Vikan


Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 22.12.1969, Blaðsíða 13
daga í eyðimörkinni, hlýtur hann að hafa farizt. Þekktir þú þennan son smiðsins frá Nasaret? — Þekkti.. .. Símon hristi vandræðalega höfuðið. •— Ég stóð fyrir utan, þegar hann gekk framhjá. Andartak leit hann á mig, — og ég segi þér dóttir ... skiálfandi hendur hans fálmuðu eftir plánkaborðinu — þá kom mér í hug spódómur Jesaja: En af stofni ísrael mun kvistur fram spretta og angi upp vaxa af rót- um hans! Átt þú við að þessi spádóm- ur sé um hann9 Eins og öll ísra- els börn, þekkti Miriam vel spá- dóma Jesaja. — Ó, hve aumleg- ur og fátækur var hann ekki þennan dag! Ég segi þér ... augu hans! Augnaráð rabbínans Ijómaði. — Af honum gætu ísraels börn lært aftur að biðja! Þá tók hann eftir því að hún hlustaði varla á hann. Hann féll niður í sætið og varð aftur hið hægláta gamalmenni. Svolítið vonsvikinn lét hann fingurgóma sína fylgja eftir rispunum í borð- inu. Þá sá hann að sterklegar hendur hennar gripu fast um borðbrúnina. — Sjáðu, rabbí, sagði hún með hljómlausri rödd. — Það syrtir þarna yfirfrá. Svo svört hefi ég ekki séð skýin áður! Gamli maðurinn staulaðist á fætur. Það var enginn vindblær, allt var orðið svo ógnvekjandi hljótt, og frá fjöllunum í austri komu skýjabólstrarnir, blásvart- ir, en á einstöku stað smaug ör- mjór sólargeisli í gegn. Þungar drunur, eins og af æðisgengnum hvirfilstormsveip komu innan frá glóandi eyðimörkinni, og skullu án fyrirvara á austurströnd vatnsins. Öldurnar risu strax, eins og í mótþróa, og undiraldan, dökk og dimm varð að freyðandi ölduföllum, sem risu himinhátt. — Sakaría og Hashai! Miriam nötraði og varð náföl. Símon hlustaði. Það var hljótt inni i húsinu. Svo kom Ester hlaupandi. Augu hennar voru gal- opin í angist. Hashai, einn hinna ungu fiskimanna á báti Sakrias hafði fyrir löngu biðlað til hinn- ar fögru dóttur þeirra, og ekki að erindisleysu. — Bátur Sakarias hefir fyrr lent í stormi, sagði hann og reyndi að vera hughreystandi. —• En aldrei fyrr í slíkum stormum sem þessum! Það var einhver harður hljómur í rödd hennar, eins og óveðrið í hennar eigin sál, stigi mót skuggalegu skýjaþykkninu. — Sjáið þið ekki skýin. Það er eins og myrkra- höfðinginn sendi her sinn út úr eyðimörkinni! Nú loguðu eldingarnar milli kolsvartra skýjabólstranna, og stormkviðurnar rufu göt í þykknið, svo það varð eins og kolsvört drekagin með eldtung- um. Illskulegur þrumugnýr skók jörðina og öldurnar á vatninu risu það hátt að hvítfyssandi faldar þeirra sáust alla leið til Magdala. Á undan óveðrinu þutu skipin, eins og mávar á æðis- gengnum flótta. Engu segli varð bjargað. Hinir reyndu fiskimenn vissu að það var tilgangslaust að reyna að rífa seglin; þeirra ein- asta von til björgunar var að ná landi undan óveðrinu. Þótt sólin væri ennþá á lofti í þorpinu, var eins og neyðarkall gengi frá húsi til húss. Konurnar komu hlaupandi beint frá bökun- arborðunum, mélugar upp að oln- bogum. Gamalmennin stauluðust eins hratt og þeim var unnt nið- ur að ströndinni. Karlmenn komu hlaupandi með bátshaka, til að vera reiðubúnir til björgunar, þegar skipin bæri að landi. í dauðans angist mændu allir á skipin. Skyldu þau komast klakklaust að landi? — Þeir eru í hendi Guðs, dótt- ir, sagði Símon, sem hafði virt fyrir sér andlit Miriam. — Það Framhald á bls. 33. 52.tbi. VIKAX 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.