Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 49
táningur! Rees hlaut að álykta af hegðun minni, að ég væri lítt þroskuð og illa gefin. En hvað var nú þetta? Ég heyrði skruðning eftir bílhjól í mölinni fyrir utan. Bíll Rees var á leiðinni út. ' Um leið og bíllinn var horfinn úr augsýn, þaut ég niður stigann. Ég ætlaði að fara tafarlaust á næsta mótel og vera þar yfir helgina. Mér var alveg sama hvaða mótel var um að ræða. 56g var örvæntingarfull og vildi fyr- ir hvern mun sleppa úr þeirri óþægilegu aðstöðu, sem ég var í. Þegar ég opnaði útidyrahurðina, skauzt kötturinn framhjá mér. Ég reyndi með öllum brögðum að lokka hann aftur inn í húsið, en það tókst ekki. Þvært á móti tók hann á rás og ég mátti elta hann alla leið niður að stein- húsinu. Þegar hann kom fyrir hornið á steinhúsinu, náði ég honum loksins. Kattarófétið þitt, hvæsti ég framan í hann og tók fast í hnakkadrambið á honum. Þá heyrði ég skyndilega rödd- ina segja út um rimlagluggann: — Vinsamlegast hlustið á mig! Mér snarbrá. Andartak hafði ég gleymt öllu nema kettinum. Röddin varð stöðugt skýrari og sterkari og hélt nú áfram: — Þér þarna úti. Ég heyri á röddinni, að þér hafið mannleg- ar tilfinningar. Hjálpið mér, í guðs bænum. — Hvernig get ég gert það? spurði ég ráðvillt. Þessi bænar- rórnur snart mig vissulega. Eruð þér hræddur við að vera einn? hélt ég áfram. — Herra Morgan kemur bráðum. Hann er mjög góður maður. Hann vill tala lítillega við yður. - Ó, guð minn góður. Hefur hann sagt ykkur það? Hvað haldið þér eiginlega um mig? — Hann hefur ekkert sagt. Hann hefur aðeins gefið lítillega í skyn hvers eðlis starf hans sé, — að hann sé að rannsaka menn sem þjáist af afbrotahneigð. Um yður veit ég annars ekkert. Ég gizka hins vegar á, að hann hafi látið yður koma hingað í dag til þess að ræða ofurlítið við yður. Þögnin var svar hans og sagði meira en ótal orð. — Hlustið nú á, sagði röddin loks hljómlaust og þreytulega. Farið til lögreglunnar! Og hring- ið til Henry Faraday í Salem, Massachusettes' Teljið honum trú um. . . . Það var eins og hann væri að missa máttinn. Það dró stöðugt af honum og hann virtist aldrei ætla að geta lokið við setning- una. — Teljið honum trú um, að Stephen Faraday sé enn á lífi. Þér komizt undan í tæka tið, ef þér farið strax Hann fór núng að gröf hennar. Hann gerir það ævinlega, þegar hann hefur þjarmað duglega að mér. Það er skelfilegt! Ég kom ekki upp einu einasta orði. Ég gat hvorki hreyft legg né lið um stund. Loks tókst mér að stynja upp: Komuð þér aftur hingað? Iivernig náði hann í yður? Ég hef aldrei farið héðan frá Bellwood! Ég stóð og starði upp í glugg- ann. Ég stamaði nokkur mein- ingarlaus orð, sem ekki komu að neinu gagni. En fékk ekkert svar. Það var eins og aldrei hefði nein rödd heyrzt. Það var eins og hún hefði komið einhvers staðar utan rir t.óminu og horfið þangað aftur. Ég hlýt að hafa haldið of fast utan um köttinn Tris, því að hann gaf frá sér ámáttlegt hljóð, svo að ég sleppti honum. Því næst hljóp ég að stóra húsinu. Það var eins og að hlaupa í draumi, þegar maður beitir öllum lífs og sálar kröft- um, en kemst ekki úr sporunum. Rees hafði ekki læst útidyra- hurðinni og því bersýnilega ekki ætlað sér að vera lengi í burtu. Rees! Ég skildi hvorki upp né niður í honum eða neinu hér á Bellwood lengur. Síminn í bóka- herberginu var hið eina, sem komst að í huga mínum. Ég rauk þangað og tók upp tólið með skjálfandi höndum og valdi númerið. Um leið og svarað var, heyrði ég í bíl Rees fyrir utan gluggann. Ég skellti tólinu á í dauðans ofboði og hljóp upp stigann. Ég hélt, að ég gæti komizt út um eldhúsdyrnar, þegar Rees væri aftur farinn til „vinnuherbergis" síns. Ég ætl- aði síðan að hraða mér að bíln- um mínum og hringja þvínæst í lögregluna úr fyrsta síma. sem ég næði til. Ég hentist inn í her- bergið mitt og lokaði hurðinni á eftir mér. Mér varð andartak lit ð í spegil og hraus hugur við útliti mínu. Augun voru starandi. Ég var eins og svefngengill. Mig logsveið í andlitið. Ég þorði varla að hreyfa mig af ótta við, að Rees yrði var við mannaferð- ir. Ég vissi ekki, hvað ég átti að halda um Rees. Ég gat ekki hugsað um það. Hið eina, sem komst að í huga mínum var sú staðreynd, að ég hafði mikilvægu hlutverki að gegna: mér hafði verið falið að leysa af hendi verkefni, sem gat varðað líf og dauða. Hvað síðan mundi gerast hafði ég ekki hugmynd um. Mér var ómögulegt að hugsa skipu- lega. Róleg, næstum dofin, stóð ég og hafði stöðugt auga með auðri grasflötinni fyrir neðan gluggann. Það heyrðist þrusk fyrir utan hurðina á herberginu mínu, fyrst í fjarska, en síðan færðist það nær og nær. Það varð graf- arhljótt andartak, en síðan tók að ískra í hurðarhúninum og dyrnar opnuðust ofurhægt. Það var Rees. Ég fann hvorki til ótta né ástar. Þetta var eins og hver önnur óumflýjanleg stað- reynd. Ég hefði svo sem mátt búast við þessu, hugsaði ég. — Ég gekk um anddyrið og mér fannst ég heyra í einhverj- um, sagði hann vingjarnlega. Kurteisi hans var í rauninni of mikil til að geta verið sönn og eðlileg. — Ég hélt kannski að það væri kötturinn, hélt hann áfram. — Hvað ert þú að gera hér, Carol? Hann var ekki jafn æstur og þegar ég heimsótti hann í stein- húsið fyrst. Það var ekki eins mikil spenna í loftinu nú og þá. Nú vissi ég mætavel, hvers vegna hann hafði brugðizt við þá eins og hann gerði. Nei, að þessu sinni var hann kurteis og virtist hinn rólegasti. Það var að minnsta kosti ekki hægt að merkja neinn taugaæsing á hon- um. Ef til vill hafði honum brugðið svo í brún, þegar hann sá mig, að hann hafði ekki jafn- að sig eftir það enn. — Ég kom beint heim aftur, sagði ég. — Ég vona, að þú sért mér ekki reiður fyrir það. Ég átti ekki annars úrkosta. Börn Eliotts eru veik, og ég þorði ekki að taka þá áhættu að bera smit frá þeim og hingað. Ég var að hugsa aðallega um Tim litla. Hann kinkaði kolli og virtist annars hugar. — Ég hringdi hingað til að boða komu mína, en enginn svar- aði. Mér til mikils léttis fann ég hvernig röddin styrktist og mér óx ásmegin jafnt og þétt. Ég hafði einmitt óttast, að ég mundi missa kjarkinn og bresta í grát. — Ég hafði hugsað mér að Framhald á bls. 45 52. tbi. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.