Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 36

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 36
MARY QUANT VÖRUR Eru heimsþekkt gæðavara framleidd AÐ- EINS úr beztu hugsanlegum efnum, óskaS- legum húð yðar. Spyrjið þann sem reynt hefur til dæmis ... ★ EYE GLOSS ★ NATURE TINT ★ TEAR PROOF MAKE UP MASCARA ★ TITCH NAIL ★ LIPSTICK POLISH ★ PERFUME MILK Jólagjöfin „FYRIR HANA” er snyrtivörur frá Hlltl QIJAMT Fást hjá: ★ KARNABÆR ★ APÓTEK VESTURBÆJAR ★ LAUGARNESAPÓTEK ★ BORGARAPÓTEK ★ KYNDIL, KEFLAVÍK ★ DRANGEY, AKRANESI ★ SUNNU, ÓLAFSVÍK ★ SNYRTIVÖRUV. ÍSAFJ ★ TÚNGÖTU 1, SIGLUFIRÐI ★ VÖRUSALAN, AKUREYRI ★ APÓTEK SAUÐÁRKRÓKS ★ KF. HÚNV. BLÖNDUÓSI HEILDSÖLUBIRGÐIR: BJÖRN PÉTURSSON & LAUFÁSVEG 16 - SÍMI 19847. KLAPPARSTÍG 37, REYKJAVÍK SÍMI 12937. ★ KF. ÞING. HÚSAVÍK ★ FÖNN, NESKAUPSSTAÐ ★ KF. A-SKAFTFELLINGA HÖFN, HORNAFIRÐI ★ PARÍSARBÚÐIN, VESTMANNAEYJUM ★ VERZL. KAROLÍNU ÞORST. SEYÐISFIRÐI + HAFNARBÚÐIN, HAFNARFIRÐI CO. H.F. — Herra, sagði gamli maður- inn lágt, —- það er manneskja í sárri kvöl, en orð mín náðu ekki eyrum Guðs. Kenn mér að biðja. Ókunni maðurinn kinkaði kolli. Það var eins og björt augu hans litu beint inn í hjarta gamla mannsins. Þögull lagði hann höndina á öxl hins aldna rabbína og leiddi hann eftir þorpsgötun- um, og honum fannst bjartara yfir, þrátt fyrir skýjaþykknið. Þegar þeir náðu til strandarinn- ar, var eins og einhver hefði til- kynnt komu þeirra. Mannfjöld- inn vék til hliðar. Jafnvel Mir- iam leit upp. En Símon óttaðist ekki reiði hennar lengur. Hann gekk til Sakaría, sem lá hreyf- ingalaus, kraup við hlið hans og beið. Hönd hins ókunna hvíldi enn á öxl rabbínans, og rödd hans heyrðist í fyrsta sinn, hljóð- lát og hlý, en svo skýr að hún heyrðist greinilega gegnum brim- sogið: . . Og frelsa þú oss frá illu .... Eins og barn endurtók Símon orðin. Hann leit í augu konunn- ar, og hann fann kraftinn streyma í gegum sig og hinn kalda líkama Sakarias. Þá sleppti höndin taki sínu. Hinn ókunni gekk burt, hægum skrefum, eins og hann hafði komið. Þöglir stóðu íbúar Magdala á ströndinni, og óveðrinu slotaði, sólin stafaði geislum sínum á Genesaret vatn — Sjáið, sjáið Sakaría! Orðin hljómuðu frá manni til manns í hópnum á ströndinni. Andlit hir.s drukknaða manns fékk á sig lit, og Miriam fann brjóst hans bærast undir stirðn- uðum höndum hennar. Vatnið vall úr munni hans. Nokkru síð- ar opnaði hann augun og leit á konu sína. — Er nú ekki hægt að sigla bátskelinni lengur? taut- aði hann fyrir munni sér og það örlaði fyrir þeirri glettni, sem alltaf hafði verið svo rík í fari hans. Miriam grét ekki; — hún hróp- aði ekki heldur í gleði sinni. Að- eins hendur hennar snertu mjúk- lega brjóst hans. En í þessar hreyfingu var meiri undrun og þakklæti, heldur en þótt hún hefði hrópað hátt. Hún leit upp. horfði á Símon rabbína. Augu hennar voru stór af undrun. Rabbí, sagði hún, og rödd hennar var skær. — Ég hafði á röngu að standa! Þú getur sann- arlega beðið. Bæn þín lýsti eins og logandi eldur, bænin til Guðs! Símon leit yfir að fjallgarðin- um í austri. Klettarnir voru nú komnir í ljós, þeir voru rauð- gullnir í sólskininu. Og hann leit í hina áttina, til hæðanna bak við Magdali, þar sem Nasaret lá. Að lokum leit hann hikandi niður, mætti augnaráði hennar, sem var fullt undrunar. Nei, svaraði hann lágt, — það var ekki ég. Það var Hann! ☆ Napóleon Framhald af bls. 17 Móravíu. En að ég skuli nú þurfa að yfirgefa land mitt á slíkri stund, voru hans síðustu orð. Austurríkismenn voru nú meira en gersigraðir og gengu til frið- arsamninga við sigurvegarann í Bratislövu, sem nú er höfuðborg Slóvakíu. Og í þetta sinn var harðar að þeim gengið en við fyrri friðargerðir. Þeir urðu að láta af hendi mikil héruð við botn Adríahafs og í Suður-Þýzka- landi. Við þetta rýrnuðu tekjur rikisins um sjöttung, og ennfrem- ur voru lagðar á það þungar stríðssektir. Þá lét Napóleon flest ríki Vestur-Þýzkalands slíta sam- bandi við keisarann í Vín, sem til þessa hafði að nafni til verið yfirdrottnari þeirra, og stofna svokallað Rínarsamband, sem var algerlega undir hælnum á Frökkum. Einnig rak Frakkakeis- ari frá völdum konungir.n í Na- pólí, sem var af sett Bourbona og gerði Jósef brcður sinn að kon- ungi þar; annan bróður sinn, Lúðvík, hóf hann til konungs- tignar í Hollandi. Hvorki varð honum þó lið eða sæmd að þess- um bræðrum sínum, sem báðir voru dusilmenni. Einn var sá stjórnmálamaður franskur, sem óánægður var með þessar tiltektir keisara síns, en það var Talleyrand utanríkisráð- herra. Hann var upphaflega í klerkastétt og hafði tekið bisk- upsvígslu, en var engu að síður hundheiðinn kýniker og eins mikið upp á heiminn og yfirleitt var hægt að vera, jafnvel í Frakklandi. Hann átti vinkonur svo margar að enginn fékk tölu á komið; málarinn Delacroix var sagður launsonur hans. Talleyrand var slægur sem ref- ur og lét sér fátt fyrir brjósti brenna, en alger skúrkur var hann þó ekki og umfram allt gætinn. Hann var ekkert hrifinn af þeim fyrirætlunum keisarans að hafa endaskipti á heiminum og vildi hvorki eyðileggja Eng- land eða Austurríki, en síðar- nefnda ríkið vildi hann efla sem bólvirki gegn Rússum. sem hann hafði illan bifur á og þó enn verri á Prússum. Á báðar þessar þjóðir leit hann sem ágenga bar- bara, sem siðfágaðra fólk vestar í álfunni gerði réttast í að sam- einast gegn, annars væri á verra von. Þar reyndist þessi heims- mannslegi biskup sannspár, eins og nútímamenn vita af beiskri reynslu. En Napóleon, sem ann- ars mat hann mikils, vildi ekki trúa þessu, og upp frá því fór að kólna á milli þeirra. Til að fullkomna auðmýkingu Austurríkis lét Napóleon keisara þess niðurleggja þann aldna tit- il keisari hins heilaga rómverska ríkis þýzkrar þjóðar, hinn virðu- legasta í kristninni, þótt hann væri fyrir löngu orðinn aðeins 36 VIKAN 52 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.