Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 28
CREEDENCE
CLEARWATER
Þetta er bandaríska hljóm-
sveitin Creedence Clearwater
Revival, sem Jiekktust er fyrir
lagið „Bad Moon Rising“.
Hljómsveitinni hefur vegnað
mjög vel að undanförnu, og
eru þeir félagarnir ekki í
neinum vafa um, hver sé
ástæðan fvrir velgengninni.
Þeir segja:
— Hún er einfaldlega sú,
að innan hljómsveitarinnar
hefur alla tíð verið ríkjandi
góður andi og gagnkvæmur
skilningur og einnig i öllu,
sem lýtur að músikinni.
Fvrsta hæggenga platan,
sem hljómsveitin lét frá sér
fara, „Creedence Clearwater
Revival", hlaut mjög góðar
viðtökur, og sama má segja
um aðra hæggengu plötuna,
„Bavou Country“. John
Fogerty er helzta driffjöðurin
í hljómsveitinni. Hann leikur
á gítar, píanó og orgel og er
aðalsöngvari að auki. Hann
stjórnar líka upptökum á
hljómplötum hljómsveitar-
Framhald á bls. 33.
CROSBY, STILLS,
NASH OG YOUNG
Þessir náungar heita David
Crosby, Steve Stills og Graham
Nash. Asamt Neil Young skipa
þeir hljómsveit, sem heitir einfald-
lega „Crosby, Stills, Nash og
Young". Eitt eiga þeir allir sameigin-
legt: Þeir voru allir mikilvægir póst-
ar í vinsælum hljómsveitum, áður en
þeir stofnuðu saman hljómsveit.
Astæðan til þess, að þeir hættu í
hljómsveitum sínum var hin sama
hjá öllum: Þeir voru orðnir þreyttir
á að vera goð í augum smáfólksins.
Þá langaði til að fást við músik, sem
væri þeim sjálfum að skapi.
David Crosby var áður söngvari
í hljómsveitinni Byrds. Hann er auð-
þekktur af hinu sérstæða yfirskeggi
sínu. Steve Stills var gítarleikari og
söngvari með Buffalo Springfields,
sem um árabil hefur verið með vin-
sælustu hljómsveitum í Bandaríkj-
unum. Graham Nash var áður gítar-
leikari og söngvari The Hollies, en
ákvörðun hans að segja sig úr þeirri
vinsælu hljómsveit vakti mikla at-
hygli á sínum tíma.
Nú er liðið hálft ár frá því að
þessir mætu menn komu saman, aII-
ir á sömu bylgjulengd í músik-
inni. En hver hefur árangurinn orð-
ið?
Plötur þeirra hafa fengið feikna-
lega góðar viðtökur. Lagið „Marra-
kesh Express" eftir Graham Nash
hefur náð miklum vinsældum i
mörgum Evrópulöndum.
Lögin á hæggengu plötunni
þeirra eru eftir þá sjálfa — þau
beztu að sögn eftir Steve Stills, þau
Framhald á bls. 30.
ANDRÉS indriðason
THE NEW SEEKERS
Nýr söngflokkur hefur vakið at-
hygli í Bretlandi, ekki aðeins fyrir
ágætan söng, heldur og það, að
hann heitir „The New Seekers".
Flokkinn skipa tvær dömur og þrír
náungar — að viðbættum Keith
Potger, sem söng með hinum frægu
Seekers hér áður fyrri. Keith segir,
að söngstíll þessa nýja flokks minni
mjög á hina gömlu og góðu
Seekers. Hann telur þó, að „The
New Seekers" skipi meira hæfileika-
fólk. Keith átti hugmyndina að
stofnun hins nýja söngflokks. Hann
auglýsti í músikblaði eftir söngv-
urum og komst þannig í samband
við Laurie Heath. Laurie átti vin,
Framhald á bls. 33.
28 VIKAN 52-tM-