Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 18
FÓRU....
MARGIR VILLTIR
Jón Sigurðsson, verkstjóri.
Jón ásamt aðstoðarverkstjóra sínum, Ólafi B. Kristjánssyni, en hann hnýtti
vörpulíkönin sem hanga í loftinu, og eru nákvæm eftirlíking af fyrstu botn-
vörpunum sem hér voru notaðar.
Jón Sigurðsson er verkstjóri á
netastofunni í Hampiðjunni, og
þar hittumst við fyrst; ég var þar
í einhverjum erindagjörðum, er
ég rakst á Jón, og við tókumst
tali. Mér fannst hann skemmti-
legur og var fullviss þess að hann
hefði frá hinu og þessu að segja
sem lesendur VIKUNNAR gætu
haft gaman að.
Og svo var það snemma á að-
ventunni að ég fór upp í Hamp-
iðju og spjallaði lítilsháttar við
Jón. Hann er hress og kátur, og
það er erfitt að trúa þeirri stað-
reynd að hann sé orðinn rúmlega
sjötugur.
Það er sjaldan sem hægt er að
byrja nokkurt viðtal án þess að
lesendur viti nokkur deili á þeim
sem talað er við, og Jón sjálfur
segir það vera heilmikla sögu að
segja frá því, vegna þess....
„ að ég er af sitthverju lands-
horninu. Móðir mín var aust-
ur-Húnvetningur en faðir minn
Árnesingur. Og ef þú vilt að ég
ættfæri þetta eitthvað meira, þá
var móðir mín náfrænka þessa
þekkta fólks frá Höfnum á Skaga.
Þar voru börn Árna Höfðahóla,
sem þú hefur kannske heyrt tal-
að um. Hann var gáfaður, varð
kannske ekki mikið úr honum,
blessuðum, en góður maður var
hann og, já, fluggáfaður. Ég er
sem sagt þremenningur við
krakkana hans.
Nú, í föðurættina er ég úr Ár-
nessýslu. Þannig voru þær syst-
ur, ömmur okkar Jóhanns Hann-
essonar, hérna prófessors. Þær
ættmæður voru frá Miðfelli í
Þingvallasveit.
Og útúr öllu þessu fæddist ég
að Skeggjastöðum í Mosfellssveit
10. júní, 1895. Þar var ég þar til
ég var þriggja ára gamall, en þá
fluttist ég austur að Skógarkoti í
Þingvallasveit, var þar í önnur
þrjú ár en síðan var ég í 6 ár hjá
föður mínum, sem bónda, á Heið-
arbæ í sömu sveit, hann bjó þar
á hálendinu. En svo missti pabbi
heilsuna og fór þá til Reykjavík-
ur.
Ég hélt þó áfram að vera fyrir
austan, fyrst í Hrauntúni í fjög-
ur ár, og svo á Heiðarbæ aftur,
sem vinnumaður. Og þegar ég
var 19 ára, það var 1914, kom ég
hingað suður, og fór á sjóinn.
Til að byrja með var ég á opnu
skipi hér við flóann, en um sum-
arið fór ég til Eskifjarðar og var
þar á mótorbát í tvö sumur, en
þá fór ég á togara, og það var
1916.“
„Og hvernig var nú aðbúnað-
urinn á togurunum í þá daga?“
„Ja, í rauninni er ósköp fljót-
gert að segja frá því. Það var
nóg að borða. misjafnlega gott að
vísu; það var undir kokkunum
komið, en vinnan var það þrot-
laus, að við sjómennirnir höfum
nefnt þetta tímabil Þrælaöldina.
Og hún varði frá 1916 og til ‘22,
þegar fyrstu vökulögin voru sett,
en þá unnum við á 6 tíma vökt-
um. Áður en það kom mátti segja
að minnsta vaka væri þrjú dæg-
ur eða þrjátíu og sex tímar.
Svo gengu náttúrlega ýmsar
sögur um það hvað menn gátu
vakað lengst, en ég get sagt þér
það, að einu sinni fór ég einn túr
í ísfiskerí, í endaða vertíð upp
úr lokum fyrri heimsstyrj-
aldarinnar, með Skallagrími
gamla, og þá vorum við með
saltfiskirísmannskap. Sjómenn
skilja það, að það þótti nú full-
mikið að vera með saltfiskirí-
mannskapinn allan, sem er alveg
fullt skip, hátt í þrjátíu manns.
Venjulega dugði að hafa svona
12—15 manns á ísfiskirí, en nú
eru þeir alltaf með um þrjátíu.
Hvað með það, við fórum
þennan túr, áttum að selja í Eng-
landi og koma svo með skipið
fullt af kolum. Við vorum svo
þrjá og hálfan sólarhring að fylla
dallinn, en hefðum vafalaust get-
að verið hálfum sólarhring fyrr,
hefðum við fengið að sofa. Nei,
það var nú ekki því fyrir að fara,
maður rétt fékk að loka augun-
um á meðan togað var eitt tog og
þá svaf maður svona í tæpan
klukkutíma. Og þá setti ég víst
eina metið sem ég hef nokkru
sinni sett á ævinni, svaf stanz-
laust í 18 tíma án þess að hafa
hugmynd um mig, þegar lagt
var af stað út. Þegar vaktar-
formaðurinn vakti mig, hann var
góðvinur minn og ágætismaður,
eins og menn voru yfirleitt, þá
sagði ég við hann:
„Er kominn kvöldmatur?“
En hann hló, svo ég spurði
hvort það væri eitthvað hlægi-
legt við kvöldmatinn — eða væri
kannske komið næturte?
„Nei, það er kominn miðdag-
ur!“
„Hvað ertu að segja, maður!
Af hverju í ósköpunum vaktirðu
mig ekki?“
„Æ, ég tímdi því ómögulega,“
sagði hann, „þú dugðir svo and-
skoti vel á meðan skorpan stóð
yfir.“
Já, á þessum tíma var ég ákaf-
lega heilbrigður, og það sézt bezt
á því að eftir að hafa veltzt þarna
í kojunni í 18 tíma, fann ég ekki
fyrir neinu; engir strengir og
ekki neitt.“
„Nú, og svo hafið þið komið til
Grimsby og selt þar. Hvernig var
nú að koma til þessara stórborga
þeirra tíma, eftir að hafa verið
hér í fámenninu alla ævi?“
„Það var ágætt, en maður var
ákaflega grogginn með sig, þeg-
ar maður var að sigla í fyrsta
sinn, það þótti mikil upphefð. Og
mér komu Englendingar alltaf
vel fyrir sjónir, og líkaði ávallt
mjög vel við þá.
Þá var þetta og ákaflega mikil
hlutarbót eftir að ég giftist og
fór að eiga krakka; maður gat
keypt klæði handa konunni til
að sauma úr, allt að þrisvar sinn-
um ódýrara en hér heima. Nú,
og auðvitað fóru menn misjafnt
með sína peninga eins og gengur;
ég var náttúrlega enginn engill
fremur en hinir, en ég var að
minnsta kosti ekki fyllibytta.“
„Þú hlýtur nú að hafa kynnst
ýmsum skemmtilegum karakter-
um í öll þessi ár sem þú sigldir
á England?"
„Jú, það er ekki hægt að þræta
fyrir það. Sérstaklega ér mér
minnisstæður pólskur gyðingur,
sem við tveir félagarnir kynnt-
umst upp á markað í Húll. Hann
kom með okkur um borð, og það
var upphafið að þessum miklu
viðskiptum íslendinga og Coens,
sem hafði íslandsverzlunina að
langmestu leyti þarna í hafnar-
borgunum. Coen var ákaflega
góður maður og sanngjarn, og í
gegnum árin urðum við svo góð-
ir kunningjar, að ef mig vantaði
pening, þá bauðst hann til að
lána mér eins mikið og ég vildi,
bara þangað til ég kom næst.
Einu sinni sagði ég við hann,
þegar hann hafði lánað mér, því
skipið bilaði eitthvað rétt áður
en við áttum að fara og mig lang-
aði að skreppa í bíó til að drepa
tímann, að nú væri bara ekkert
víst að ég kæmi meira, og þar
með hefði hann tapað pundinu.
,,Það er allt í lagi,“ sagði hann,
.,ée er þegar búinn að þéna
það mikið á verzluninni við fs-
lendinga fyrir þitt tilstilli að ég
tapa svo sem engu.“ Svona var
hann alltaf."
,,Nú ganga sögur um það, að
það sé slæmt líferni, svo ekki
sé meira sagt, á þeim togarasjó-
mönnum sem eru í siglingum nú
til dags. Hvernig var þetta á
Þrælaöldinni og þar í kring?"
„Það var engan veginn al-
18 VTKAN 52 tbl-