Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 48

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 48
Húsid med járntilidunum Framhaldssaga eftir Elisabeth Ogilvie - 8. hluti Það var hrein eðlishvöt, sem gerði það að verkum, að ég flýði aftur til skógarins. Þetta bjarg- aði mér frá því að standa hreyf- ingarlaus og hjálparvana. Þessi einkennilegi og óhugnanlegi at- burður vék ekki úr huga mér. Geðveiki sonurinn, sem Rees hafði sagt mér frá fyrir löngu, virtist sem sagt ekki hafa látizt á sjúkrahúsi 1 Bangor, eins og hann sagði, heldur lifði hann enn í sínu fangelsi þarna í steinhús- inu. Rees kom gangandi niður stíg- inn. ’Ég sá hann andartak á milli trjágreina, en síðan fór hann í hvarf á bak við húsið. Svitinn rann niður í augun á mér. Ég fann til sársauka í maganum, en í rauninni var ég ekki hrædd lengur. Ég óttaðist Rees ekki, en vildi samt ekki hitta hann, að minnsta kosti ekki núna, á með- an orð mannsins hljómuðu enn- þá í eyrum mínum og ég var öll í uppnámi. Auk þess átti ég ekk- ert erindi þarna við steinhúsið og átti ekki þar að vera sam- kvæmt öllum settum reglum á þessum bæ. Ég átti jú að vera í heimsókn hjá bróður mínum. Það hlaut að vera einhver ástæða til þess, að maðurinn var þarna á bak við rimlana. Rees hlaut að geta gefið mér einhverja eðli- lega skýringu á því. Þangað til hún fengist var ég á valdi ótt- ans og hins taumlausa ímyndun- arafls míns. Hressandi andvari lék um vit mín. Klettarnir voru ekki eins háir hér og fyrir neðan Bell- wood. En það var samt nógu bratt og ég varð að ganga góðan spöl, þar til ég fann stað, þar sem ég komst með hægu móti niður að ströndinni. Ég gætti þess vandlega að fara ekki fram- hjá þeim stað. þar sem Valerie hafði fallið. Ég mundi vel hvar 48 VIKAN 52-tw- hann var. Ég var orðin illa til reika eftir hrakfarirnar. Ég hlaut að líta hræðilega út. Fötin klístr- uðust við mig af svitanum og ég hafði rifið mig og blóðgað á rósa- þyrnum og greinum. Ég reyndi samt að harka af mér og hljóp við fót niður eftir ströndinni fyrir framan Bellwood. Allan tímann heyrði ég hása röddina bak við rimlana grátbæna mig um hjálp. Ég var með kökk í hálsinum og átti erfitt með að anda. Loksins kom ég að strönd- inni fyrir neðan Bellwood, þar sem sandurinn lá skjannahvítur í sterkri síðdegissólinni. Ég lagð- ist niður á einn af klettunum til að hvíla mig um stund og reyna að jafna mig ofurlítið. Auðvitað var ekkert við því að gera, þótt ég væri orðin þreytt og þjökuð eftir hrakningana. Þeir áttu sér eðlilega orsök. Ég hafði hringt bjöllunni aftur og aftur, en eng- inn anzaði. Ég vildi samt ekki, að neinn yrði var við skelfing- una, sem hafði gripið mig og var staðráðin í að segja engum frá því, sem ég hafði orðið vitni að. Smátt og smátt róaðist ég og atvikið skelfilega dofnaði hægt og hægt. Ég reyndi að hugsa rök- rétt og gera mér í hugarlund hvernig á því stæði, sem ég hafði heyrt. Mér datt í hug, að Rees h^-fði haldið þessu leyndu fyrir mér, en í góðum tilgangi þó. Hann hafði lagt sterka áherzlu á, að ég færi til bróður míns um bessa hel0i. þótt ée hefði lítinn áhuea haft á bví siálf. Sennilega burfti hann að eiga viðtal við þennan mannaumingja starfs síns vegna. Kannski hafði hann líka komið því svo fvrir, að Tim op Roberts gistu líka annars staðar vfir helgina, til þess að engin hæt.ta væri á að hann vrði fyrir truflunum. á meðan hann lyki af þessu óbægilega o° óen- vekjandi verkefni sínu. Það við- fangsefni, sem Rees hafði tekið sér fyrir hendur, var jú einmitt að greiða sálarflækjur manna, sem höfðu lent á glapstigum og hið vesæla fórnarlamb, sem ég hafði heyrt í áðan, var ugglaust aðeins einn liður í rannsókn hans. Ef til vill hafði maðurinn feng- ið ríflega borgun fyrir að gerast fórnarlamb Rees eina helgi og auðvitað hefur hann fengið eins mikið að drekka og hann vildi. Röddin hafði einmitt hljómað þannig, eins og maðurinn væri dauðadrukkinn. Og skyldi hann ekki einmitt hafa verið það? Síðan hafði hann verið skilinn eftir stundarkorn á meðan Rees brá sér til ibúðarhússins, en vaknað óvænt og hvorki vitað í þennan heim né annan. Riml- arnir höfðu gert hann skelfingu lostinn og örvilnaðan. En nú var líklegt, að þeir sætu saman á tali í steinhúsinu og Rees tæki upp samtalið á segulband til þess að rannsaka það síðar. Þannig gat legið í málinu og ef þetta var rétt skýring, þá var sannarlega ekkert að óttast. Þá kom aðeins í ljós, hversu tillits- samur Rees var við mig, Tim og meira að segja Roberts. Samt fannst mér, að hann hefði getað saít mér þetta allt saman hrein- skilningslega. Hann virtist gefa ótrúlega mikið fyrir að fá að vinna í friði að þessum rann- sóknum sínum. Það hafði sýnt sie áður. Mér hraus hugur við þeirri hugsun að þurfa að ganga alla leið að bilnum mínum aftur. É" ætlaði pkki að verða til þess, að áætlun Rees færi út um þúf- ur. Hann var rpglumaður mikill og eitt af því sem mest fór í tau^arnar á honum og gat sett hann alveg úr jafnvægi var h'-°rs kop°r röskun á áður gerð- um og skipulögðum áætlunum. Rees vegna ætlaði ég að reyna að finna eitthvert mótel í nágrenn- inu og gista þar yfir helgina. En fyrst varð ég að fá eitthvað að drekka. Hjá því varð ekki komizt. Fyrst Rees var í stein- húsinu við vinnu sína, átti ég að geta skotizt inn í íbúðarhúsið, án þess að hann yrði var við mig. Ég skauzt upp stíginn. Þegai ég fór framhjá rósarunnanum, gat ég ekki látið hjá líða að anda að mér indælum ilmi rósanna. Kötturinn Tris kom á móti mér og stökk upp tröppurnar á und- an mér. Ég stóð lengi við vask- inn í baðherberginu og svolgr- aði í mig ískalt og svalandi vatn. Að því búnu fór ég fram í eld- hús og fékk mér kexköku til að seðja sárasta hungrið. Að því loknu stóð ég í svip á stigapall- inum. Þá heyrði ég, að útidyrnar opnuðust. Það var Rees sem kom inn. Ég hélt niðri í mér andan- um og beið eftir, að hann kæmi upp stigann eða að minnsta kosti liti upp hann. Þá hefði ekki far- ið hjá því, að hann yrði var við mig. En hann gerði hvorugt, heldur hélt rakleitt inn í bóka- herbergið. Ég hraðaði mér eins og mest ég kunni inn í herbergið mitt og var nærri dottin um koll, þegar ég rakst á köttinn. Rödd Rees heyrðist lágt en greinilega að neðan. Hann var að tala í síma. Ég reyndi að ganga eins hljóð- lega um og ég frekast gat, svo að engin hætta væri á að hann yrði var við mannaferðir. Eg settist. við gluggann. Ef hann færi út aftur, mundi ég sjá hann. Eftir nokkra stund fannst mér allt í einu öll hegðun mín hafa verið fáránleg og beinlínis hlæni- leg. Ég var gröm sjálfri mér vfir þessari heimskulegu hugmynd minni. Að ég skvldi rjúka aftu” fyrirvaralaust til Bellwood eins og ástfanginn og óþreyjufullur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.