bezt sýndur á þessum dögum. Og ljúkum við þessu spjalli með nokkrum línum úr skólasetning- arljóði eftir séra Matthías, ortu fyrir Möðruvallaskólann og lengi meðal mest sungnu ljóða þessa fyrsta endurreista menntaseturs norðanlands: Margt er að læra Ijúfu mennta- vinir, en listin æðst er þó að verða menn, sem reynast sinnar þjóðar heilla- hlynir, því harðar skúrir bíða Snælands enn! dþ. HIIAR ER UIN HANS NÓA? Það er alltaf sami leikurinn í henni Yndisfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góð- um verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verð- launin eru stór konfektkassi, fullur af bezta konfekti. og fram- leiðandinn er auðvitað Sælgætisgerðin Nói. SSðast er dregið var hlaut verðlaunin: Ragnar Hauksson, HjarSarhaga 50, Reykjavík. Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja i skrifstofu Vikunnar. 50. --t Úrval Kemur út mánaðarlega Gerizt áskrifendur 34 VIKAN 50- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.