Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 9

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 9
Raffaeia Minichiello og faSir hans við komuna til Rómar. Það er alls ekki svo langt síðan Raffaele Minichiello raendi flugvél í Kaliforníu og lét fljúga með sig alla leið til Rómar — með a.m.k. tveim- ur viðkomum. En sennilega eru ekki margir sem álíta Raff, eins og hann er kallaður af vinum og vandamönn- um, glæpamann. Og við Islending- ar hefðum sennilega orðið mikið montnir hefði hann komið hér til Is- lands. Fjölskylda Minichiello's réði hon- um bandarískan lögfræðing, Marvin nokkurn Mitchelson, sem flaug þeg- ar í stað til Rómar til að undirbúa vörn hans. Og á meðan Raff sagði honum sögu sína í klefa sínum í Regina Coeli-fangelsinu í Róm, gekk segulbandstækið. Lögfræðingurinn lánaði síðan fréttastofnunum það og gaf leyfi til þess að kaflar úr sögu Raff's kæm- ust fyrir almenningssjónir. Raff fæddist og ólst upp í smá- þorpinu Melito Irpino, sem er á suð- ur-ltalíu og aðeins eitt af þúsund- um slíkra smáþorpa, þar sem aldrei skeður neitt, um alla Evrópu . . . bak við næstu hæð. Strax þar var Raff örlítið utangarðs; faðir hans og Raff sjálfur, voru bandarískir ríkisborg- arar. Á milli foreldra hans var 30 ára aldursmunur, svo að fjölskyldu- líf varð aldrei til fyrirmyndar. Papa Minichiello var vanur ströngum aga, og i eina skiptið sem Raff reyndi að mótmæla vor hann laminn. Árið 1963, þegar Raff var 13 ára, flutti gamli maðurinn aftur til Bandaríkjanna með fjölskyldu sína, og settist að á sveitabæ rétt fyrir utan Seattle, þar sem hann átti ætt- ingja. Breytingin varð Raff um megn. Hann gat hvorki talað né lesið ensku, og hann fékk smám- saman andstyggð á skólanum, dróst langt aftur úr og skrópaði oft og iðulega. Jafnvel það eina sem hann hafði virkilegan áhuga á, fjölbragða- glíma, skapaði vandamál. Ég fór aS æfa fjölbragðaglímu í skólanum og var góður í henni. En ég vissi aldrei hvort ég vildi vinna eða tapa. Ef ég vann, þá vorkenndi ég stráknum sem tapaði og ef ég tapaði fannst mér það skítt; ég hefði átt að vinna en ég reyndi bara ekki. Og þá varð ég reiður. Þegar hann var 16 ára hætti hann [ skólanum fyrir fullt og allt. Þá var hann ungur og myndarlegur maður — en hafði aldrei farið út með stúlku. Hann fékk vinnu í kjör- búð í Seattle og naut þess á vissan hátt. En óheppni hans í skólanum nagaði samvizku hans stöðugt, og hann fór að sækja lesstofuna í bóka- safninu æ meir. Tímunum saman sat hann yfir bókunum sem hann gat ekki lesið og grandskoðaði mynd- irnar. Nú gerir hann sér grein fyrir því, þó hann skilji ekki hversvegna að myndir af flugvélum og vopn- um hrifu hann ákaflega. Og smátt og smátt rann upp fyrir honum Ijós: Hann gæti auðveldlega sjálfur feng- ið að fljúga og skjóta úr alvöru- byssum. í maí árið 1967 gerðist hann sjálfboðaliði í landgönguliða- sveit hersins, því erfiðasta af öllu. Og eftir að hafa verið í þjálfun í Camp Pendleton, þar sem hjálpsam- ir félagar veittu honum hjálparhönd við að laga enskukunnáttuna, var hann sendur til Viet Nam í desem- ber 1967. Svo að segja strax fór hann að berast í eigin striði. Hann lenti í sveit með hermönnum sem sungu dýrðarsöngva um marijuana og hippalífið, og Raff hreyfði mótmæl- um gegn þessu. Þegar þeir réðust gegn honum með bitrum árásum á bjagaða ensku hans, valdi hann einn úr hópnum og réðist á hann af heift. Ég beit meira að segja tvo bita úr honum, svo þeir urðu að koma hon- um á spítala. Ég vissi ekki einu sinni hvað hann hét, og mér þykir þetta leiðinlegt núna. Ég er skap- mikill og ég veit bara ekki hvenær það brýst út. Raff fékk ekki dóm fyrir þessa lík- amsárás, og hann varð smám sam- an „góður hermaður". Svo góður að hann var hækkaður í tign. En smátt og smátt fór hann að efast um rétt- mæti stríðsins sem hann hafði trú- að á. Og hann, sem eitt sinn hafði verið trúaður kaþólikki, fór einnig að efast um það að nokkur guð væri til. Ef guð væri til, hvers vegna lét hann þá þetta brjálaða strið drag- ast á langinn? Og á endanum varð hann svo hræddur, leiður og rugl- aður, að hann fór að taka þátt í fíknilyfjaneyzlu með hinum her- mönnunum. Einn daginn tókum viS kannske einhverja herbækistöS óvinanna og daginn eftir létum viS hana af hendi án þess aS berjast! Margir strákar voru drepnir. Ég fór aS hugsa um aS foreldrar þeirra og systkini sætu heima og grétu. Þetta er ónauSsyn- legt bruSI á fólki. Þegar hann kom aftur til Pendle- ton frá Viet Nam, var það eitt efst í huga hans að losna úr hernum, og því bauðst hann til að fara eitt ár enn til Viet Nam, svo hann myndi losna ári fyrr en ætlað var. Síðan fór hann og vildi fá þá 800 dollara sem hann hafði safnað yfir árið. En honum var sagt að hann fengi að- eins 600, og við það stóð. Raff varð bæði reiður og sár, og honum fannst hann hafa verið svikinn um 200 dollara. Hann ætlaði sér að fá þá peninga aftur. Svo var það eitt kvöldið í mai að ég átti að hitfa strák í Pendleton, og við ætluSum aS fá okkur nokkra bjóra saman í bragganum hans. En hann kom ekki svo ég drakk allan bjórinn, 7 eSa 8 fiöskur. Ég varð blindfullur og þv! fyllri sem ég varS þvi reiSari varS ég. Á endan- um braust ég inn í búSina þarna og tók nokkur úr og útvörp. Raff fannst þetta ekki rangt hjá sér. Svona fór fólkið i Melito Irpino Framhald á bls. 46 Raffaele Minicielo segir sjálfur frá flugvélarráninu, sem getiS var um í blöðunum nýlega. 52. tbi. viKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.