Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 6
Jólavörur
Coctailhristarar
Rafknúnir vínskenkar
Barmöppur
Golf-barsett
Sódakönnur
(Sparklets syphon)
Jólavindlar
Vindlaskerar
Seðalveski
Úrval af jólakonfekti.
Old spice og
fyrir Iierra í glæsilegu
Tóbaksveski
Tóbakstunnur
Tóbakspontur
Sígarettuveski
Sígarettustatív
Öskubakkasett
Öskubakkar
fyrir pipumenn
Reykjapípur í úrvali.
Tabac gjafasett
úrvali.
Verzlnnln Þöll Veltusundi 3
(Gegn Hótel ísland bifreiðastæðinu — Sími 10775).
smej/o
DAGINH
Mfí>
íc
SMJÖRLl'KI
vy,-
SMjöRlIKI
Veðmál
Kæra Vika!
Gætir þú ekki gjört svo vel og
skorið úr alvarlegu veðmáli af
þinni alkunnu snilld. Það sem
við þurfum að vita er hve marg-
ar Norðurár séu til á landinu og
hvar þær séu. Þetta er háalvar-
legt mál, sem hér er á ferðinni,
og við biðjum þig að svara okk-
ur eins fljótt og þú mögulega
getur.
Tveir veiðimenn.
Við vitum aðeins um tvær Norð-
urár. Önnur er í Mýrarsýslu, en
hin í Skagafjarðarsýslu. En fyrst
málið er svona grafalvarlegt, þá
viljum við að sjálfsögðu ekkert
ábyrgjast.
Thomas Fritsch
Kæri Póstur!
Getur þú ekki sagt mér eitt-
hvað um kvikmyndaleikarann
Thomas Fritsch? Og ef þú birtir
mynd af honum, skal ég vera
þakklát til dauðadags.
Inga.
Taktu þetta alls ekki þannig, að
ég sé ekki að óska þér langra
lífdaga — það vill bara þannig
til að ég veit akkúrat ekkert um
hann Tomma þinn. En vel má
vera að einhverjir aðrir Iesend-
ur viti það, og allar upplýsingar
eru vel þegnar.
Góð framhaldssaga
Kæra Vika!
Ég vil þakka þér fyrir gott
efni að undanförnu og þess vegna
sting ég niður penna. Mér finnst
til bóta hversu innlent efni hef-
ur aukizt hjá ykkur og er jafnan
prýtt fallegum myndum. Sér-
staklega þótti mér matur í við-
talinu við Huldu Stefánsdóttur,
sem birtist núna alveg nýverið.
Það var ítarlegt viðtal og mjög
fróðlegt og man ég ekki eftir að
hafa lesið lensi í Vikunni svo
skemmtilegt efni. Margt fleira
mætti minnast á, svo sem fram-
haldssöguna .Fjarri heimsins
glaumi“. í þvi sambandi langar
mig til að spyrja, hvenær mynd-
in verði sýnd og hvar og hver
leiki aðalhlutverkið, hana Bats-
hebu mína.
Eitt get ég þó ekki látið hjá
h'ða að lýsa óánægju minni út
af. Það er pistill í Póstinum um
daginn, sem átti víst að fjalla um
utanríkispólitík íslendinga. Þetta
bréf kom eins og skrattinn úr
sauðaleggnum. Á Vikan ekki að
heita ópóltískt blað?
Að svo mæltu ítreka ég þakk-
læti mitt og sendi þér kveðju
guðs og mína.
H.S.
Kvikmyndin „Fjarri lieimsins
glaumi“ verður sýnd í Gamla
bíói um það Ieyti eða eftir að
sögunni lýkur hér í Vikunni.
Þessi mynd hefur hlotið miklar
vinsældir erlendis, en aðalhlut-
verkið leikur Julie Christie.
Nöldur og nagg
Kæri Póstur.
Mig langar til að biðja þig að
gefa mér gott ráð eins og svo
mörgum, sem til þín leita.
Vandamál mitt er í stuttu máli
það, að við hjónin erum alltaf
að rífast, kannski er ekki hægt
að kalla það rifrildi, en það er
að minnsta kosti stöðugt nöldur
hjá okkur og einhver leiðingur
blær af þeim sökum á heimilinu.
Við erum bæði hrifin hvort af
öðru, svo að ekki er því um að
kenna. Getur þú gefið mér eitt-
hvert ráð til að andrúmsloftið
hjá okkur verði skemmtilegra og
léttara. Hvernig getum við hætt
þessu stöðuga pexi okkar?
Með þökk fyrir gott ráð.
Eilíf.
í bókinni „samskipti karls og
konu“ eftir Hannes Jónsson fé-
lagsfræðing er heill kafli, sem
heitir: Tveir hjónadjöflar: Af-
brýðisemi og nagg. XJm síðar-
nefnda atriðið segir meðal ann-
ars orðrétt í þessari góðu og
bráðnauðsynlegu bók:
„Sumt fólk er svo ógæfusamt
að koma úr umhverfi, þar sem
naggið, nauðið, rexið, pexið, að-
finnslurnar og sleggjudómarnir
um aðra eru áberandi persónu-
einkenni hjá nánasta umgengn-
ishópnum. Þessar ljótu breytni-
venjur tilheyra hinu vanalega fé-
lagsumhverfi þeirra og fyrir
hugsunarlausa eftiröpun getur
breytni þessara einstaklinga
einnig mótazt af þessari ókurt-
eisi á þessum sviðum. Þegar þeir
stofna eigið heimili, þá flytja
þeir þessar ókurteisisvenjur með
sér inn í hjónabandið, og ef þeir
átta sig ekki i tíma, getur nagg-
ið, pexið og rexið eitrað heim-
ilislífið og eyðilagt hjónabandið,
sem annars hefði ef til vill alla
aðra möguleika til þess að verða
farsælt og liamingjuríkt.
Ef til vill er bezt að skýra
þetta mál með dæmum úr lífi
sögufrægra manna. Og svo vel
vill til, að Dale Camegie segir
okkur í bók sinni Vinsældir og
áhrif þrjú dæmi þess ú(r lí^i
6 VIKAX
52. tbl.