Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 16
FRÁ TILSIT TIL ELÍNARE ,,Fáum við aðeins ráðið Erm- arsundi í sex klukkustundir, v'erðum við ráðendur heimsins alls,“ sagði Napóleon skömmu eftir að hinum skammvinna friði við Bretaveldi lauk. Hann vissi fullvel að hann fengi aldrei frið á sér fyrr en hann kæmi Bretum á hné, og safnaði því stórher sínum la grande Ar- mée saman við Boulogne í því augnamiði að ferja hann yf- Horatio Nelson aðmíráll, sem að sínu leyti var eiris ósigrandi á sjó og Napóleon á landi. Hann er frægur af mörgum sigrum, einkum þeim við Níiarósa, er hann eyddi Egyptalands- flota Napóleons, og við Trafalgar, er hann gersigraði herflota Frakka og Spánverja og útilokaði þar með mögu- leika þeirra til innrásar i Engiand. ir sundið. Margan dag stóð sig- urvegarinn þar í fjörunni með kíki og horfði yfir á hvítar klappirnar við Dover og lét sig dreyma um þann dag er hann gæti haldið hersýningu í St. James Park. Hann lét hamra saman sæg af flatbotnuðum prömmum til að flytja mann- skapinn yfir. Aldrei finnast fleiri hliðstæð- ur með þeim Napóleoni og Hitl- Napóleon og María Lovísa af Austurríki vígð saman. Habsborgar- ættin var talin tignasta þjóðhöfðingja- ætt í heimi og aðalsfólk álfunnar var því óumræðilega hneykslað, er henni var fleygt í gin ,,Korsíkuskrímslisins“. En Napóleon var að sama skapi hróð- ugur. 4 Hluti af hinu fræga málverki Goya af aftökum Frakka á spænskum upp- reisnarmönnum í Madrid. í tilefni spænsku uppreisnarinnar var sagt um Napóleon: Kóngarnir stóðust honum ekki snúning, en fyrir þjóðunum varð hann að þoka. er en í sambandi við Englands- innrásir þeirra, sem aldrei varð neitt úr. Báðir hötuðu þeir Breta — Napóleon þó miklu meira — en dáðu þá jafnframt. Báðir litu þeir á Breta sem sigr- aða, og ósköpuðust yfir þeirri ósvífni þeirra að neita að viður- kenna það. Hinum megin sunds- ins tóku Bretarnir ástandinu af sínum venjulega húmor og jafn- aðargeði — eins og síðar á tím- um Hitlers, fheir finest hour. Þeir gerðu grín að Napóleoni — eins og Hitler síðar, en áttu engu að síður von á honum yfir sund- ið á hverri stundu — eins og Hitler síðar. Þeir stofnuðu heimavarnarlið — alveg eins og 1940. í dómkirkjunni í Bayeux í Normandí var varðveittur frægur refill frá elleftu öld, sem er skreyttur myndum af síðustu heppnuðu innrásinni í England, þeirri er Vilhjálmur bastarður gerði. Þennan refil lét Napóleon nú hafa til sýnis fyrir almenn- ing, svo að hver og einn mætti sjá að það, sem hann ætlaði að gera, væri svo sem vel hægt. Hitler átti eftir að flagga sama refli í sama tilgangi. Og endir- inn varð sá sami hjá báðum. Báða þraut þolinmæði á við hina þverúðugu Breta og héldu stór- herjum sínum á sigurbraut í austurvegi, sem um síðir varð báðum banabiti. Þegar allt kemur til alls — ef við höldum samanburðinum áfram — þá hafa Bretar líklega verið öllu hættar komnir árið 1804 en 1940. f síðara skiptið mátti heita að hvert mannsbarn í landinu stæði að baki Churchill, en í upphafi nítjándu aldar var ástandið í landinu þannig, að bú- ast mátti við byltingu nálega á hverri stundu. Iðnbyltingin hafði gert Bretland að fyrsta stóriðju- landi heims og veitt því þar með auð og framleiðslumöguleika, sem ekkert annað ríki réði yfir, en hún hafði jafnframt gert þá ríku í landinu ríkari en steypt þeim fátæku í enn meiri armóð en þeir höfðu þekkt áður. Auk þess var Bretland lýðræðisríki, með þingdeilum, flokkaþrasi og öðru sem því fyrirkomulagi fylg- ir; þar réði ekki einn sterkur vilji, eins og í landinu sunnan sunds. Konungur var þá enn ekki valdalaus með öllu, því mið- ur, því að þáverandi jöfur Breta, Georg þriðji af Hannóver, geggj- aðist á efri árum og gerði þá hvert asnastrikið öðru verra, unz þegnar hans mönnuðu sig upp í að setja hann af og settu í stað þess á konungsstól son hans, Ge- org fjórða. En þá tók ekki betra við, því að þessi Georg var við- urstyggilegur svallari, hryllilegt átvagl og vínsvelgur og gífurleg- ur óreiðumaður í peningasökum. En sem betur fór voru aðrir framámenn Breta um þessar mundir gæfulegri, margir hverj- ir. Af þeim skal nefna hér Willi- am Pitt yngri, George Canning, Castlereagh lávarð og herfor- ingjana Arthur Wellesley, her- toga af Wellington, og Nelson lávarð. Hinir fyrrnefndu, stjórn- málamennirnir. áttu ekki sína líka þegar um það var að ræða að stæla þing og þjóð heima fyr- ir og spana meginlandsríkin til nýrra styrjalda gegn Frökkum, og þeir Wellington og Nelson voru að sínu leyti sannfærðir um, að þeir væru sjálfir miklu snjallari hermenn en litli svarti Bóni. Wellington bar mjög tak- markaða virðingu fyrir herfor- ingjum og hermönnum megin- landsríkjanna og taldi þá ástæðu fyrir óförum þeirra helzta, að þeir hefðu gugnað af hræðslu við Napóleon löngu áður en á víg-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.