Vikan


Vikan - 11.12.1969, Síða 36

Vikan - 11.12.1969, Síða 36
r\ /1 SKARTGRIPIR Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist. - SIGMAR 06 PÁLMI - Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og Laugaveg 70. Sími 24910. CANADA DRY HF OLGERÐIN EGILL SKALLAGRIMSSON Ég gerðist hreingerningarkona Framhald af bls. 15 því ekki að hreinsa geymslurn- ar, en það getið þér gert á morg- un . . . Eg sagði henni að ég væri upp- tekin ,en ég sagði henni ekki að nú væri mér ljóst hversvegna henni gengi svona illa að fá heimilishjálp. Þessi kona, fyrsti vinnuveit- andi minn, veitti mér verðmæta þekkingu. Hún hafði mikið til síns ágætis. Það var engin óregla á heimili hennar, og nóg var af áhöldum. Þarna voru engin börn eða húsdýr til að tefja fyrir. Það eina sem var ábótavant, var að það var ómögulegt að vinna fyr- ir hana. Hún leit ekki á Kate sem mannlega veru, heldur sem eitt af hreingerningaráhöldum sín- um. Hún borgaði þessum róbót gott kaup og fannst að þar með væri hún laus allra mála, hún gæti aldrei gert sér í hugarlund hversvegna hún ætti erfitt með að fá einhvern til að vinna fyrir sig. Næsta dag var ég ráðin til hálfs dags. Það var í eldra húsi hjá yngri húsmóður, líklega innan við þrítugt. Hún var í peysu og síðbuxum, hárið var úfið og hún hélt á diskaþurrku, þegar hún kom til dyra. Það var notalegt að koma þarna.inn. Hún hengdi kápuna mína í skáp í anddyr- inu, en ekki inn í kústaskápinn, og svo spurði hún hvort ég vildi ekki tebolla. Yfir teinu trúði hún fyrir því að hún hefði ekki ráð á að fá húshjálp, nema örsjald- an, og sagðist þurfa að fá hitt og þetta gert, og að ég skyldi bara velja hvað lægi bezt við. Ég hafði innilega samúð með henni. Hún fylgdi mér upp á loft, þar sem tveggja ára barn var sofandi í vúmi. Ég ákvað að ryksjúga og þurrka af helminginn af tíman- um, en hreinsa svo eldhúsið vel og vandlega. Vinnuveitandi minn sýndi mér hvar áhöld og ræsting- arefni voru, (mjög snyrtilega raðað saman) sagði að ég skyldi nota það eftir eigin geðþótta, og svo hvarf hún upp á loft. Ég var hress eftir teið og vin- gjarnlegt viðmót konunnar, og byrjaði á dagstofunni, en það var eins og að stíga út í kviksand. Það hefði kannski verið mögu- legt að ná rykinu úr loðnu tepp- inu með kraftmikilli ryksugu, en með því áhaldi sem þarna var til, var það algerlega óvinn- andi verk. En hún var elskuleg kona, og ég var að pæla í að hreinsa teppið, þegar hún kom niður, klædd til að skreppa út. — Ég ætla að nota tækifærið að skreppa út, sagði hún glað- lega. — Ef barnið vaknar, áður en ég kem aftur, viljið þér þá gefa honum ávaxtasafa og skipta á honum? — En . . . . mig langaði til að segja við hana að hún þekkti ekkert til mín, ég gæti sem bezt verið barnaræningi eða morð- ingi. En ég sagði aðeins: — Já, sjálfsagt. Það er ekki margt hægt að segja, þegar maður er hrein- gerningakona. — Ef hin börnin koma • heim frá skólanum, þá segið þeim bara hver þér eruð og gefið þeim eitt- hvert snarl. Þau geta svo leikið sér úti. Og hún gekk til dyra, Ijómandi í framan. — Bíðið! Ég gekk hreinlega í veg fyrir hana. — Hvað heitir læknirinn yðar? Viljið þér ekki skrifa það niður? Það var greinilegt að hún vildi gera mér til geðs, svo hún klóraði eitthvað á bréfsnepil. — Ég veit að börnin verða glöð yfir að sjá yður. Hún var komin hálfa leið út, þegar hún sneri sér við. — Og þegar sá litli vaknar, ætla ég að biðja yður að hlaupa fljótt til, hann á það til að tæta utan af sér fötin og rífa plast- buxurnar sínar! — Andaðu rólega, vina mín, sagði ég við sjálfa mig, og slökkti við og við á hinum háværa teppahreinsara, til að heyra hvort ungi maðurinn væri far- inn að rumska, en ekkert skeði um stund. Og ég heyrði ekkert hljóð úr barnaherberginu, fyrr en skyndilega .... og þá var það greinilegt merki um að verið væri að tæta í sundur hinar umtöluðu buxur. Ég flýtti mér inn til hans. Nakið barnið leit á mig, blítt brosandi, eins og englar Botti- cellis, og tætti leyfarnar af bux- unum í sundur. Það sem eftir var af vinnutíma mínum, er harla óljóst í huga mér. Ég man að ég tók saman plastdruslurnar úr rúminu og var um það bil að klæða dreng- inn, þegar bíllinn frá smábarna- skólanum kom með bróður hans, sem var fimm ára, og í fylgd með honum var jafnaldri hans. Eg gaf þeim mjólk og köku, og síðan þurfti ég að hlaupa til og bjarga næstu plastbuxum. Svo kom þriðia barnið, níu ára telpa, elskulegt barn. Þau voru svo sem öll góð og glöð, en mjög fjör- mikil. Þau eldri léku sér ýmist úti eða inni og stundum fannst mér þau vera bæði úti og inni í einu. Þegar þau voru inni, voru þau aðallega að renna sér fót- skriðu á eldhúsgólfinu, sem ég var að reyna að þvo og bóna. En þá vissi ég þó hvar þau voru, og það fannst mér aðalatriðið. Ég varð svo fegin, þegar ég sá að vinnuveitandi minn ók upp að húsinu, að það munaði minnstu að ég fleygði mér um hálsinn á henni og gréti af gleði. Ég hugsa að hún hefði ekki orðið neitt hissa þótt ég hefði gert það. — Það var dásamlegt að vita af yður hér heima, ég var svo örugg og naut þess að hverfa frá um stund. 36 VIKAN “•tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.