Vikan - 11.12.1969, Side 43
en leit á klukkuna um leið, hana
vantaði fimm mínútur í ellefu.
Hún veifaði í leigubíl, og bað
bílstjórann að aka eins fljótt og
hægt væri heim til tengdamóður
hennar. — Það er mjög áríðandi
að ég komist þangað fljótt, sagði
hún biðjandi. Bíllinn sveigði út
í umferðina.
Þegar klukkan hafði slegið ell-
efta slagið sá frú Sörensen að
leigubíll nam staðar fyrir fram-
an húsið. Hún sá Bentu stökkva
út úr vagninum og þjóta að dyr-
unum. Hún heyrði líka hratt
fótatak hennar upp stigann.
Hún opnaði munninn og ætl-
aði að kalla eitthvað, en kom
ekki upp nokkru orði. Hún staul-
aðist með veikum mætti fram
að eldhúsdyrunum, ýtti þeim
upp á gátt, og féll svo niður. Það
síðasta sem hún sá var Trygg-
ur, hann ýlfraði ámátlega, og í
dauðans angist reyndi hann að
slíta sig af manninum, sem hélt
honum föstum.
Svo varð allt dimmt.
Liggur i jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega
seims,
konungur lífs vors og ljóss. . . .
Gamla konan hafði ekki þrek
til að syngja lengur. Það var
líka einhver óþægilegur kekkur
í hálsinum. Hún leit með tárin í
augunum á Karen litlu, sem sat í
kjöltu hennar. í sófanum á móti
henni sátu Erik og Benta; augu
þeirra voru líka rök, og hún sá
ljósin speglist í þeim. Þau gátu
ekki heldur sungið meira.
Benta þerraði tár af hvörmun-
um. Helgi kvöldsins hafði gripið
þau öll. Þau sátu lengi þögul og
horfðu á kertaljósin.
Karin litla leit á Trygg með
barnalegum vandlætingarsvip.
Tryggur var að naga stórt há-
tíðabein af miklum ákafa.
— Tryggur, maður má ekki
smjatta, þegar maður borðar,
sagði litla stúlkan.
Þá fóru þau öll að hlæja. Dap-
urleikinn hvarf og Erik fór að
lesa utan á jólapakkana. Eftir
stutta stund var mislitur jóla-
pappír kominn út um alla stof-
una, og Karen litla hrópaði hátt
við hverja gjöf og ljómaði af
ánægju. Fullorðna fólkið hjálp-
aði henni og þess vegna leið góð
stund, þar til þau skoðuðu sínar
eigin gjafir.
Benta leysti varlega rautt silki-
band af stórum pakka. Með eft-
irvaentingu tók hún lokið af
pappakassanum. Andartak var
hún höggdofa, svo lyfti hún
gömlu, fallegu klukkunni upp,
klukkunni sem tengdamóðir
hennar var búin að eiga allan
sinn búskap.
— Erik, sjáðu! sagði hún, með
tár í augunum. — Þetta er frá
móður þinni til okkar.
Hún setti klukkuna frá sér og
gekk til gömlu konunnar og
faðmaði hana að sér.
— Þú hefðir ekki átt að gera
þetta, amma. Þú hefur alltaf haft
svo mikla ánægju af þessari
klukku.
— Vertu ekki að hugsa um
það, sagði frú Sörensen, og
strauk tengdadóttur sinni blíð-
lega um hárið. — Þið eigið að
eignast hana hvort sem er. Ég á
ykkur svo mikið að þakka, hélt
hún áfram og leit til Tryggs,
sem lyfti höfðinu og horfði
tryggum augum á húsmóður
sína. Það var eins og hann væri
að kinka kolli til samþykkis, og
svo tók hann til við beinið sitt.
— En mamma, sagði Erik. —
Þú ættir nú ekki að láta okkur
fá þessa klukku núna. Mér finnst
það ekki rétt, þú hefur sjálf svo
mikla ánægju af henni.
Frú Sörensen hristi höfuðið,
dálítið undrandi á svipinn.
Vildu þau ekki eiga klukk-
una? Hafði henni skjátlazt?
Erik tók klukkuna.
— Komdu, mamma, sagði
hann.
Hún starði undrandi á son
sinn, en Benta hjálpaði henni
upp úr stólnum og tók undir
handlegginn á henni.
Svo gengu þau öll út úr stof-
unni og fram í anddyrið. Erik
gekk á undan með klukkuna og
nam staðar við dyr á ganginum,
opnaði dyrnar, og þegar Benta
og móðir hans voru komnar til
hans, kveikti hann Ijós.
Andartak stóð frú Sörensen
grafkyrr og starði. Ljósið féll
notalega yfir öll gömlu húsgögn-
in hennar. Hún sá blettina á
borðinu, slitna stólarmana, og
hún sá nýtt teppi í hundakörf-
unni.
Og við dyrnar út í garðinn
stóð hægindastóllinn hennar og
saumaborðið.
Erik hengdi klukkuna upp á
vegg, og sneri sér brosandi að
móður sinni.
— Hvað, hvað er þetta?
spurði gamla konan.
— Þetta er framtíðarheimili
þitt, mamma. É'g lét sækja hús-
gögnin þín meðan þú lagðir þig
í dag. Eg hélt að þú vildir helzt
hafa gamla dótið þitt í kringum
þig-
Frú Sörensen gat ekki annað
en kinkað kolli.
— Það er rétt, drengur minn.
Þetta var fallega gert af ykkur.
Og allt vegna hundsins míns.
Nei, nei, amma, sagði Benta.
— Það var þín vegna. Við erum
búin að hugsa lengi um þetta,
en þú vildir ekki flytja.
— Þá er þetta kannski líka
Trygg að þakka, sagði gamla
konan, og klappaði hundinum,
sem hafði elt hana. Hann leit í
kringum sig, eins og hann væri
að athuga umhverfið, síðan
stökk hann upp í körfuna og
hreiðraði vel um sig. Þar með
sýndi hann að hann var líka
ánægður með þessa nýju tilhög-
un.. . .
☆
Catherine og Arnaud
Framhald af bls. 17
fangi risans Gauthier skálm-
aði yfir hlaðið. Það var fín-
gerður rigningarsuddi og
nóttin var í nánd. Mahaut
gamla og Sara voru farnar á
undan til að búa um rúmið
og opna dyr. Þrátt fyrir til-
raunir Xainlrailles til að
halda aftur af Catherine,
sleit liún sig lausa og þaut á
eftir Normannanum. Hún
heyrði Xaintrailles lcalla á
eftir sér:
— Bíddu. Catherine. Farðu
ekki upp strax!
En hún heyrði ekkert
nema rödd síns eigin huga,
sem endurtók í sífellu.
— Hann deyr. . . . Hann
deyr!
Þessi rödd glumdi i evrum
hennar, og hjartað barðist
ákaft. Hún sá Gauthier leggja
Arnaud á rúmið um leið og
hann kom, móður og más-
andi, upp stigann, en Sara
revndi að varna henni veg-
arins.
— Láttu okkur sjá um
hann fvrst, vina mín, sagði
sígaunakonan blíðlega. —
Hann er illa á sig kominn og
i þínu ástandi....
—- Hverju máli skiptir
ástand mitt, hreytti Cather-
ine út úr sér. — Hverju máli
skiptir barnið, ef Arnaud á
að deyja? Ég á hann, heyr-
irðu það! Ég ein! Enginn
liefur rétt til að standa í vegi
fyrir mér, þegar hann þarfn-
ast min....
Sara vék til hliðar og
lileypti Catherine framhjá.
Hún hristi höfuðið og taut-
aði:
— Ég veit ekki lwort liann
finnur til í alvöru. Hann hef-
ur opin augun en er meðvit-
undarlaus. Hann virðist ekki
sjá.
Catherine herti upp hug-
ann. Hún mátti eklci missa
stjórn á sér. Ekki núna! Hún
varð að vera hraust og horf-
ast í augu við sannleikann,
hversu óþægilegur sem liann
kvnni að vera. Innri rödd
hvíslaði, að aðeins þannig
gæti hún bjargað Arnaud.
Hún þrýsti saman höndun-
um, eins og hún gerði alltaf,
þegar liún var í miklu upp-
námi. og fór að rúminu, þar
sem Maliaut stóð.
En Gauthier stillti sér upp
fyrir framan liana. Hann
stóð í miðju lierberginu og
borfði á hana með einkenni-
legri samblöndu af reiði og
sorg. Hann opnaði munninn
eins og bann ætlaði að segja
eitthvað, en yppti svo öxlum
og hélt til dyra. Catherine
hafði ekki einu sinni tekið
eftir honum. Hún sá ekkert
annað en Arnaud og Mahaut
gömlu, sem laut yfir hann.
— Skelfing er að sjá liann,
ljúfi Jesús. Ósköp er að
horfa upp á manninn! Vesa-
lings maðurinn! sagði gamla
þjónustustúlkan.
Með hjálp Söru klæddi
hún manninn úr þefjandi og
gauðdrullugum fötunum. Það
var eins og hann liefði dval-
ið í dýflissu fullri af hland-
for. Þegar þær reyndu að
taka síðustu leppana af
bringu bans og baki reynd-
ust þeir fastir, og það fór að
blæða meðfram þeim.
— Hann er sár, hvíslaði
Catlierine. Hún lagði skjálf-
andi hönd á enni lians og
strauk liárið frá augunum.
— Við getum þetta aldrei
svona, sagði Mahaut. — Sara,
farðu niður i eldhús, og
segðu þeim að koma upp
með bala og nokkrar fötur
af lieitu vatni. Fljót! Við
verðum að baða hann.
Sara hvarf um leið og
Xaintrailles kom að rúminu
og tók sér stöðu fyrir aftan
Catherine, sem var farin að
fjarlægja af Arnaud síðustu
tætlurnar með óendanlegri
varfærni. Hún leit á Xaintra-
illes.
— Hvar fannstn hann
svona á sig kominn? I kjall-
aradýflissu?
— Næstum! Ég fann hann
ofan í þefjandi holu, sem
vatn úr Leiru síaðist inn i.
Leirgólfið var aldrei þurrt.
Hann var hlekkjaður niður
á höndum og fótum i algjöru
myrkri. Matnum hans — eða
því sem liann átti að nærast
á — var ýtt inn i gegnum
gat. Dvrnar voru járnaðar
aftur. Við urðum að brjóta
þær niður. Vörðurinn var
skrímsl'iströll, svartur krypp-
lingur, sterkur eins og Tyrki.
50. tbi. vikAN 48