Vikan


Vikan - 11.12.1969, Side 50

Vikan - 11.12.1969, Side 50
liverri breytingu á líðan hans. Tvisvar eða þrisvar virtist þeim sem sjúklingurinn væri hættur að anda, og Cather- ine fannst hennar eigin lijart- sláttur stöðvast líka. Margar klukkustundir kraup liún og haðst fyrir, þrátt fyrir þreyt- una, en Xaintrailles og Sara skiptust á um að horfa á sjúklinginn. Þessi nótt varð að eins konar tákni í hennar augum. Hún hafði sannfært Krommenie Vinyl gólfdúkur og vinyl flísar með áföstu filti eða asbest undirlagi. Mýkri, áferðarfallegri, léttari í þrifum, endingarbetri. KYNNIÐ YÐUR ÞAÐ BEZTA Krommenie Gólfefni KLÆÐNING H.F., Laugavegi 164 LITAVER S.F., Grensásvegi 24 MÁLARINN H.F., Bankastræti. Grensásvegi 11 VEGGFÓÐRARINN H.F., Hverfisgötu 34 GÖLFTEPPI YFIR ALLT GÓLFIÐ - EÐA STÖK TEPPI? Wilton teppadreiglar 365 cm. Teppin lögS með stuttum fyrirvara. Ryateppi mikið úrval. - Teppahreinsarar. Baðmottusett mikið úrval, Handklæðasett, Mottur. Jólagjafir sem koma að notum. PERSÍA Laugavegi 31, sími 11822. sig um, að þessar klukku- stundir væru mjög mikil- vægar. Ef hann væri enn lífs í dögun, myndi hann hjarg- ast.... En myndi honum auðnast á sjá sólina aftur ylja jörðina? Áður en Rabhí Moshe fór. hafði hann látið þá skoðun í ljós, að liann bæri mestan kvíðhoga fyrir því, hve veikburða Arnaud væri orðin af ytri ástæðum. Hann liafði matað hann af nokkrum skeiðum af mjólk og hunangi og síðan seyði af draumsóleyjarfræjum, til að róa hann, en það var einmitt hreyfingarleysi veika manns- ins, sem Catherine stóð mest- ur stuggur af. Henni fannst ekki þurfa nema svo örlítið, lil að þurrka út ]iann daufa lífsneista, sem enn brann i honum. Xaintrailles kom varla blundur á brá heldur. Hann sat á stóli og horfði á vin sinn. Endrum og eins sagði hann eitthvað eins og til að hressa sig upp. — Hann nær sér aftur, sagði liann með sannfæring- arkrafti. -— Hann getur ekki geispað golunni núna. Mundu eftir Compiégne, Catherine. Þá héldum við líka, að hann væri að deyja! En stundum lokaði hann augunum og neri þau með handarbakinu. Var liann að strjúka burtu tár eða þoldi hann ekki lengur að horfa á hreyfingarlausa veruna með baksturinn yfir augunum? Úti heyrðu þau fótatak Júð- anna, sem nú voru að fara í útlegð, með bær fáu eigur, sem þeir liöfðu fengið heim- ild til að taka með sér. Hversu margir þeirra myndu ná til Carpentras eða Beau- caire eða suðlægu borganna, þar sem nýlendur Gyðinga voru valdamiklar og vel varðar? Hanarnir hoðuðu dögun. Bjöllur Jakohinaklaustursins hljómuðu, og ofurlítill fölvi læddist upp á himininn. Ljós- rák myndaðist í austri, og dreifðist þar til hún stökkti nóttinni á flótta. Lúðrar voru þeyttir á horgarmúrnum til að tilkynna, að hliðin hefðu verið opnuð, og varðmanna- skipti farið fram. Og þá . . . iireyfði Arnaud sig. Hann strauk yfir ábreið- una og teygði síðan úr hönd- unum fyrir framan andlit sitt, eins og hlindum er títt. Xaintrailles og Catherine störðu á hann og þorðu ekki að anda. Catherine hafði svo ákafan hjartslátt, að henni varð illt. Átti hún að voga að hreyfa sig? Hann muldraði eins og upp úr svefni: — Nótt . . alllaf nótt! ☆ Fjarri heimsins glaumi Frmhald af bls. 23 í faðmi hans, og hann fann fyrir heitum gleðistraum, en skammað- ist sín fyrir það. Hann var fær um að hjálpa henni. Hann var hjá henni nú, þegar henni lá mest á. Hún hafði fallið í arma hans. Hann hraðaði sér með hana inn á skrifstofuna bak við kornskemm- una, og lagði hana þar á legubekk. Bókhaldarinn flýtti sér út eftir vatni. — Ég vil komast héðan, sagði Batsheba, og varir hennar voru ná- fölar. Hún sneri höfðinu. leit á William Boldwood og hvíslaði lágt: — Hjálpaðu mér til að komast heim. Hann kinkaði kolli. Veðurbarið andlit hans Ijómaði viðkvæmnislega. Hann ætlaði að standa við hlið hennar, nú og framvegis .... Hún gat ekkert gert. Frank var dáinn og horfinn. Já, hann hlaut að vera dáinn. Straumurinn við klettana hafði tekið fleiri en hann. Lík hans fannst ekki, en það gat liðið langur tími, þar til því skol- aði á land, ef hafið skilaði honum þá nokkurn tíma. Það var svo sem sama úr þessu .... Batsheba sneri sér frá gluggan- um, þar sem hún stóð og starði út á veginn. Þjónustufólk hennar kom í smáhópum upp að húsinu. Það var launagreiðsludagur. Hún var neydd til að fara niður, — neydd til að sjá meðaumkunina ( augum þeirra, og hlusta á vingjarnleg orð þeirra. Hún tók þungan léreftspoka með peningum og gekk niður. Það skrjáfaði í svarta kjólnum hennar, þegar hún gekk inn á skrifstofuna. Gabriel beið þar til að hjálpa henni. Jan Coggan var sá fyrsti sem gekk inn. Heiðarlegt andlit hans var alvarlegt, og vingjarnleg með- aumkun skein úr því, og þá varð Batshebu það skyndilega Ijóst að hún gat ekki afborið að hlusta á hluttekningarorð þeirra, það var svo greinilegt að Coggan var að búa sig undir að segja nokkur orð. Hún ýtti bókunum til Gabriels. — Þetta verður þitt starf. Ég fel þér alla bústjórn frá þessum degi. Það varð dauðaþögn í stofunni og roði hljóp upp í dökkar kinnar Gabriels. Svo kinkaði hann rólega kolli. — Já, frú Troy, sagði hann. Jan Coggan, tíu shillingar og sex pens? — Já, takk, það er rétt, herra. — Henery? — Atta shillingar, herra. Framhald í næsta blaði. 50 VIKAN 50-tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.