Vikan - 22.12.1969, Síða 45
FERDIST ÞÆGILE6A - FERDIST ÚDÝRT
Citroen léttir af yður áhyggjum af reksturskostnaðinum — viðhaldskostnaður lægstur miðaður við ekinn kílometer.
Helztu einkenni: Sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli. Lóðhöggdeyfir við hvert hjól, sem jafnframt hamlar á móti því að hjólið losni frá yfirborði veg-
arins. Lárétt liggjandi fjöðrunargormar tengdir burðarörmum, veita mýkri akstur en dæmi eru til og jafnframt hraðari yfir óslétta vegi án þess
að nokkurra áhrifa gæti á stefnu bilsins. Augljós er sú geysilega þýðing, sem þessi mjúka fjöðrun hefur á viðhaldi yfirbyggingar og undirvagns.
Framhjóladrif með nákvæmu tannstangarstýri (hjólin drífa í sömu átt og stýrt er) gerir akstur í snjó mun auðveldari en almennt gerist.
CITROEN AZU sendibíll, CITROÉN 2CV CITROÉN AMI 8 CITROÉN DYANE 6 CITROÉN AMIX sendibíll
verð: 128.280.- verð: 150.260.— verð: 210.540,— verð 182,210.- verð: 179,665,-
burðarmagn 270 kg 4ra sæta 4ra — 5 sæta 4ra sæta burðarmagn 370 kg
loftkæld vél loftkæld vél loftkæld vél loftkæld vél diska hemlar
endurbætt hitakerfi endurbætt hitakerfi diska hemlar gott hitakerfi eyðsla 6,5 1/100 km.
eyðsla 4,9 lítrar/100 km. eyðsla 4,8 1/100 km. eyðsla 6,5 1/100 km. eyðsla 6,5 1/100 km.
Áætluð verð í samræmi við væntanlega niðurfellingu leyfisgjalds.
Leitið frekari upplýsinga.
CITROEN UMBOÐIÐ SÖLFELL - Skúlagötu 63, sími 17966, box 204 Reykjavík
V-------------------------------------------------------------------------------------------------)
Pétur aftan að Gvöndi sem hann
stóð fyrir sænginni og grúfði
framyfir með höndunum yfir
sænginni um skóla meistarann
þveran, greip þá Pétur báðum
höndum fram fyrir Guðmund og
dró hann frá skóla meistaranum
og rúminu aftur á bak fram á
gólfið. Um allt þetta voru þeir
báðir þegjandi. Svo skipaði skóla
meistarinn Pétri að láta Gvönd
út, og svo beiddi Pétur Gvönd
út að fara oft, en hann þagði,
því hann var og einnig drukk-
inn. Síðan settist Gvöndur á
kistu skóla meistarans, þvert yf-
ir frá rúminu undir glugganum.
Þá tók skóla meistarinn tin-
könnu og kastaði henni, og hún
kom á höfuð á Guðmundi, skip-
aði svo skóla meistari Pétri að
fá sér könnuna aftur, en ekki
vildi hann fá honum hana. En
Gvöndur sat á kistunni meðan
þetta á gekk. Guðmundur sagði,
Ég skyldi fá honum könnuna, en
það gjörði ekki Pétur. Gvöndur
sat á kistunni og strauk blóðið
úr höfðinu í lófa sér. Þá greip
skóla meistarinn kerta pípu og
kastaði að Gvöndi, en hún kom
ekki á hann. Síðan veik Gvönd-
ur sér af kistunni, sem hann
ásetið hafði og á aðra skóla
meistarans kistu fyrir framan
borðið, og settist þar, snúandi
bakinu að borðinu en fanginu
fram, laut áfram og strauk blóð-
ið af höfðinu og lét falla á gólf-
ið, og þá sá Pétur að skóla
meistarinn hélt á hnífi fyrsta,
hélt hann um skaftið í hnefan-
um enn blaðið stóð niður úr,
fór hann þá í kring um höfuðið
á Gvöndi með hnífinn í hend-
inni og sagði Ég vil ekki skeina
þig. Ég vil ekki stinga þig, og
þetta oftar en einu sinni. En
Guðmundur svaraði engu. Fór
Pétur þá fram í húsdyrnar og
kallaði til skólapiltanna, sem
voru í skálanum, og beiddi þá
að koma. Árbjartur kom þá að
utan og Gísli Finnbogason, Pét-
ur Rafnsson, og fóru þessir inn
í húsið. Þá þeir voru innkomn-
ir, stóð Gvöndur upp af kist-
unni sem hann í seinna sinnið
ásetzt hafði, og gekk aftur á bak
fram að dyrunum og sagði Hafðu
nú laun af guði fyrir, Gísli minn,
ég ætla nú í burtu. Og aldrei
segist Pétur vitað hafa, hvenær
hann fékk stinginn. Fór Gvönd-
ur svo í burt, en þeir urðu eftir,
bæði Pétur og þeir sem inn
komu. En eftir það Gvöndur var
í burt, stundu síðar, þá skóla
meistarinn klæddist, segir Pétur
hann hafa sagt, hann hefði rifið
skemmdarlega í hárið á sér. Þá
voru við staddir Pétur Rafnsson
og Gísli Finnbogason, þá skóla
meistarinn þeim orðum talaði, en
ekki segist Pétur Ámundason
það séð hafa. Aftur hafi Gvönd-
ur stundu síðar að dyrunum
komið og vildi inn komast, en
fékk eigi, því lokað var. Þó sagði
hann, að hann skyldi ekki gjöra
illt af sér, svo fór hann burt.
Meira segist Pétur ekki muna af
þeirra viðskiftum, hvorki til
orða né verka... . “
Prestastefnan, sem fyrr er á
minnzt, kom saman 15. nóv.
1653. Gísli kenndi Guðmundi
smið um áreitni og taldi hann
hafa „sier hardþiakad með handa
hripse og þrauski. . . .“ „og þik-
est af þessum ertingum og hard-
þiake tilegndur vered hafa sinn-
ar vanvirdu j ad hefna.“ Allt
um það dæmdu prestarnir Gísla
sekan og til fjársekta, þar með
töldu þeir hann hafa fyrirgert
embætti sínu. Þó fóru þeir þess á
leit við lénsherrann, að hann liti
vægðarlega á mál skólameistar-
ans, því hann væri svo gáfaður
og lærður, að þeir viti ekki um
annan hans jafnoka á lausu í
landinu, og töldu vafamál, hve-
nær hann kæmi fram á sjónar-
sviðið. Svo er að sjá, sem Gísli
hafi fengið að halda embættinu,
því í júní 1657, þegar Pétur
Ámundason, sá sem skýrsluna
gaf um samskifti þeirra skóla-
meistara og Guðmundar smiðs,
ætlaði að taka prestsvígslu i
Skálholti, gaf Gísli Einarsson
honum svo slæman vitnisburð,
að biskupi þótti athuga vert. Það
reyndist þá vera um fjandskap
Gísla í garð Péturs út af máli
þessu að ræða, og virðist svo
sem Pétur hafi, fyrir skýrslu
sína „með eiði og uppréttum
fingrum“, undirritað annan vitn-
isburð ósamhljóða og afhent
Gísla, en siðan hnuplað þeim
seðli aftur, því „hann þottest
ecki vid þann vitnisburd geta
stadid, helldu jdradest hans ut-
giafar." Pétur var ekki vígður
fyrr en um veturinn.
— Og Ijúkum svo upprifjun á
viðureign stéttanna í Skálholti
hinu forna.
Heimild: Safn Fræðafélagsins
um fsland og íslendinga, XII,
Úr bréfabókum Brynjólfs
biskups Sveinssonar.
☆
Húsið með
járnhliðunum
Framhald af bls. 48
vera hérna ein yfir helgina, en
ef þú vilt það ekki, þá get ég
svo sem ekið til Somseret og
gist þar.
— Hvernig komstu framhjá
hliðunum?
— Þar sem enginn opnaði,
enda þótt ég hringdi bjöllunni
aftur og aftur, þá ók ég bíln-
um upp að múrnum, lagði hon-
um þar og fór síðan niður að
ströndinni. Ég er orðin illa út-
leikin eftir hrakfarirnar, eins og
þú sérð. Ég er rifin og tætt og
skítug og blóðug og marin.
Ég reyndi að hlæja, en það
tókst víst ekki sem skyldi.
— Þú ert jafn falleg og vana-
lega þrátt fyrir það, sagði hann,
tók utan um axlir mínar og ætl-
aði að láta vel að mér. Mér var
S2.tbi. VIKAN 4.)