Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 19
Ómar Valdimarsson ræðir viS Jón Sigurðsson um sjómennsku á þrælaöld 4 Sveitamaður um aldamót, sjómaður . . . ef við tækjum alltaf stein, á þrælaöld, í grjótvinnu rétt fyrir annars manns úr vegi. stríð og nú er hann verkstjóri í Reykjavík. mennt, síður en svo. En það má líka geta þess, að menn höfðu minna til að drekka fyrir í þá tíð heldur en nú. En ég vil ekki neita því, að það var, eins og við sjómennirnir köllum það, svart- ur sauður á flestum skipum. Einu sinni man ég eftir því að ég fór ásamt stýrimanninum í verzlunarferð um hádegisleytið, við vorum rétt búnir að borða og höfum fengið saltfisk. Svo segi ég við hann, þegar við vorum komnir upp til Coens: „Mikið ógurlega er ég þyrstur, komdu með mér hérna út í næstu sjoppu og fáum okkur kaldan bjór.“ „Eg er ekkert þyrstur," svar- ar hann, „farðu sjálfur og ég bið á meðan.“ Nú, ég labba út og inn í sjopp- una, en þá er hún full af kven- fólki. Ein konan kallar í mig og fer að spyrja um þjóðerni, skip og annað þessháttar og ég svara því. Svo segir hún: „Gefurðu drykk?“ En ég vildi endilega bíta þetta af mér, svo ég svara því til að við eigum ekki að landa þar til á morgun, þvi i Englandi er það þannig að menn fá ekki borgað fyrr en daginn sem landað er, þó við höfum alltaf fengið okk- ar strax þar sem við vorum ekki á prósentum. „Jæja,“ segir hún, ,.þá kaupi ég drykk handa okkur.“ Og það þýddi ekkert fyrir mig að andmæla því, hún keypti glas, við drukkum okkar í ró- legheitunum og svo þegar ég fer, þá segir hún: „See you tomorrow, baby.“ Auðvitað lét maður það gott heita, en mér hrökk af munni þessi vísa þegar ég fór: Margoft blettast mannorS glœst margir villtir fóru. Þetta hef ég lagt mig lægst, lapið drykk hjá hóru. Já, það fauk svona hitt og þetta, og úr því við erum komn- ir út í þetta, þá get ég sagt þér einn rækalli góðan brandara frá því ég var á mótorbátnum frá Eskifirði. Við vorum einhvern tíma á leið í land, formaðurinn var sof- andi og háseti við stýrið, ég var orðinn svo forframaður að ég átti að passa vélina og einn há- setinn, sem Gísli hét, átti að sjóða fisk, eins og alltaf var gert á landleiðinni. Það var til fyrir það sérstök fata, sem ekki var notuð í neitt annað, en um borð var líka önnur fata sem for- maðurinn notaði svona privat, fyrir ýmsan persónulegan úr- gang. Svo sýður Gísli fiskinn og fær sér bita, kemur svo aftur í til mín og segir mér að koma frammí og fá mér í svanginn. Um þetta leyti vaknar formað- urinn og kemur frammí líka. „Heyrðu, Gísli, í hvaða fötu hefur þú verið að sjóða fisk- inn?“ segir hann. „í hvaða fötu? Nú, hvað er með það?“ svarar Gísli, sem var stórmæltur og stórorður en góð sál. „Nú, ég sé ekki betur en að þetta sé mín prívat fata!“ „Huh, ég held að það geri ekki mikið til, þetta er margsoðið!“ Já, það var svo sem laust við allt pjatt í þá daga, en i þetta skiptið gaf ég fiskinum frí.“ Jón Sigurðsson tekur í nefið, snýtir sér og tekur í nefið aftur. Hann tekur lifandi þátt i upp- rifjun endurminninganna og seg- ir þannig frá að maður hrífst með honum. Hann kallar aldrei á neinn. og minnist aldrei svo á nokkurn að ekki komi á eftir: ..Góður drengur, mætur mað- ur “ „Ég hjó eftir því áðan,“ segi ég svo, „að þú talaðir um að menn hefðu vfirleitt veriS góð- Framhald á bls. 30. 52. tbi. VIKAN lí)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.