Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 23
Hversvegna viltu þá ekki vera áfram hjá mér? sagði Batsheba
væntingarfull. — Frank, líttu á mig!
Frank! Frank! Flún fleygði sér yf-
ir hann, strauk blíðlega andlit hans,
þrýsti kinninni að brjósti hans,
svo hún vöknaði af blóði,
hjartablóði hans, sem ennþá var
heitt. Hún leit upp, hágrátandi, en
enginn var fær um að hjálpa henni,
hún var lokuð inni í sínum eigin
heimi, heimi sorgar og örvænting-
ar.
Það komst ekkert annað að (
huga hennar, en að þetta var mað-
urinn, sem hún elskaði. Einu sinní
hafði hann komið henni til að
gleyma öllu öðru, gleyma stolti
sínu, sjálfstæði og styrk. Hann
hafði tekið hana og síðan fleygt
henni frá sér. En hún hafði elsk-
að hann. Og nú var hann dáinn.
Það eina sem heyrðist í stóra her-
berginu, var grátur hennar.
Þennan grát heyrði maðurinn
sem elskaði hana. Hann stóð enn-
þá hreyfingarlaus, eins og hann
hafði staðið, þegar hann hleypti
ef byssunni. Þá fyrst skildi hann
hvað hann hafði gjört. En hann
ha'ði aert þetta ósjálfrátt, hann gat
ekki að því gert. Þessi maður hafði
ráðist þarna inn, til að hrifsa Bats-
hebu með sér, móti vilja hennar.
Hún hafði stritazt á móti, hún hafði
hlióðað af angist. Hún hafði beð-
ið um hiálp hans, þótt hún hefði
ekki sagt það upphátt. Hann var
nevddur til að hjálpa henni. Hann
elskaði hana svo heitt. En samt
grét hún nú. Hún var örvilnuð, —
hann skildi þetta ekki . . .
William Boldwood hélt á byss-
unni. Það var stirðnað bros á vör-
um hans, blá augun voru vlðs-
f;arr;, störðu inn í land hamingj-
unnar, sem honum mundi aldrei
auðnast að sjá. En hann hafði
h'álpað henni. Hann hafði lofað
að standa við hlið hennar, og það
loforð hafði hann haldið. Hann
haqgaðist ekki einu sinni, þegar
tveir, alvarlegir menn, gengu til
hans og tóku byssuna úr hönd-
um hans. Honum var alls ekki Ijóst
hvað skeð hafði, og ekki eitt ein-
asta orð kom yfir varir hans.
Réttarhöldin ! máli hans voru
stutt og ákveðin. Ekkert af því
sem þar var sagt snerti hann, ekk-
ert haggaði þeirri ró, sem hvíldi
yfir William Boldwood. Ekkert gat
breytt aðstæðum hans. Hann hafði
misst allt, líka tilfinninguna fyrir
umhverfi sínu. Hann sat í hálmin-
um á fleti sínu, í skugga gálgans.
Rétt hjá honum voru tveir með-
fangar hans að smíða líkkistu
handa honum, undir eftirliti fanga-
varðar, en hann sá þá ekki. Hann
heyrði ekki heldur skipunarorð og
formælingar fangavarðanna. Hann
myndi aldrei framar skynja það sem
fram fór í kringum hann.
Það var þungt yfir húsi Bats-
hebu um veturinn. Svo kom vorið
og sumarið, og störfin voru mikil,
en það var eins og allt daglegt
líf væri gleðivana. Liddy var alltaf
jafn trygg, hún vék ekki frá Bats-
hebu,- Gabriel sá líka vel um sín
störf. Allt þjónustufólkið sýndi
henni sömu tryggðina, þau voru
öll vinir hennar Annað fólk sá hún
ekki. A hverjum laugardegi gekk
hún til kirkjugarðsins, til að leggja
blóm á leiði Fannyar, leiðið hjá
kirkjunni, sem nú var líka leiði
Franks.
Það var Fanny, sem hann hafði
elskað, þessvegna áttu þau að vera
saman í dauðanum, — þau og litla
barnið þeirra. Einstaka sinnum ósk-
aði Batsheba þess innilega, að hún
vissi hversvegna hann hafði komið
aftur til Weatherbury, hvort það
hafi verið vegna þess að honum
hafi verið farið að leiðast að flakka
um, og hvort það hafi verið vegna
peninganna og öryggisins? Hún
vissi að það var ekki hennar vegna.
En hún vissi ekki að Frank hafði
séð hana með William Boldwood
á markaðinum, og að afbrýðisemin
hafði blossað upp i honum, og
hefði síðan logað í honum. Hann
hafði ekki getað afborið það að
hún skyldi geta gleymt honum
svona fljótt, og sýnt sig með öðr-
um manni, sýnilega hamingjusöm.
Hún beygði sig og strauk mold
af marmarasteininum, svo áletrun-
in kom betur i Ijós:
Francis Troy lét reisa þennan
legstein til minningar um Fanny
Robin, sem lézt 9. október 1866,
tvítug að aldri.
Þar fyrir neðan hafði hún látið
letra á steininn:
Framhald á bls. 41
Hún sagði ekki neitt, en lagði hönd sína i lófa hans — — —