Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 10
Greta Garbo og John Gilbert, þegar þau voru sem hamingjusömrist.
Eftir að Greta Garbo hafði
leikið í „The Torrent“ og „The
Temptress", var hún reiðubúin
til að taka að sér stór aðalhlut-
verk, undir stjórn frægustu leik-
stjóranna og með þekktustu leik-
urum. Þriðja hlutverk hennar í
Hollywood varð Felicitas Van
Kletzingk í „Girnd“, eftir
Herman Suderman, og mótleik-
arar hennar voru John Gilbert
og Lars Hanson. (Hinn enski tit-
ill myndarinnar var „Flesh and
the Devil“). Lars Hanson var þá
Garbo og Gilbert í kvikmynd-
inni „Girnd“, árið 1926.
ekki orðinn þekktur í Banda-
ríkjunum, en löngu orðinn fræg-
ur i Evrópu.
John Gilbert var aftur á móti
þekktur sem „mesti elskhugi
kvikmyndanna", eftir að hann
hafði leikið í „Kátu ekkjunni"
og „Boheme". og hann hafði
10.000 dollara í vikulaun, meira
en Valentino hafði nokkurn
tíma fengið!
John Bainbridge skrifar um
hann í ævisögu Gretu Garbo,
sem kom út árið 1955. Hann seg-
ir að Gilbert hafi verið glaðlynd-
ur og ábyrgðarlaus, ákaflega að-
laðandi, og átti erfitt með að
greina á milli ástarinnar í kvik-
myndunum og í raunveruleikan-
um. Og hann átti jafn auðvelt
með að afla sér vina og óvina,
jafnt í kvikmyndaverinu og ut-
an þess.
„Tilfinningalíf hans er mjög
yfirborðskennt, hann er ekki
sannari en dálkur í dagblaði,“
sagði Jim Tully. Og þegar Garbo
og Gilbert hittust, þurfti ekki
lengur að hafa áhyggjur af aug-
lýsingastarfseminni. Það var
strax farið að hvísla í öllum
hornum um .ástarævintýri ald-
arinnar“, milli Gilberts og hinn-
ar sænsku stjörnu.
En þetta ástarævintýri var
ekki auglýsingin ein, það var
raunveruleiki. Leikstjórinn Clar-
ence Brown sagði eftir nokkra
daga að hann hefði aldrei séð
önnur eins ástaratriði, eins og
milli Garbo og Gilberts, og hann
gaf þessa skýringu:
„Þau svífa bæði á rósaskýjum
í sjöunda himni ástarinnar, og
halda að enginn sjái þau.“
Slúðurdálkahöfundurinn Ad-
ele Rogers St. John, móðir Ging-
er Rogers, bætti við:
„Þegar ástin á milli þeirra var
sem heitust, þá var hægt að líkja
Gilbert. og Garbo við frægustu
elskendur sögunnar, Romeo og
Carey Wilson og Arthur Horn-
blow og rithöfundunum Lois
Bromfield, S. N. Behrman, Her-
man Mankiewicz, Michael Arlen
(Garbo átti eftir að leika aðal-
hlutverkið í hinu fræga leikriti
hans „Græni hatturinn", sem
varð metsölubók, áður en það
hugtak þekktist) og Vicki Baum.
Þegar hún var með Gilbert, var
hún laus við feimni og hlé-
drægni, og hún töfraði alla í um-
hverfi sínu. En hún gat líka dreg-
ið sig mn í skel:
Einu sinni var hún að leika
tennis heima hjá leikkonunni
Aileen Pringle, á einkaleikvelli
hennar. Þá heyrðist skyndilega
í dyrabjöllu. Aileen sagði að
þetta væri örugglega rithöfund-
urinn Carl Van Vechten, maður
sem Garbo yrði örugglega glöð
yfir að hitta. Svipur Garbo
harðnaði, hún sagðist alls ekki
hafa hug á að hitta Van Vechten.
Hann beið, meðan þær luku við
leikinn, en þá gekk Garbo fram-
hjá honum, og beint út í bílinn
sinn, sem beið fyrir utan! Það
eru til margar sögur þessu lík-
ar, en þó er ekki hægt að rekja
þær til þess að hún hafi viljað
móðga fólk, heldur að hún hafi
veigrað sér við að kynnast
ókunnu fólki, nema að hafa
hugsað það áður. Og það er líka
o
Júlíu, Dante og Beatrice og
Antonius og Kleopötru."
Slíkar fullyrðingar koma fram
í flestum blöðum, og það væri
gaman að vita hvað Greta Gar-
bo segði nú, ef hún læsi þessar
línur. Líklega myndi hún hlæja,
hinum bjarta, glaðlega hlátri,
sem vinir hennar kannast svo vel
við.
En við verðum að muna að
Greta Garbo var aðeins tuttugu
og eins árs þá, og þetta var fyrsta
skrefið sem hún gekk út í lífið,
eftir að Stiller var horfinn af
sjónarsviðinu. Með Gilbert sér
við hlið, steig hún fyrstu skref-
in út í samkvæmislífið í Holly-
wood. Gilbert var líklega ekki
greindur, og þekking hans á bók-
menntum léleg, en hann þekkti
og var vel séður meðal þeirra
sem menntaðir voru.
Hann kynnti hana fyrir mönn-
um eins og framleiðendunum
vitað að hún leyfði aldrei heim-
sóknir til sín í kvikmyndaverið,
hvort sem það voru háir eða lág-
ir.
Ein slík saga er á þessa leið:
Um svipað leyti og Garbo, kom
hin fræga rússneska leikkona
Maria Ouspenskaya til Holly-
wood. (Hún er ógleymanleg
þeim, sem sáu hana leika ma-
harinuna í „The Rains Came“
eftir Lois Bromfield). Hana lang-
aði mikið til að sjá Garbo við
starf sitt og hún lét lauma sér
inn í upptökusalinn. Hún var
klædd í hvítan slopp og ætlaði
að láta sem hún væri ein af förð-
unarkonunum.
Áður en fyrsta atriðið var tek-
ið, sagði Garbo: — Læknirinn í
hvíta sloppnum verður að fara
héðan út.
—- Ég er ekki læknir, ég er
Ouspenskaya, sagði Maria. Allir
fóru að hlæja, og þar á meðal