Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 4
Þar sem kötturinn kemur inn höfðinu, þar kemst hann allur. íslenzkur málsháttur. 0 fólk í fréttunum Þó faðir hennar sé ekki vel liðinn af öll- um löndum sínum, þá hafa hingað til ekki heyrzt neinar slæmar sögur af henni. Hún er Tricia Nixon, 23 ára gömul dóttir for- setans, há, grönn, falleg og ljóshærð. Tri- cia hefur látið sér sérstaklega annt um litlu, fátæku borgara landsins, og myndin sýnir hana í gervi í veizlu sem hún hélt fyrir börn úr fátækrahverfum Washing- ton nýlega. Hún er vitlaus í kínverskan mat, og höfuðborginni á hvert reipi; segir þá allt vilja fyrir sig gera. Það sama hefur hún að segja um flesta aðra, til dæmis eigendur kvik- myndahúsa. Þetta er tekið fram vegna þess að nýlega birtist viðtal við hana í víðlesnu blaði þar vestra, en þar sagði hún um eigendur kvikmyndahúsa: „Ég held ekki að þeir noti sér auglýsingatækni nútímans of mik- ið og þó. Þegar Frú Onassis (Jackie) fór að sjá „Ég er forvitin gul“. þá var það aðeins of mikið fyrir eigandann til að láta fara framhjá sér, svo hann varð að setja það í auglýsinguna sína!“ Brezka hljómsveitin Rolling Stones var nýlega á ferðalagi um Bandaríkin með sjálfan Mick Jagger í broddi fylkingar. Lét Mikki margt út úr sér sem ekki vakti almenna aðdáun í Ameríku svo ekki sé meira sagt, og hirðum við því ekki um að hafa það eftir. En táningarnir voru yfir sig hrifnir og sagði einn sem var á leið til sætis síns í Madison Square Garden, þar sem Mikki söng fyrir 50.000 manns, að Mick væri sá alklárasti, og þess vegna væri hann aðdáandi hans. „Hann er svo „æðislegur" að maður gefur skít í allt dóp!“ En fréttamaður frá New York Post sagði þó lesendum sínum frá því að varla hafði verið búið að slökkva ljósin „þegar krakkalýður- inn fór í vasann og náði sér í ,,gras“ til að vefja sér marijuana- sígarettu!" Fyrstu orð hennar gáfu það ótvírætt í skyn að 8 mánuðir á bak við lás og slá höfðu alls ekki lækkað neitt í henni „rost- ann“ eins og andstæðingar hennar kalla það. „Skrifið um það í blöðin — hefjum herferð!" hrópaði hún til blaðamanna er hún var látin laus úr kvennafangelsinu. „Hún“ er „Rauða greifaynjan11 á Spáni, eða nánar tiltekið greifaynjan af Medina Sidonia, sem hafði setið inni í áðurnefnda 8 mánuði fyrir að „plata" bændalýð Spán- ar í ólöglegar mótmælaaðgerðir. Og hún tilkynnti um næstu mót- mæli sín: Gegn illri meðferð í fangelsum. 4 VIIvAN 52 tbl- MARKVISS VEITINGAMAÐUR Willy Kruger, seytján ára gam- all piltur, engdist af sársauka. Kúla hafði hitt hann í hálsinn, þegar hann var að reyna að brjótast inn í veitingahúsið „Clairmaine“. Hann dróst þó áfram tveggja blokka spöl, en féll þá niður dauður. Sá sem skaut var Harry Sam, rúmlega fimmtugur að aldri, eig- andi Clairmaine, sem er í út- borginni Braamfontain hjá Jó- hannesarborg, Suður-Afríku. — Willy Kruger var langt frá því fyrsti innbrotsþjófurinn, sem endaði ævina á þessum stað. Hann var sá áttundi af þeirri stétt, sem Harry Sam hafði skot- ið á fimm árum. Kruger var hvítur, en flestir hinna blakkir, þar á meðal einn tólf ára. Lands- lög sýkna Harry af öllum þess- um vígum, því að samkvæmt þeim hefur hann aðeins skotið í nauðvörn. Það sem furðar lögregluna í Jóhannesarborg mest er að þjóf- ar borgarinnar skuli ekki iöngu orðnir þreyttir á viðskiptunum við Harry, þar eð svo til hver innbrotstilraun hjá honum kost- ar mannfall. En það er öðru nær. Skömmu eftir víg Krugers réð- ust þrír innbrjótar saman inn í Clairmaine, með svipuðum ár- angri og fyrri daginn. Harry var á verði og skaut einn óráðvend- ismannanna til bana, en hinir lömuðust af skelfingu og gerðu ekki einu sinni tilraun til að komast undan lögreglunni. •ír Vinir eru góðir, en vei þeim, sem þarfnast þeirra í neyð. Harry hinn markvissi og búðin hans. STÆRSTA MÁLVERK í HEIMI Heimsins stærsta málverk hef- ur nú verið sett upp á framhlið skrifstofubyggingar Evrópumið- stöðvarinnar í Berlín. Það er málarinn Michel Ostwald sem á heiðurinn af þessu verki, sem hann kallar „Maður í kvöl“. Hæðin á því er 72,5 metrar, og hefur það þótt, að minnsta kosti hingað til, dágóð stærð á mál- verki. — Til að koma því á s'nn stað, þurfti 100 menn, stóra og stæðilega, og þótti sumum það snjallt hiá málaranum að fá feita og sællega menn til þess, því hans hugmynd er að verkið sé nokkurskonar mótmæli gegn hungri í heiminum.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.