Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 37
nafnið tómt. En nú hafði keisar-
inn í Vín endanlega misst jafn-
vel formleg völd sín yfir Þýzka-
landi, sem mestallt var í greipum
hins nýbakaða Frakkadrottins.
Hér eftir kallaði Frans sig að-
eins Austurríkiskeisara, hinn
fyrsta með því nafni.
Næstu óvinirnir sem Napóleon
varð að snúast gegn voru Prúss-
ar. Þeir höfðu fram að þessu gert
sitt bezta til að koma sér vel
við hann, í von um að geta snap-
að upp sem flesta mola er af
borðum hans hryndu. Charles
James Fox, hinn kunni frjáls-
lyndi enski stjórnskörungur,
sagði að þeir hegðuðu sér eins
og þrællyndir stigamenn. Þessa
utanríkisstefnu höfðu Prússar
raunar tamið sér allt frá þrjá-
tíuárastríðinu, og enginn hafði
fylgt henni dyggilegar en Frið-
rik mikli. Þótt sérhyggja í utan-
ríkismálum væri auðvitað ekk-
ert einsdæmi, þá einkenndist hún
hjá Prússum af svo blygðunar-
lausri frekju og ruddaskap, að
fyrir þá sök voru þeir, þegar hér
var komið, hataðir og fyrirlitnir
af flestum öðrum Evrópuþjóðum.
Þessi dólgslega kauðska í utan-
ríkismálum gekk í erfðir til sam-
einaðs ríkis Þjóðverja, þegar
Prússar komu því á fót, með af-
leiðingum sem öllum mega vera
kunnar.
Þegar hér var komið fór að
renna upp fyrir Prússum að veg-
ur þeirra yrði næsta lítill við
hlið hins nýja Frakkakeisara, svo
að þeir sögðu honum stríð á
hendur. Áður en her þeirra mar-
séraði frá Berlin, gerðu nokkrir
liðsforingjar sér það ómak að
brýna sverð sín á tröppum
franska sendiráðsins í borginni.
Þá kölluðu margir þetta dæmi-
gerða prússneska kurteisi nú
á tímum hefðu margir talið hana
ekta þýzka.
En Prússum hefði verið nær
að láta minna. Her þeirra lifði
enn á frægðinni frá tímum Frið-
riks mikla og sjö ára stríðsins,
en búnaður hans og skipulag var
orðið úrelt. Þar að auki var þá-
verandi Prússakonungur, Friðrik
Vilhjáimur þriðji, illa gefinn,
blauður og reikull í ráði. í októ-
ber 1806 var her hans molaður
mélinu smærra í orrustunum við
Jena og Auerstádt í Saxlandi.
Fáum dögum síðar tók Napóleon
Berlín. Prússland féll saman eins
og spilaborg. Prússar urðu illa
við ósigrinum; framkoma þeirra
gagnvart sigurvegurunum mót-
aðist af hræðslu og þrælslegri
undirgefni, eins og títt er um
rudda við slík tækifæri. Napó-
leon átti engin orð til að lýsa
fyrirlitningu sinni á þeim. „Því-
líkt fólk! Þvílíkt land!“ hrópaði
hann eitt sinn. „Austurríkismenn
eru svo sem hálfgerðir vesaling-
ar, en þeir eru þó ekki ærulaus-
ir.“
Ekki hafði keisarinn miklu
hærri hugmyndir um Rússa: um
þá sagði hann að þeir berðust
fyrir heiðri og æru af því að þeir
ættu hvorugt. En hann mátti
fljótt sanna að rússneski herinn
var hættulegur andstæðingur.
Alexander fyrsti hafði að vísu
misst megnið af liði því, er hann
beitti við Austerlitz, en nú hafði
honum unnizt tími til að draga
saman nýjar herfylkingar og
sækja með þær inn í Austur-
Prússland og Pólland. Þar mætti
Napóleon honum og hafði sigur í
tvísýnum og mannskæðum orr-
ustum, við Eylau og Friedland.
Sáu Rússar þá þann kost vænst-
an að ganga til samninga, og
héldu þeir keisararnir svo með
sér hinn fræga fund í Tilsit við
Njemen. Alexander var hrif-
næmur og reikull í ráði og fékk
Napóleon flestu framgengt við
hann sem hann vildi, þó ekki án
skilyrða. Napóleon hafði þá
ákveðið að reyna að buga Breta
með því að koma í veg fyrir öll
viðskipti milli þeirra og megin-
landsríkjanna, og hann fékk Al-
exander með sér í þetta verzlun-
arbann. Napóleon vildi og þurrka
Prússland algjörlega út af landa-
bréfinu, en það vildi sarinn ekki
samþykkja, sumpart vegna þess
að þessi kvensami einvaldur, sem
líka hafði ákaflega gaman af að
sýnast riddaralegur, hreifst mjög
af Lovísu Prússadrottningu, sem
var ólíkt merkilegri manneskja
en eiginmaður hennar og barðist
með oddi og egg fyrir málstað
ríkis síns á Tilsitfundinum. Napó-
leon gerði sér að reglu að sýna
henni argasta dónaskap, hvenær
sem fundum þeirra bar saman,
en hún á í staðinn, þegar hún
gekk eitt sinn grátandi undan
honum, að hafa spáð því að sú
kæmi tíð að synir hennar leiddu
prússneskan innrásarher til Par-
ísar. Og það var einmitt sonur
Lovísu þessarar, sem 1871 var
krýndur keisari Þýzkalands í
speglasalnum í Versölum.
Niðurstaðan í Tilsit varð sú að
Prússland fékk að hjara, þótt
það missti mikil lönd. Úr hinum
pólskumælandi héruðum þess
var búið til hertogadæmið Vai-
sjá, sem bættist við á leppríkja-
listann hjá Napóleoni. Úr vestur-
héruðum Prússlands var búið til
annað leppríki, konungsríkið
Vestfalen, og Jeróme bróðir
Napóleons settur yfir það.
Þannig lauk fundinum í Tilsit.
Napóleon sagði síðar, að hann
hefði aldrei átt hamingjuríkari
daga. Hann hafði nú náð hátindi
veldis sins.
En ennþá einu sinni urðu Bret-
ar honum of þungir í skauti. Við-
skiptabannið kom að vísu hart
niður á þeim, en þó enn harðar
á meginlandsríkjunum. Báðir að-
ilar gerðu sitt bezta til að hafa
smáríkin sín megin og beittu til
þess bæði blíðu og stríðu. Bretar
óttuðust að Danir kynnu að
ganga í lið með Frökkum, bom-
bardéruðu því Kaupmannahöfn
og tóku danska flotann. Alexand-
er sar réðist á Svía, þegar þeir
------------------------------N
Afengii - ogr
tóbaksverzlun
ríkisins
★
Skrifstofur: Borgartúni 7 — Sími (24280.
Afgreiðslutími frá kl. 9—lö:30.
Lokað á laugardögum.
Reikningar greiddir aðeins á fimmtudögum
kl. 10—12 og 13—15.
Ríkisútvarpið óskar öllum landsmönnum
gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Quðbrandsstofa
Hins íslenzka Biblíufélags
Hallgrímskirkiu — Skólavörðuhæð — Reykjavík
Sími 17805
Opið alla virka daga nema laugardaga
kl. 2—5 e.h.
Verðskrá yfir bækur Biblíufélagsins:
BIBLÍAN, stærri gerð, ib. kr. 500,00
— — ób. — 250,00
— minni — ib............................ — 340.00
NÝJA TESTAMENTIÐ / vasaútgáfa:
Nr. I/skinnband ............................ — 245,00
— II/skinnband ........................... — 175,00
— III/leðurlíking — 95,00
LÆKNIR SEGIR SÖGU,
Lúkasarguðspjall þýtt úr frummálinu
1965—’67 — 186,00
ABÓKRYFAR BÆKUR Gamla testamentisins,
Rvík 1931 á kostnað HÍB, ób. — 150,00
FYRSTA BÓK MÓSE (Genesis), Rvík 1899
á kostnað HÍB, ób........................... — 50,00
AFMÆLISRIT HÍB 1815—1965 — 100,00
— Útsöluverð án söluskatts —
52. tbi. VIKAN 37