Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 20

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 20
o Sigurður Hreiðar rifjar hér upp tvær gamlar sögur úr Skálholtsstað, sem sýna að oft hefur verið grunnt á því góða milli menntamanna annars vegar og alþýðu manna hins vegar. TEIKNINGAR: BALTASAR Löngum hefur því verið við brugðið, að grunnt væri á góðu milli verkamanna og iðnaðar- manna annars vegar, en mennta- manna hins vegar. Enginn dóm- ur skal á þetta lagður hér, að- eins rifjaðar upp tvær gamlar sögur úr Skálholtsstað, sem sýna hvernig þessu var varið á þeim tíma, sem allur þorri manna hér- lendis vann hörðum höndum, en bókaramenntin var aðeins fárra hlutskipti. Svo bar við í nóvember 1652, að utanskólamenn réðust inn í skólann í Skálholti. Fremstur í flokki þessara innrásarmanna var Magnús Jónsson, sem talið er að hafi unnið þar á staðnum að smíð nýrrar dómkirkju — og kemur það enda fram síðar. Þetta varð allmikið mál, sem sjá má af vitnaleiðslum og tilskrif- um, sem hér skal glefsað í. Skóla- meistari í Skálholti var þá Gísli Einarsson, og var vitnisburður hans á þessa leið: „Það er minn áburður uppá Magnús, að hann með sínum fylgjurum illmannlega og grimm- lega heimsókn veitti um nóttina, hver var aðfaranótt 9 nóvembris 1652, friðhelgum skólans persón- um Skálholts dómkirkju skóla, eftir það að búið var að halda skólans kvöldsöng og bænir, þar ég og margir af skóla lýðnum voru til hvílu gengnir. Og í þess- um óæðis gangi hrakti áður greindur Magnús skólans börn, sló þau, jarðvarpaði og rispur og blóðben veitti, þar hvorki huldi hár né klæði. Þar með og einnig braut Magnús upp þau þeirra svefnhús, sem var skólaskálinn, og hurðina í sundur molaði, veitti og mér í minni sæng ónáð- ir, svo ég varð hálfklæddur mig undir hans ofstopa að gefa, svo það ég gæti hamlað Magnúsar og hans fylgjara ásókn og áhlaupi, um það hugsandi að vor vopn væru ekki stokkar lurkar steinar eður járnkallar, heldur andleg hófsemi, og að guðhrædd yfirvöld myndu ekki þeirra rétti tálma eður hamla, heldur eftir guðs orði þau til rétta að styrkja. Ráðgast ég þar fyrir við minn yfirmann og æruverðugan föður í Kristó M Brynjólf Sveinsson, hvort slíkt gagara og gikka áhlaup sé líðandi, svo ekki und- ir lög og rétt komi. Og ekki mun- um vér ámælislaust komast þar frómra manna börn eru slegin og hrakin, sem oss er tiltrúað umsjón yfir að hafa, ef að slíkt með þögn og slensjuskap líðum.“ Nú er þar næst til að taka, að einn skólapilta hafði hlotið áverka og skaða af þessari næt- ursókn Magnúsar og kumpána hans. Hét sá Einar Torfason. Um útgang hans gáfu skólabræður hans meðal annars svofelldan vitnisburð: „ . . . Og af því að náungans kærleikur tilknýr oss sannleik- anum vitni að bera, þar fyrir meðkennum vér að vér sáum fjögur ben á vinstra eyra fyrr- nefnds Einars Torfasonar og hruflur á hans höfði, af hverj- um atvikum eður benjum vér sá- um blóð útkoma, og á hans hálsi. Hver fyrrskrifuð tilræði að voru af ásókn þeirra manna, sem uppá oss skólans persónur í dómkirkj- unnar skóla að Skálholti skóla skála hurðina með reiði og ákefð á náttartíma brutu. Einnig sáum vér af sömu manna völdum tvö treyjulöf títtnefnds Einars rifin, annað öldungis af, en annað að mestu. ... “ En sjaldan veldur einn, þegar tveir deila, og ekki var Magnús Jónsson kirkjusmiður sáttur við alla liði ákærunnar móti honum. Og var enda ekki nema eðlilegt, að hann leitaði sér líka vitnis- burðar: 20 VIKAN 52-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.